Engar myndir birtar af aftökum í nótt 15. janúar 2007 13:00 Awad Hamed al-Bandar, fyrrverandi yfirdómar í Írak, var hengdur ásamt Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróður Saddams Hússeins, í Bagdad í nótt. MYND/AP Hálfbróðir Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og fyrrverandi yfirdómari landsins voru hengdir í Bagdad í nótt. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða fyrir morð á nærri hundrað og fimmtíu sjíamúslimum árið 1982. Engar myndir hafa verið birtar frá aftökunni. Upphaflega átti að taka þá alla þrjá af lífi á sama tíma en síðan var ákveðið að byrja á Saddam. Hann var svo hengdur 30. desember síðastliðinn. Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddams, var yfirmaður leyniþjónustu Íraks á valdatíma einræðisherrans. Hann var háttsettur fulltrúi í ríkisstjórn Íraks þegar Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra réðust inn í Írak 2003. Hann var eftirlýstur og síðan tekinn höndum tæpum mánuði eftir innrásina. Awad Hamed al-Bandar var yfirdómari í Írak. Hann var sagður hafa stýrt réttarhöldum yfir Írökum þar sem réttindi sakborninga hafi verið fyrir borð borin. Þeir voru, ásamt Saddam, sakfelldir í byrjun nóvember í fyrra fyrir aðild að morðum á hundrað fjörutíu og átta sjíum í bænum Dujail árið 1982 skömmu eftir að forsetanum heitnum var sýnt banatilræði. Mikið hafði verði rætt um það hvenær þeir al-Tikriti og al-Bandar yrðu teknir af lífi og búist við því á allra næstu dögum. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af aftökunum og nokkru staðfesti talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar að mennirnir væru allir. Engar opinberar upptökur af aðdraganda aftakanna hafa verið birtar líkt og eftir að Saddam hafði verið hengdur. Þær myndir, og aðrar sem lekið var á netið nokkrum dögum eftir aftökuna, ollu nokkru fjaðrafoki og urðu kveikjan að rannsókn á hengingu Hússeins. Óvíst er hvort nokkrar myndir verði birtar af aftöku tvímenninganna í nótt. Erlent Fréttir Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Hálfbróðir Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og fyrrverandi yfirdómari landsins voru hengdir í Bagdad í nótt. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða fyrir morð á nærri hundrað og fimmtíu sjíamúslimum árið 1982. Engar myndir hafa verið birtar frá aftökunni. Upphaflega átti að taka þá alla þrjá af lífi á sama tíma en síðan var ákveðið að byrja á Saddam. Hann var svo hengdur 30. desember síðastliðinn. Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddams, var yfirmaður leyniþjónustu Íraks á valdatíma einræðisherrans. Hann var háttsettur fulltrúi í ríkisstjórn Íraks þegar Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra réðust inn í Írak 2003. Hann var eftirlýstur og síðan tekinn höndum tæpum mánuði eftir innrásina. Awad Hamed al-Bandar var yfirdómari í Írak. Hann var sagður hafa stýrt réttarhöldum yfir Írökum þar sem réttindi sakborninga hafi verið fyrir borð borin. Þeir voru, ásamt Saddam, sakfelldir í byrjun nóvember í fyrra fyrir aðild að morðum á hundrað fjörutíu og átta sjíum í bænum Dujail árið 1982 skömmu eftir að forsetanum heitnum var sýnt banatilræði. Mikið hafði verði rætt um það hvenær þeir al-Tikriti og al-Bandar yrðu teknir af lífi og búist við því á allra næstu dögum. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af aftökunum og nokkru staðfesti talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar að mennirnir væru allir. Engar opinberar upptökur af aðdraganda aftakanna hafa verið birtar líkt og eftir að Saddam hafði verið hengdur. Þær myndir, og aðrar sem lekið var á netið nokkrum dögum eftir aftökuna, ollu nokkru fjaðrafoki og urðu kveikjan að rannsókn á hengingu Hússeins. Óvíst er hvort nokkrar myndir verði birtar af aftöku tvímenninganna í nótt.
Erlent Fréttir Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira