Um 300 tonn af olíu í sjóinn 13. janúar 2007 18:45 Talið er að um 300 tonn af olíu hafi lekið í sjóinn undan vesturströnd Noregs eftir að kýpverska flutningaskipið Server strandaði þar síðdegis í gær. Skipið brotnaði í tvennt og afturhluti þess sökk en framhlutinn var dreginn að landi. 25 menn voru í áhöfn skipsins og var öllum bjargað. Umhverfisverndarsinnar segja þetta stórslys. Skipið er skráð á Kýpur en í eigu grískrar útgerðar. Enginn farmur var um borð og skipið á leið til Múrmansk í norð-vestur Rússlandi. Vont mun hafa verið í sjóinn þegar skipið sigldi nærri Noregi en ekki þó óveður. Skipið strandaði á skerjum undan eyjunni Fedja í Hörðalandi. 25 menn voru um borð og tókst að bjarga öllum með aðstoð þyrlu. Þegar leið á kvöldið og nóttina brotnaði skipið, sem var 180 metrar að lengd, í tvennt og sökk aftari hluti þess. Framhlutinn var síðan dreginn á land. Talið er að á bilinu 250 til 300 tonn af olíu hafi farið í sjóinn en í skipinu voru á bilinu 600 til 700 tonn. Ekki er talið að olía hafi sokkið með aftari helmingi skipsins. Síðan í nótt hefur olían borist með ströndinni. Tor Christian Sletner, yfirmaður norsku strandgæslunnar, segir erfitt að segja til um nákvæmlega hve mikil olía hafi farið í sjóinn. Hann segir veður á strandstað torvelda hreinsun. Ekki sé um að kenna slökum búnaði heldur ölduhæð og sjógangi. Í þannig veðri sé erfitt að nota búnaðinn svo vel sé. Umhverfisverndarsinnar í Noregi segja að líkast til kosti það tugi milljarða norskra króna að hreinsa upp olíuna sem hafi töluverð áhrif á dýralíf á svæðinu. Mikil umferð skipa sé um svæðið þar sem skipið strandaði og telja þeir norska stjórnmálamenn hafa sofið á verðinum. Kurt Oddekalv, formaður Náttúruverndarsamtaka Noregs, segir stjórnmálamenn í Ósló hafa haldið því fram að ekki þurfi olíustöð þar sem næst stærsta olíuhöfn Evrópu sé að finna. Skip sem geti flutt hundrað þúsund tonn hafi farið framhjá landinu á síðasta sólahring og meðalbátur geti flutt 150 þúsund tonn. Dag Terje Andersen, starfandi sjávarútvegsráðherra Noregs, segir viðbragðáætlanir hafa verið til fyrir þetta svæði og önnur í Noregi og því hafi verið fyllilega ljóst hvað gera skyldi. Verndarsvæði fugla norðvestur af Björgvin er talið í mikilli hættu vegna olíulekans. Segja sérfræðingar hjá norsku mengunarvörnunum að það geti tekið allt að hálft ár að hreinsa olíuna upp. Erlent Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Talið er að um 300 tonn af olíu hafi lekið í sjóinn undan vesturströnd Noregs eftir að kýpverska flutningaskipið Server strandaði þar síðdegis í gær. Skipið brotnaði í tvennt og afturhluti þess sökk en framhlutinn var dreginn að landi. 25 menn voru í áhöfn skipsins og var öllum bjargað. Umhverfisverndarsinnar segja þetta stórslys. Skipið er skráð á Kýpur en í eigu grískrar útgerðar. Enginn farmur var um borð og skipið á leið til Múrmansk í norð-vestur Rússlandi. Vont mun hafa verið í sjóinn þegar skipið sigldi nærri Noregi en ekki þó óveður. Skipið strandaði á skerjum undan eyjunni Fedja í Hörðalandi. 25 menn voru um borð og tókst að bjarga öllum með aðstoð þyrlu. Þegar leið á kvöldið og nóttina brotnaði skipið, sem var 180 metrar að lengd, í tvennt og sökk aftari hluti þess. Framhlutinn var síðan dreginn á land. Talið er að á bilinu 250 til 300 tonn af olíu hafi farið í sjóinn en í skipinu voru á bilinu 600 til 700 tonn. Ekki er talið að olía hafi sokkið með aftari helmingi skipsins. Síðan í nótt hefur olían borist með ströndinni. Tor Christian Sletner, yfirmaður norsku strandgæslunnar, segir erfitt að segja til um nákvæmlega hve mikil olía hafi farið í sjóinn. Hann segir veður á strandstað torvelda hreinsun. Ekki sé um að kenna slökum búnaði heldur ölduhæð og sjógangi. Í þannig veðri sé erfitt að nota búnaðinn svo vel sé. Umhverfisverndarsinnar í Noregi segja að líkast til kosti það tugi milljarða norskra króna að hreinsa upp olíuna sem hafi töluverð áhrif á dýralíf á svæðinu. Mikil umferð skipa sé um svæðið þar sem skipið strandaði og telja þeir norska stjórnmálamenn hafa sofið á verðinum. Kurt Oddekalv, formaður Náttúruverndarsamtaka Noregs, segir stjórnmálamenn í Ósló hafa haldið því fram að ekki þurfi olíustöð þar sem næst stærsta olíuhöfn Evrópu sé að finna. Skip sem geti flutt hundrað þúsund tonn hafi farið framhjá landinu á síðasta sólahring og meðalbátur geti flutt 150 þúsund tonn. Dag Terje Andersen, starfandi sjávarútvegsráðherra Noregs, segir viðbragðáætlanir hafa verið til fyrir þetta svæði og önnur í Noregi og því hafi verið fyllilega ljóst hvað gera skyldi. Verndarsvæði fugla norðvestur af Björgvin er talið í mikilli hættu vegna olíulekans. Segja sérfræðingar hjá norsku mengunarvörnunum að það geti tekið allt að hálft ár að hreinsa olíuna upp.
Erlent Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira