Suður-Afríkubúinn Grant Langston sem nýlega skipti yfir til Yamaha mun missa af næstu fjórum til sex umferðum eftir slæma byltu í æfingabúðum liðsins.
"Ég skipti í hlutlausan gír í loftinu og lenti á framdekkinu og við það fór ég fram fyrir mig og lenti á hausnum" sagði Grant Langston. Við nánari skoðun á gjörgæslu var hann útskurðaður með brotið viðbein og mjög slæma tognun á úlnlið en hann fór einmitt úr lið á þeim úlnlið á sama móti í Las Vegas í fyrra.
Langston mun fara í aðgerð á næstu dögum til að spengja saman viðbeinið en óvíst er hvað sé hægt að gera við úlnliðinn til að hraða batanum.