Innlent

Umræðu frestað á miðnætti

MYND/Vísir

Þriðju umræðu frumvarps menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið var frestað rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi þegar þingfundur hafði staðið frá hálftvö um daginn, með hálftíma kvöldmatarhléi. Þar af höfðu þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar talað samtals í sjö tíma.

Níu voru enn á mælendaskrá þegar umræðum var frestað, flestir þingmenn stjórnarandstöðunnar. Þingfundur hefst á ný klukkan hálfellefu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×