Askar selur lúxusíbúðir í Kína 18. október 2007 15:18 Hong Kong. Fermetraverðið í Hong Kong jafnast á við það sem gildir í miðborg Lundúna og New York. Askar Capital hefur selt lúxusíbúðir í Hong Kong eftir mikið umbreytingaferli frá því í júní í fyrra. Samkvæmt frétt Hong Kong Economic Times er söluhagnaður fasteignanna um 1,3 milljarðar íslenskra króna. Þá er ekki tekið tillit til kostnaðar við að breyta húsunum, sem var nokkur að sögn Karls Péturs Jónssonar, verkefnisstjóra hjá fasteignaráðgjöf Askar. Þetta sé eitt af fyrstu verkefnunum sem fasteignaráðgjöf Askar ljúki og ávöxtunin hafi verið umfram væntingar. Askar hafði milligöngu um fasteignakaupin fyrir hönd íslenskra fjárfesta í samstarfi við aðila í Hong Kong. Í júní 2006 voru keyptar fasteignir við Horizon Drive, sem er í öðru af tveimur dýrustu hverfum Hong Kong. Samtals voru húsin tæplega þúsund fermetrar. Úbúnar voru tvær lúxusíbúðir í tveimur húsum. Annað húsið er um 437 fermetrar og hitt um 532 fermetrar að stærð. Samanlagt nam kaupverðið um 2,2 milljörðum íslenskra króna miðað við gengisskráningu í gær. Samkvæmt þessu kostar hver fermetri á þessu svæði í Hong Kong um 2,4 milljónir króna. Til samanburðar kostaði fermetrinn í íbúð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, á Manhattan í New York um 2,3 milljónir króna og var tilefni fréttaskrifa í þarlendum blöðum. Meðalverð á fermetra í Reykjavík í sérbýli hefur verið um 250 þúsund krónur það sem af er þessu ári. Kaupandinn er heimamaður sem vill flytja inn sem fyrst samkvæmt Hong Kong Economic Times. Gengið verður frá viðskiptunum innan þrjátíu daga. Innréttingar og húsbúnaður fylgja með í kaupunum. Í fréttinni kemur fram að fáar lúxusíbúðir séu á markaðnum og því fýsilegur fjárfestingarkostur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Askar Capital hefur selt lúxusíbúðir í Hong Kong eftir mikið umbreytingaferli frá því í júní í fyrra. Samkvæmt frétt Hong Kong Economic Times er söluhagnaður fasteignanna um 1,3 milljarðar íslenskra króna. Þá er ekki tekið tillit til kostnaðar við að breyta húsunum, sem var nokkur að sögn Karls Péturs Jónssonar, verkefnisstjóra hjá fasteignaráðgjöf Askar. Þetta sé eitt af fyrstu verkefnunum sem fasteignaráðgjöf Askar ljúki og ávöxtunin hafi verið umfram væntingar. Askar hafði milligöngu um fasteignakaupin fyrir hönd íslenskra fjárfesta í samstarfi við aðila í Hong Kong. Í júní 2006 voru keyptar fasteignir við Horizon Drive, sem er í öðru af tveimur dýrustu hverfum Hong Kong. Samtals voru húsin tæplega þúsund fermetrar. Úbúnar voru tvær lúxusíbúðir í tveimur húsum. Annað húsið er um 437 fermetrar og hitt um 532 fermetrar að stærð. Samanlagt nam kaupverðið um 2,2 milljörðum íslenskra króna miðað við gengisskráningu í gær. Samkvæmt þessu kostar hver fermetri á þessu svæði í Hong Kong um 2,4 milljónir króna. Til samanburðar kostaði fermetrinn í íbúð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, á Manhattan í New York um 2,3 milljónir króna og var tilefni fréttaskrifa í þarlendum blöðum. Meðalverð á fermetra í Reykjavík í sérbýli hefur verið um 250 þúsund krónur það sem af er þessu ári. Kaupandinn er heimamaður sem vill flytja inn sem fyrst samkvæmt Hong Kong Economic Times. Gengið verður frá viðskiptunum innan þrjátíu daga. Innréttingar og húsbúnaður fylgja með í kaupunum. Í fréttinni kemur fram að fáar lúxusíbúðir séu á markaðnum og því fýsilegur fjárfestingarkostur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira