Erlent

Olíuvinnsla í Írak verði einkavædd

Íraska ríkisstjórnin, með aðstoð bandarískra embættismanna, er sögð vinna að setningu laga sem kveða á um að olíuvinnsla í landinu verði einkavædd. Samkvæmt breska blaðinu Independent on Sunday geta nýju lögin veitt vestrænum olíufélögum á borð við BP, Shell og Exxon einkarétt á olíuvinnslu í landinu í allt að þrjá áratugi og á þeim tíma fá þau allt að 75 prósent af ágóðanum af vinnslunni.

Þessar fréttir eru vatn á myllu þeirra sem sögðu á sínum tíma að innrásin í Írak hafi á sínum tíma verið gerð til að ná yfirráðum yfir hinum miklu olíulindum landsins en þeim ásökunum vísuðu stjórnmálamenn á borð við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands alfarið á bug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×