Engar myndir birtar af aftökum í nótt 15. janúar 2007 13:00 Awad Hamed al-Bandar, fyrrverandi yfirdómar í Írak, var hengdur ásamt Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróður Saddams Hússeins, í Bagdad í nótt. MYND/AP Hálfbróðir Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og fyrrverandi yfirdómari landsins voru hengdir í Bagdad í nótt. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða fyrir morð á nærri hundrað og fimmtíu sjíamúslimum árið 1982. Engar myndir hafa verið birtar frá aftökunni. Upphaflega átti að taka þá alla þrjá af lífi á sama tíma en síðan var ákveðið að byrja á Saddam. Hann var svo hengdur 30. desember síðastliðinn. Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddams, var yfirmaður leyniþjónustu Íraks á valdatíma einræðisherrans. Hann var háttsettur fulltrúi í ríkisstjórn Íraks þegar Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra réðust inn í Írak 2003. Hann var eftirlýstur og síðan tekinn höndum tæpum mánuði eftir innrásina. Awad Hamed al-Bandar var yfirdómari í Írak. Hann var sagður hafa stýrt réttarhöldum yfir Írökum þar sem réttindi sakborninga hafi verið fyrir borð borin. Þeir voru, ásamt Saddam, sakfelldir í byrjun nóvember í fyrra fyrir aðild að morðum á hundrað fjörutíu og átta sjíum í bænum Dujail árið 1982 skömmu eftir að forsetanum heitnum var sýnt banatilræði. Mikið hafði verði rætt um það hvenær þeir al-Tikriti og al-Bandar yrðu teknir af lífi og búist við því á allra næstu dögum. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af aftökunum og nokkru staðfesti talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar að mennirnir væru allir. Engar opinberar upptökur af aðdraganda aftakanna hafa verið birtar líkt og eftir að Saddam hafði verið hengdur. Þær myndir, og aðrar sem lekið var á netið nokkrum dögum eftir aftökuna, ollu nokkru fjaðrafoki og urðu kveikjan að rannsókn á hengingu Hússeins. Óvíst er hvort nokkrar myndir verði birtar af aftöku tvímenninganna í nótt. Erlent Fréttir Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Hálfbróðir Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og fyrrverandi yfirdómari landsins voru hengdir í Bagdad í nótt. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða fyrir morð á nærri hundrað og fimmtíu sjíamúslimum árið 1982. Engar myndir hafa verið birtar frá aftökunni. Upphaflega átti að taka þá alla þrjá af lífi á sama tíma en síðan var ákveðið að byrja á Saddam. Hann var svo hengdur 30. desember síðastliðinn. Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddams, var yfirmaður leyniþjónustu Íraks á valdatíma einræðisherrans. Hann var háttsettur fulltrúi í ríkisstjórn Íraks þegar Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra réðust inn í Írak 2003. Hann var eftirlýstur og síðan tekinn höndum tæpum mánuði eftir innrásina. Awad Hamed al-Bandar var yfirdómari í Írak. Hann var sagður hafa stýrt réttarhöldum yfir Írökum þar sem réttindi sakborninga hafi verið fyrir borð borin. Þeir voru, ásamt Saddam, sakfelldir í byrjun nóvember í fyrra fyrir aðild að morðum á hundrað fjörutíu og átta sjíum í bænum Dujail árið 1982 skömmu eftir að forsetanum heitnum var sýnt banatilræði. Mikið hafði verði rætt um það hvenær þeir al-Tikriti og al-Bandar yrðu teknir af lífi og búist við því á allra næstu dögum. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af aftökunum og nokkru staðfesti talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar að mennirnir væru allir. Engar opinberar upptökur af aðdraganda aftakanna hafa verið birtar líkt og eftir að Saddam hafði verið hengdur. Þær myndir, og aðrar sem lekið var á netið nokkrum dögum eftir aftökuna, ollu nokkru fjaðrafoki og urðu kveikjan að rannsókn á hengingu Hússeins. Óvíst er hvort nokkrar myndir verði birtar af aftöku tvímenninganna í nótt.
Erlent Fréttir Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira