Um 300 tonn af olíu í sjóinn 13. janúar 2007 18:45 Talið er að um 300 tonn af olíu hafi lekið í sjóinn undan vesturströnd Noregs eftir að kýpverska flutningaskipið Server strandaði þar síðdegis í gær. Skipið brotnaði í tvennt og afturhluti þess sökk en framhlutinn var dreginn að landi. 25 menn voru í áhöfn skipsins og var öllum bjargað. Umhverfisverndarsinnar segja þetta stórslys. Skipið er skráð á Kýpur en í eigu grískrar útgerðar. Enginn farmur var um borð og skipið á leið til Múrmansk í norð-vestur Rússlandi. Vont mun hafa verið í sjóinn þegar skipið sigldi nærri Noregi en ekki þó óveður. Skipið strandaði á skerjum undan eyjunni Fedja í Hörðalandi. 25 menn voru um borð og tókst að bjarga öllum með aðstoð þyrlu. Þegar leið á kvöldið og nóttina brotnaði skipið, sem var 180 metrar að lengd, í tvennt og sökk aftari hluti þess. Framhlutinn var síðan dreginn á land. Talið er að á bilinu 250 til 300 tonn af olíu hafi farið í sjóinn en í skipinu voru á bilinu 600 til 700 tonn. Ekki er talið að olía hafi sokkið með aftari helmingi skipsins. Síðan í nótt hefur olían borist með ströndinni. Tor Christian Sletner, yfirmaður norsku strandgæslunnar, segir erfitt að segja til um nákvæmlega hve mikil olía hafi farið í sjóinn. Hann segir veður á strandstað torvelda hreinsun. Ekki sé um að kenna slökum búnaði heldur ölduhæð og sjógangi. Í þannig veðri sé erfitt að nota búnaðinn svo vel sé. Umhverfisverndarsinnar í Noregi segja að líkast til kosti það tugi milljarða norskra króna að hreinsa upp olíuna sem hafi töluverð áhrif á dýralíf á svæðinu. Mikil umferð skipa sé um svæðið þar sem skipið strandaði og telja þeir norska stjórnmálamenn hafa sofið á verðinum. Kurt Oddekalv, formaður Náttúruverndarsamtaka Noregs, segir stjórnmálamenn í Ósló hafa haldið því fram að ekki þurfi olíustöð þar sem næst stærsta olíuhöfn Evrópu sé að finna. Skip sem geti flutt hundrað þúsund tonn hafi farið framhjá landinu á síðasta sólahring og meðalbátur geti flutt 150 þúsund tonn. Dag Terje Andersen, starfandi sjávarútvegsráðherra Noregs, segir viðbragðáætlanir hafa verið til fyrir þetta svæði og önnur í Noregi og því hafi verið fyllilega ljóst hvað gera skyldi. Verndarsvæði fugla norðvestur af Björgvin er talið í mikilli hættu vegna olíulekans. Segja sérfræðingar hjá norsku mengunarvörnunum að það geti tekið allt að hálft ár að hreinsa olíuna upp. Erlent Fréttir Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Talið er að um 300 tonn af olíu hafi lekið í sjóinn undan vesturströnd Noregs eftir að kýpverska flutningaskipið Server strandaði þar síðdegis í gær. Skipið brotnaði í tvennt og afturhluti þess sökk en framhlutinn var dreginn að landi. 25 menn voru í áhöfn skipsins og var öllum bjargað. Umhverfisverndarsinnar segja þetta stórslys. Skipið er skráð á Kýpur en í eigu grískrar útgerðar. Enginn farmur var um borð og skipið á leið til Múrmansk í norð-vestur Rússlandi. Vont mun hafa verið í sjóinn þegar skipið sigldi nærri Noregi en ekki þó óveður. Skipið strandaði á skerjum undan eyjunni Fedja í Hörðalandi. 25 menn voru um borð og tókst að bjarga öllum með aðstoð þyrlu. Þegar leið á kvöldið og nóttina brotnaði skipið, sem var 180 metrar að lengd, í tvennt og sökk aftari hluti þess. Framhlutinn var síðan dreginn á land. Talið er að á bilinu 250 til 300 tonn af olíu hafi farið í sjóinn en í skipinu voru á bilinu 600 til 700 tonn. Ekki er talið að olía hafi sokkið með aftari helmingi skipsins. Síðan í nótt hefur olían borist með ströndinni. Tor Christian Sletner, yfirmaður norsku strandgæslunnar, segir erfitt að segja til um nákvæmlega hve mikil olía hafi farið í sjóinn. Hann segir veður á strandstað torvelda hreinsun. Ekki sé um að kenna slökum búnaði heldur ölduhæð og sjógangi. Í þannig veðri sé erfitt að nota búnaðinn svo vel sé. Umhverfisverndarsinnar í Noregi segja að líkast til kosti það tugi milljarða norskra króna að hreinsa upp olíuna sem hafi töluverð áhrif á dýralíf á svæðinu. Mikil umferð skipa sé um svæðið þar sem skipið strandaði og telja þeir norska stjórnmálamenn hafa sofið á verðinum. Kurt Oddekalv, formaður Náttúruverndarsamtaka Noregs, segir stjórnmálamenn í Ósló hafa haldið því fram að ekki þurfi olíustöð þar sem næst stærsta olíuhöfn Evrópu sé að finna. Skip sem geti flutt hundrað þúsund tonn hafi farið framhjá landinu á síðasta sólahring og meðalbátur geti flutt 150 þúsund tonn. Dag Terje Andersen, starfandi sjávarútvegsráðherra Noregs, segir viðbragðáætlanir hafa verið til fyrir þetta svæði og önnur í Noregi og því hafi verið fyllilega ljóst hvað gera skyldi. Verndarsvæði fugla norðvestur af Björgvin er talið í mikilli hættu vegna olíulekans. Segja sérfræðingar hjá norsku mengunarvörnunum að það geti tekið allt að hálft ár að hreinsa olíuna upp.
Erlent Fréttir Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira