Viðskipti innlent

Jón Ásgeir viðskiptamaður ársins

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, FL Group og 365, er viðskiptamaður ársins að mati 20 manna dómsnefndar Markaðarins.
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, FL Group og 365, er viðskiptamaður ársins að mati 20 manna dómsnefndar Markaðarins.

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, er maður ársins 2007 í íslensku viðskiptalífi að mati tuttugu manna dómnefndar Markaðarins. Í öðru til fjórða sæti eru Björgólfur Thor Björgólfsson, Róbert Wessman og Sigurjón Þorvaldur Árnason í þessari röð.

Dómnefndin var einnig beðin um að nefna þau atriði sem stæðu upp úr í viðskiptalífinu á árinu. Atkvæðin skiptust mun jafnar þar á milli en við val á viðskiptamanni ársins. Nefndu flestir sölu fjárfestingarfélags Björgólfs Thors á búlgarska símanum BTC, velgengni Icesave, innlánsreiknings Landsbankans í Bretlandi, og hlutafjáraukningu Baugs í FL Group sem vel heppnuð viðskipti.

Flestir voru hins vegar sammála um að kaup og sala FL Group á AMR, einu stærsta flugrekstrar­félagi Bandaríkjanna, hefðu verið verstu viðskipti ársins.

Í Markaðnum er að finna fjölda greina eftir helstu forystumenn í íslensku viðskiptalífi. Sviptingar á fjármálamörkuðum eru flestum þeirra hugleiknar. Í þeim felist bæði hættur og tækifæri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×