Sigur unninn í tveggja ára slag Marel eignast Stork Food Systems 5. desember 2007 00:01 Svona lítur út boðskort Marel Food Systems á kynningarfundinn vegna kaupanna á Stork Food Systems í síðustu viku. Í kassanum var miði þar sem fram kom að forstjóri og stjórnarformaður Marels, auk forstjóra SFS, myndu kynna kaupin í höfuðstöðvum Marels í Garðabæ. Einnig var í kassanum hvít fjöður, en óvíst þó hvort hún er úr storki eða öðrum fiðurfénaði. Markaðurinn/Vilhelm Gangi eftir samruni Marel Food Systems og Stork Food Systems er orðið til stærsta fyrirtæki heims í þróun og markaðssetningu hátæknibúnaðar fyrir matvælaiðnað. Um leið er Marel komið vel fram úr áætlunum sem settar voru fram í ársbyrjun 2006 um vöxt á þremur til fimm árum. Raunar þóttu þær áætlanir félagsins nokkuð stórhuga á sínum tíma, en á kynningu vegna ársuppgjörs í febrúarbyrjun 2006 sagði Hörður Arnarson forstjóri að því stefnt að Marel þrefaldaði stærð sína á næstu árum og næði 15 til 20 prósenta markaðshlutdeild. Velta Marels árið 2005 nam 129 milljónum evra, eða tæpum 12 milljörðum króna. Á næsta ári er áætlað að velta félagsins nemi 650 milljónum evra, eða hátt í 60 milljörðum króna. Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marel Food Systems, sagði ótvírætt forskot felast í því að vera með þeim fyrstu af stað í samrunaferli því sem spáð hefur verið í dreifðum markaði fyrirtækja á sviði matvælavinnsluvéla. „Þeir sem fyrstir eru af stað geta valið sér álitlegustu félagana. Þar gilda sömu lögmál og á dansgólfinu,“ gantaðist hann á kynningarfundi vegna kaupanna á Stork Food Systems með fjárfestum og hluthöfum í síðustu viku. Samrunaferlið er það sama og Hörður Arnarson forstjóri sagði fyrirséð þegar hann kynnti í febrúar 2006 áætlanir félagsins um vöxt næstu ár. „Þar ætlum við okkur stórt hlutverk. Þessi iðnaður er 20 til 40 ára gamall og komið að kynslóðaskiptum í mjög mörgum þessara fyrirtækja,“ sagði hann og kvað stefnt á veltu upp á 400 til 500 milljónir evra eftir þrjú til fimm ár og samruna við tvö til fjögur fyrirtæki. Samrunarnir síðan þá hafa verið þrír og áætluð velta á næsta ári, eins og áður segir, 650 milljónir evra.Samþættingin þungForstjórar kynna samruna Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, og Theo Hoen, forstjóri Stork Food Systems, á kynningarfundi Marels vegna yfirtökunnar á Stork í síðustu viku. Markaðurinn/GVAFyrsta stóra skrefið í stækkunarferlinu var stigið í aprílbyrjun 2006 með kaupunum á AEW Thurne og Delford Sortaweigh fyrir um 1,7 milljarða króna af AEW Delford Group. Félögin framleiða meðal annars háhraða skurðarvélar, tæki til gátvigtunar og verðmerkingar og róbóta til pökkunar matvæla. Helstu markaðssvæði nýju félaganna voru í Bretlandi, Bandaríkjunum, Hollandi og Frakklandi.„Framvegis munu þessir fyrrverandi keppinautar Marels bera nafnið AEW Delford Systems,“ sagði Hörður eftir kaupin og kvað Marel með þessu hafa styrkt vörulínu sína í kjötiðnaði, þar sem breska félagið var hvað sterkast.Næsta stóra skref í stækkunarferli Marels var svo tekið í ágústbyrjun 2006 með kaupum á danska félaginu Scanvægt á 109,2 milljónir evra. Með viðskiptunum eignaðist Lars Grundtvig, stjórnarformaður Scanvægt, og fjölskylda hans átján prósenta hlut í Marel og varð þar þriðji stærsti hluthafi. Í tilkynningu Marels um kaupin kom fram að með þeim og kaupunum á AEW Delford hefði velta félagsins aukist um 100 prósent á árinu.Við tók nokkuð þungt samþættingarferli í rekstri samstæðunnar um leið og unnið var að því að leita fleiri kosta í ytri vexti. Í uppgjöri þriðja ársfjórðungs þessa árs sagði Hörður Arnarson forstjóri nokkur vonbrigði hversu hægt samþættingin hefði gengið en taldi ábata vegna fyrirtækjakaupa munu koma fram í næsta uppgjöri. „Innri vöxtur er lægri en við stefndum að, en í fullu samræmi við það sem gerist þegar menn eru í stórum yfirtökum,“ sagði hann, en benti um leið á að velta félagsins hefði engu síður aukist um 54 prósent milli ára. Þá hafði veik staða Bandaríkjadals haft áhrif á vaxtatölur í Bandaríkjunum, þar sem félagið gerir upp í evrum. „En í mótteknum pöntunum hefur verkefnastaðan batnað umtalsvert og er í samræmi við okkar áætlanir,“ sagði Hörður.Slagurinn um Storkkynning samruni Marel Food Systems Árni Oddur Þórðarson Hörður Arnarson Theo Hoen Stork Food SystemsFyrstu þreifingar um samruna Marels og Stork Food Systems áttu sér stað í nóvember 2005 að því er upplýst hefur verið. Mögulegur samruni félaganna komst hins vegar ekki í almenna umræðu fyrr en í október í fyrra og þá í kjölfar átaka í hluthafahópi Stork. Þar þrýstu tveir stærstu hluthafar þess tíma, fjárfestingarsjóðirnir bandarísku Centaurus og Paulson með þriðjungshlut, á um að félaginu yrði skipt upp og hliðarstarfsemi seld, en það einbeitti sér að kjarnastarfsemi sinni í flugiðnaði. Samdægurs birtust um það fréttir hér í Markaðnum og í hollenska viðskiptablaðinu Het Financieele Dagblad að við samruna Marels og matvælavinnsluvélahluta Stork gæti orðið til risi í þeim geira og að hjá Marel væri fullur hugur á slíkum samruna. Marel var á þeim tíma eitt fjögurra stærstu í geiranum, hvert um sig með um átta prósenta markaðshlutdeild. Félögin höfðu átt í nánu samstarfi í átta ár og voru augljóst sameiningarkostur vegna þess að starfssvið þeirra sköruðust ekki.Fjölmiðlar ytra höfðu nokkrum dögum fyrr fjallað um viðhorf fjárfestingarsjóðanna, en stjórn Stork setti sig upp á móti sölu. Hluthafafundur um miðjan október kaus hins vegar á þá leið að selja bæri jaðarstarfsemi frá Stork. Í Hollandi var sagt að í deilunni tækjust á köld peningahyggja bandarísku fjárfestingarsjóðanna og eldri gildi sem forstjóri Stork stæði fyrir. Forstjórinn, Sjoerd Vollebrecht, var á móti skiptingu félagsins og kvaðst hafa meiri áhuga á vexti þess, svo sem með yfirtöku á Marel.Hlutafélagalög í Hollandi eru þannig að stjórn Stork var í sjálfsvald sett hvort hún færi að vilja hluthafa og kaus að gera það ekki. LME, eignarhaldsfélag Marels, Landsbankans og Eyris Invest, sem þarna átti um átta prósenta hlut í Stork, hélt sig til hlés í deilunni. „Við erum ekkert frekar á bandi hedge-sjóðanna en stjórnarinnar. Stjórnendur Stork og Marel eru sammála um að þessi fyrirtæki séu fremst á sínu sviði og passi vel saman. Sjóðirnir vilja skerpa áherslur og að Stork einbeiti sér að grunnþættinum, flugiðnaði. Við erum sammála báðum, en erum hins vegar ekki í neinu samstarfi við sjóðina,“ sagði Árni Oddur og kvað meginástæðu þess að farið var út í kaup á hlut í Stork á sínum tíma hafa verið að tryggja áframhaldandi gott samstarf fyrirtækjanna um leið og tryggð væri aðkoma Marels ef kæmi til breytingar á eignarhaldi eða uppskiptingar hjá Stork.Í hönd fór hatrömm deila milli fjárfestingarsjóðanna og Stork. Sjóðirnir lögðu fram kæru á hendur stjórninni og blásið var til hluthafafundar þar sem lýsa átti á hana vantrausti. Stjórnin brá á það ráð að gefa út um miðjan desember 2006 sérstök hlutabréf sem heimild er fyrir í hollenskum lögum til að verjast yfirtöku. Málið endaði á borði viðskiptaráðs áfrýjunardómstóls í Amsterdam.Hinn 18. janúar 2007 kom svo úrskurður dómstólsins þar sem vopnin voru slegin úr hendi Stork og því gert að draga til baka útgáfuna. Um leið voru felldar niður vantraustsályktanir hluthafafundarins og Stork skipaðir sérlegir tilsjónarmenn og hafin rannsókn á viðskiptaháttum félagsins. Þessi þróun mála hægði mjög á öllum framgangi, enda niðurstöðu rannsóknar ekki að vænta fyrr en eftir nokkra mánuði. LME og Stork tóku aftur upp viðræður, en þó ekki nema óformlegar vegna deilunnar við bandarísku sjóðina og þannig mölluðu hlutir fram á sumar þegar enn urðu vendingar. Hinn 19. júní kom fram yfirtökutilboð frá breska fjárfestingarsjóðnum Candover upp á 47 evrur á hlut. Í millitíðinni hafði LME tekið að auka rólega við eign sína í félaginu. Nokkrum dögum fyrr flaggaði félagið 11 prósenta hlut. LME hóf að auka hratt við hlut sinn og varðist með því yfirtökunni. Þá voru aðrir hluthafar ekki uppnumdir yfir tilboðinu, töldu það heldur of lágt.Í byrjun júlí nálgaðist eign LME í Stork 20 prósent og ljóst að félagið gæti jafnvel eitt staðið á móti yfirtöku Candover, sem þurfti stuðning 80 prósenta hluthafa. Lækka mátti þó það hlutfall með heimild stjórnar Stork og því ekki unninn varnarsigur. LME jók hins vegar hlut sinn jafnt og þétt, gengi bréfa Stork var heldur yfir yfirtökutilboðinu á markaði og því enginn þrýstingur á hluthafa að taka því. Um miðjan ágúst var LME með þriðjungshlut í Stork og orðið stærsti hluthafinn. Orðaður var sá möguleiki að félagið réðist í sína eigin yfirtöku á Stork í samvinnu við aðra fjárfesta. Candover framlengdi boð sitt um hálfan mánuð í byrjun september, á sama tíma og hlutur LME í Stork var kominn í 43 prósent. Árni Oddur, sem er framkvæmdastjóri Eyris, sagði með fjárfestingunni vera sýnda langtímaskuldbindingu gagnvart Stork-samstæðunni. „Aukinn eignarhlutur er jafnframt ætlaður til að tryggja og vernda þá fjárfestingu sem þegar hefur verið lögð í félagið,“ sagði hann. Í hönd fóru þríhliða viðræður Candover, Stork og LME um lausn málsins. Um miðjan september dró Candover (eða London Acquisition, eignarhaldsfélag Candover) tilboð sitt til baka, en um leið héldu áfram viðræður félaganna. Stefnt var að niðurstöðu fyrir miðjan október, en hún skilaði sér ekki. Yfirlýsing var gefin út um að viðræður héldu áfram þar sem unnið væri að lausn öllum hagfelldum. Ljóst var orðið að markmið LME var ekki bara að tryggja samruna Marel og Stork Food Systems, heldur taldi félagið Stork álitlegan fjárfestingarkost með mikla vaxtarmöguleika.Samruni á næsta áriNiðurstaða viðræðnanna leit svo dagsins ljós 28. nóvember síðastliðinn þegar tilkynnt var um kaup Marel Food Systems á Stork Food Systems á 415 milljónir evra, nálægt 38 milljörðum íslenskra króna. Með kaupunum tvöfaldast velta og umfang Marels auk þess sem grundvöllur fyrir áframhaldandi innri vöxt og arðsemi er sagður hafa verið styrktur. Fjármögnun er sögð að fullu tryggð með sölu hlutabréfa í LME Eignarhaldsfélagi, útgáfu hlutabréfa, sem Landsbanki hefur sölutryggt, og með langtímalánsfjármögnun. Um leið var samið um þátttöku Eyris Invest og Landsbankans í yfirtöku á því sem eftir stendur af Stork með Candover.Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, var að vonum hæstánægður með áfangann. „Við erum að ná því markmiði sem við settum okkur í byrjun síðasta árs að verða eitt af leiðandi fyrirtækjunum á markaðnum. Það sem við ætluðum að gera á þremur til fimm árum gerum við á tveimur árum og göngum heldur lengra en við ætluðum,“ sagði hann í viðtali við Fréttablaðið. Samþættingarferli fyrirtækjanna hefst að fengnu samþykki samkeppnisyfirvalda fyrir kaupunum, en það telur Hörður að gæti orðið í febrúarbyrjun næstkomandi. „Sú samþætting verður mun einfaldari en í fyrri yfirtökum,“ segir hann, en vörulínur fyrirtækjanna bæta hvor aðra upp og vegna samstarfsins þekkjast menn vel. Eftir samrunann nemur markaðshlutdeild Marel og Stork Food Systems um sextán prósentum. Næsta félag á eftir er með um 10 prósenta hlutdeild.Nokkrir fyrirvara eru þó á kaupunum, en þeir snúa að því að fyrirhugað yfirtökutilboð London Acquisition N.V. um að kaupa alla hluti í Stork N.V. verði skilyrðislaust, umsögn verkamannaráðs Stork (Stork Works Council) verði jákvæð og samþykki samkeppnisyfirvalda fáist. Þar til öllum formlegum skilyrðum hefur verið fullnægt heldur hvort fyrirtæki áfram sjálfstæðum og óbreyttum rekstri. Hjá Marel telja menn ólíklegt að vandkvæði finnist á samrunanum, yfirtakan á Stork njóti stuðnings bæði stjórnar og stærstu hluthafa, verkamannaráðið horfi til þess hvort breytingin hafi slæm áhrif á verkafólkið, en þar muni ekkert breytast. Þá sé á markaði full samkeppni áfram og líkur á frekari samrunum og því ólíklegt að samkeppnisyfirvöld sjái samrunanum eitthvað til foráttu. Undir smásjánni Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Gangi eftir samruni Marel Food Systems og Stork Food Systems er orðið til stærsta fyrirtæki heims í þróun og markaðssetningu hátæknibúnaðar fyrir matvælaiðnað. Um leið er Marel komið vel fram úr áætlunum sem settar voru fram í ársbyrjun 2006 um vöxt á þremur til fimm árum. Raunar þóttu þær áætlanir félagsins nokkuð stórhuga á sínum tíma, en á kynningu vegna ársuppgjörs í febrúarbyrjun 2006 sagði Hörður Arnarson forstjóri að því stefnt að Marel þrefaldaði stærð sína á næstu árum og næði 15 til 20 prósenta markaðshlutdeild. Velta Marels árið 2005 nam 129 milljónum evra, eða tæpum 12 milljörðum króna. Á næsta ári er áætlað að velta félagsins nemi 650 milljónum evra, eða hátt í 60 milljörðum króna. Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marel Food Systems, sagði ótvírætt forskot felast í því að vera með þeim fyrstu af stað í samrunaferli því sem spáð hefur verið í dreifðum markaði fyrirtækja á sviði matvælavinnsluvéla. „Þeir sem fyrstir eru af stað geta valið sér álitlegustu félagana. Þar gilda sömu lögmál og á dansgólfinu,“ gantaðist hann á kynningarfundi vegna kaupanna á Stork Food Systems með fjárfestum og hluthöfum í síðustu viku. Samrunaferlið er það sama og Hörður Arnarson forstjóri sagði fyrirséð þegar hann kynnti í febrúar 2006 áætlanir félagsins um vöxt næstu ár. „Þar ætlum við okkur stórt hlutverk. Þessi iðnaður er 20 til 40 ára gamall og komið að kynslóðaskiptum í mjög mörgum þessara fyrirtækja,“ sagði hann og kvað stefnt á veltu upp á 400 til 500 milljónir evra eftir þrjú til fimm ár og samruna við tvö til fjögur fyrirtæki. Samrunarnir síðan þá hafa verið þrír og áætluð velta á næsta ári, eins og áður segir, 650 milljónir evra.Samþættingin þungForstjórar kynna samruna Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, og Theo Hoen, forstjóri Stork Food Systems, á kynningarfundi Marels vegna yfirtökunnar á Stork í síðustu viku. Markaðurinn/GVAFyrsta stóra skrefið í stækkunarferlinu var stigið í aprílbyrjun 2006 með kaupunum á AEW Thurne og Delford Sortaweigh fyrir um 1,7 milljarða króna af AEW Delford Group. Félögin framleiða meðal annars háhraða skurðarvélar, tæki til gátvigtunar og verðmerkingar og róbóta til pökkunar matvæla. Helstu markaðssvæði nýju félaganna voru í Bretlandi, Bandaríkjunum, Hollandi og Frakklandi.„Framvegis munu þessir fyrrverandi keppinautar Marels bera nafnið AEW Delford Systems,“ sagði Hörður eftir kaupin og kvað Marel með þessu hafa styrkt vörulínu sína í kjötiðnaði, þar sem breska félagið var hvað sterkast.Næsta stóra skref í stækkunarferli Marels var svo tekið í ágústbyrjun 2006 með kaupum á danska félaginu Scanvægt á 109,2 milljónir evra. Með viðskiptunum eignaðist Lars Grundtvig, stjórnarformaður Scanvægt, og fjölskylda hans átján prósenta hlut í Marel og varð þar þriðji stærsti hluthafi. Í tilkynningu Marels um kaupin kom fram að með þeim og kaupunum á AEW Delford hefði velta félagsins aukist um 100 prósent á árinu.Við tók nokkuð þungt samþættingarferli í rekstri samstæðunnar um leið og unnið var að því að leita fleiri kosta í ytri vexti. Í uppgjöri þriðja ársfjórðungs þessa árs sagði Hörður Arnarson forstjóri nokkur vonbrigði hversu hægt samþættingin hefði gengið en taldi ábata vegna fyrirtækjakaupa munu koma fram í næsta uppgjöri. „Innri vöxtur er lægri en við stefndum að, en í fullu samræmi við það sem gerist þegar menn eru í stórum yfirtökum,“ sagði hann, en benti um leið á að velta félagsins hefði engu síður aukist um 54 prósent milli ára. Þá hafði veik staða Bandaríkjadals haft áhrif á vaxtatölur í Bandaríkjunum, þar sem félagið gerir upp í evrum. „En í mótteknum pöntunum hefur verkefnastaðan batnað umtalsvert og er í samræmi við okkar áætlanir,“ sagði Hörður.Slagurinn um Storkkynning samruni Marel Food Systems Árni Oddur Þórðarson Hörður Arnarson Theo Hoen Stork Food SystemsFyrstu þreifingar um samruna Marels og Stork Food Systems áttu sér stað í nóvember 2005 að því er upplýst hefur verið. Mögulegur samruni félaganna komst hins vegar ekki í almenna umræðu fyrr en í október í fyrra og þá í kjölfar átaka í hluthafahópi Stork. Þar þrýstu tveir stærstu hluthafar þess tíma, fjárfestingarsjóðirnir bandarísku Centaurus og Paulson með þriðjungshlut, á um að félaginu yrði skipt upp og hliðarstarfsemi seld, en það einbeitti sér að kjarnastarfsemi sinni í flugiðnaði. Samdægurs birtust um það fréttir hér í Markaðnum og í hollenska viðskiptablaðinu Het Financieele Dagblad að við samruna Marels og matvælavinnsluvélahluta Stork gæti orðið til risi í þeim geira og að hjá Marel væri fullur hugur á slíkum samruna. Marel var á þeim tíma eitt fjögurra stærstu í geiranum, hvert um sig með um átta prósenta markaðshlutdeild. Félögin höfðu átt í nánu samstarfi í átta ár og voru augljóst sameiningarkostur vegna þess að starfssvið þeirra sköruðust ekki.Fjölmiðlar ytra höfðu nokkrum dögum fyrr fjallað um viðhorf fjárfestingarsjóðanna, en stjórn Stork setti sig upp á móti sölu. Hluthafafundur um miðjan október kaus hins vegar á þá leið að selja bæri jaðarstarfsemi frá Stork. Í Hollandi var sagt að í deilunni tækjust á köld peningahyggja bandarísku fjárfestingarsjóðanna og eldri gildi sem forstjóri Stork stæði fyrir. Forstjórinn, Sjoerd Vollebrecht, var á móti skiptingu félagsins og kvaðst hafa meiri áhuga á vexti þess, svo sem með yfirtöku á Marel.Hlutafélagalög í Hollandi eru þannig að stjórn Stork var í sjálfsvald sett hvort hún færi að vilja hluthafa og kaus að gera það ekki. LME, eignarhaldsfélag Marels, Landsbankans og Eyris Invest, sem þarna átti um átta prósenta hlut í Stork, hélt sig til hlés í deilunni. „Við erum ekkert frekar á bandi hedge-sjóðanna en stjórnarinnar. Stjórnendur Stork og Marel eru sammála um að þessi fyrirtæki séu fremst á sínu sviði og passi vel saman. Sjóðirnir vilja skerpa áherslur og að Stork einbeiti sér að grunnþættinum, flugiðnaði. Við erum sammála báðum, en erum hins vegar ekki í neinu samstarfi við sjóðina,“ sagði Árni Oddur og kvað meginástæðu þess að farið var út í kaup á hlut í Stork á sínum tíma hafa verið að tryggja áframhaldandi gott samstarf fyrirtækjanna um leið og tryggð væri aðkoma Marels ef kæmi til breytingar á eignarhaldi eða uppskiptingar hjá Stork.Í hönd fór hatrömm deila milli fjárfestingarsjóðanna og Stork. Sjóðirnir lögðu fram kæru á hendur stjórninni og blásið var til hluthafafundar þar sem lýsa átti á hana vantrausti. Stjórnin brá á það ráð að gefa út um miðjan desember 2006 sérstök hlutabréf sem heimild er fyrir í hollenskum lögum til að verjast yfirtöku. Málið endaði á borði viðskiptaráðs áfrýjunardómstóls í Amsterdam.Hinn 18. janúar 2007 kom svo úrskurður dómstólsins þar sem vopnin voru slegin úr hendi Stork og því gert að draga til baka útgáfuna. Um leið voru felldar niður vantraustsályktanir hluthafafundarins og Stork skipaðir sérlegir tilsjónarmenn og hafin rannsókn á viðskiptaháttum félagsins. Þessi þróun mála hægði mjög á öllum framgangi, enda niðurstöðu rannsóknar ekki að vænta fyrr en eftir nokkra mánuði. LME og Stork tóku aftur upp viðræður, en þó ekki nema óformlegar vegna deilunnar við bandarísku sjóðina og þannig mölluðu hlutir fram á sumar þegar enn urðu vendingar. Hinn 19. júní kom fram yfirtökutilboð frá breska fjárfestingarsjóðnum Candover upp á 47 evrur á hlut. Í millitíðinni hafði LME tekið að auka rólega við eign sína í félaginu. Nokkrum dögum fyrr flaggaði félagið 11 prósenta hlut. LME hóf að auka hratt við hlut sinn og varðist með því yfirtökunni. Þá voru aðrir hluthafar ekki uppnumdir yfir tilboðinu, töldu það heldur of lágt.Í byrjun júlí nálgaðist eign LME í Stork 20 prósent og ljóst að félagið gæti jafnvel eitt staðið á móti yfirtöku Candover, sem þurfti stuðning 80 prósenta hluthafa. Lækka mátti þó það hlutfall með heimild stjórnar Stork og því ekki unninn varnarsigur. LME jók hins vegar hlut sinn jafnt og þétt, gengi bréfa Stork var heldur yfir yfirtökutilboðinu á markaði og því enginn þrýstingur á hluthafa að taka því. Um miðjan ágúst var LME með þriðjungshlut í Stork og orðið stærsti hluthafinn. Orðaður var sá möguleiki að félagið réðist í sína eigin yfirtöku á Stork í samvinnu við aðra fjárfesta. Candover framlengdi boð sitt um hálfan mánuð í byrjun september, á sama tíma og hlutur LME í Stork var kominn í 43 prósent. Árni Oddur, sem er framkvæmdastjóri Eyris, sagði með fjárfestingunni vera sýnda langtímaskuldbindingu gagnvart Stork-samstæðunni. „Aukinn eignarhlutur er jafnframt ætlaður til að tryggja og vernda þá fjárfestingu sem þegar hefur verið lögð í félagið,“ sagði hann. Í hönd fóru þríhliða viðræður Candover, Stork og LME um lausn málsins. Um miðjan september dró Candover (eða London Acquisition, eignarhaldsfélag Candover) tilboð sitt til baka, en um leið héldu áfram viðræður félaganna. Stefnt var að niðurstöðu fyrir miðjan október, en hún skilaði sér ekki. Yfirlýsing var gefin út um að viðræður héldu áfram þar sem unnið væri að lausn öllum hagfelldum. Ljóst var orðið að markmið LME var ekki bara að tryggja samruna Marel og Stork Food Systems, heldur taldi félagið Stork álitlegan fjárfestingarkost með mikla vaxtarmöguleika.Samruni á næsta áriNiðurstaða viðræðnanna leit svo dagsins ljós 28. nóvember síðastliðinn þegar tilkynnt var um kaup Marel Food Systems á Stork Food Systems á 415 milljónir evra, nálægt 38 milljörðum íslenskra króna. Með kaupunum tvöfaldast velta og umfang Marels auk þess sem grundvöllur fyrir áframhaldandi innri vöxt og arðsemi er sagður hafa verið styrktur. Fjármögnun er sögð að fullu tryggð með sölu hlutabréfa í LME Eignarhaldsfélagi, útgáfu hlutabréfa, sem Landsbanki hefur sölutryggt, og með langtímalánsfjármögnun. Um leið var samið um þátttöku Eyris Invest og Landsbankans í yfirtöku á því sem eftir stendur af Stork með Candover.Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, var að vonum hæstánægður með áfangann. „Við erum að ná því markmiði sem við settum okkur í byrjun síðasta árs að verða eitt af leiðandi fyrirtækjunum á markaðnum. Það sem við ætluðum að gera á þremur til fimm árum gerum við á tveimur árum og göngum heldur lengra en við ætluðum,“ sagði hann í viðtali við Fréttablaðið. Samþættingarferli fyrirtækjanna hefst að fengnu samþykki samkeppnisyfirvalda fyrir kaupunum, en það telur Hörður að gæti orðið í febrúarbyrjun næstkomandi. „Sú samþætting verður mun einfaldari en í fyrri yfirtökum,“ segir hann, en vörulínur fyrirtækjanna bæta hvor aðra upp og vegna samstarfsins þekkjast menn vel. Eftir samrunann nemur markaðshlutdeild Marel og Stork Food Systems um sextán prósentum. Næsta félag á eftir er með um 10 prósenta hlutdeild.Nokkrir fyrirvara eru þó á kaupunum, en þeir snúa að því að fyrirhugað yfirtökutilboð London Acquisition N.V. um að kaupa alla hluti í Stork N.V. verði skilyrðislaust, umsögn verkamannaráðs Stork (Stork Works Council) verði jákvæð og samþykki samkeppnisyfirvalda fáist. Þar til öllum formlegum skilyrðum hefur verið fullnægt heldur hvort fyrirtæki áfram sjálfstæðum og óbreyttum rekstri. Hjá Marel telja menn ólíklegt að vandkvæði finnist á samrunanum, yfirtakan á Stork njóti stuðnings bæði stjórnar og stærstu hluthafa, verkamannaráðið horfi til þess hvort breytingin hafi slæm áhrif á verkafólkið, en þar muni ekkert breytast. Þá sé á markaði full samkeppni áfram og líkur á frekari samrunum og því ólíklegt að samkeppnisyfirvöld sjái samrunanum eitthvað til foráttu.
Undir smásjánni Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira