Teymi horfir til heimamarkaðar 16. október 2007 16:26 Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Teymis, og Árni Pétur Jónsson forstjóri fara yfir stöðuna eftir fyrirtækjakaup og breytingar í síðustu viku. Eins og sakir standa horfir Teymi fyrst og fremst til upplýsingatæknimarkaðar hér heima, að sögn Ólafs Þórs Jóhannessonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs félagsins. Hann segir horfur góðar í starfseminni og ánægju með viðskipti síðustu viku. Áherslur voru skerptar í starfsemi félagsins með kaupum á öllu hlutafé Landsteina Strengs og Hugar Ax síðasta fimmtudag og með sölu á 80 prósenta hlut í hlutdeildarfélaginu Hands Holding. Eftir þau viðskipti á Teymi 14,5 prósent í Hands Holding og nemur bókfært verð 101 milljón króna. Ábyrgð Teymis á skuldbindingum Hands Holding lækkaði hins vegar úr 7,5 milljörðum króna og nemur nú um 2,7 milljörðum. Ólafur segir Teymi allar götur hafa haft mjög mikinn áhuga á þeim einingum sem keyptar voru út úr Hands Holding. „Við höfum ekki verið að sinna þeirri þjónustu sem þessi fyrirtæki bjóða nema að mjög takmörkuðu leyti innan Teymis fram til þessa. Í sjálfu sér fyllum við með þessu upp í þjónustuframboð." Hina hliðina á skildingnum segir Ólafur snúa að skuldbindingum og eignarhaldi á Hands Holding. „Við höfum þar verið með tæplega 49 prósenta eignarhluta og verið í ábyrgðum fyrir skuldbindingum Hands Holding út af skiptingunni sem átti sér stað í fyrra," segir hann og vísar til þess þegar félaginu Dagsbrún var skipt upp í upplýsinga- og fjarskiptahlutann Teymi og fjölmiðlafyrirtækið 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið og Markaðinn. „Núna minnkuðu þær ábyrgðir verulega, bæði samhliða þessum viðskiptum og öðrum sem áttu sér stað innan Hands Holding, svo sem með sölunni á Opnum kerfum." Ljóst er hins vegar orðið að Teymi og Nýherji eru stóru leikendurnir á sviði upplýsingatækninnar hér. „Þess vegna var náttúrlega mjög sérstakt að tilkynningar um viðskipti félaganna skyldu lenda á sama deginum. En þetta segir okkur kannski að enn meiri vakning sé að verða fyrir upplýsingatækni og hún að ná sér á strik aftur. Það er ekki langt síðan þessi geiri fór ansi illa í netbólutalinu öllu." Ólafur segir að innan Teymis horfi menn bjartsýnir fram á veginn enda standi að félaginu fyrirtæki sem eigi sér bæði langa og farsæla sögu. „Innan upplýsingatæknigeirans eru engin vandamál og félögin okkar að gera góða hluti. Kögun hefur unnið upp tekjutapið sem varð við brotthvarf hersins og hefur verið að vaxa töluvert með veflausnum Eskils og Innn. Í EJS höldum við náttúrlega utan um gríðarlega öflugt vörumerki Dell og Skýrr er á mjög góðri leið með sína þjónustu og að skila sínu besta ári frá upphafi." Markaðir Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Eins og sakir standa horfir Teymi fyrst og fremst til upplýsingatæknimarkaðar hér heima, að sögn Ólafs Þórs Jóhannessonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs félagsins. Hann segir horfur góðar í starfseminni og ánægju með viðskipti síðustu viku. Áherslur voru skerptar í starfsemi félagsins með kaupum á öllu hlutafé Landsteina Strengs og Hugar Ax síðasta fimmtudag og með sölu á 80 prósenta hlut í hlutdeildarfélaginu Hands Holding. Eftir þau viðskipti á Teymi 14,5 prósent í Hands Holding og nemur bókfært verð 101 milljón króna. Ábyrgð Teymis á skuldbindingum Hands Holding lækkaði hins vegar úr 7,5 milljörðum króna og nemur nú um 2,7 milljörðum. Ólafur segir Teymi allar götur hafa haft mjög mikinn áhuga á þeim einingum sem keyptar voru út úr Hands Holding. „Við höfum ekki verið að sinna þeirri þjónustu sem þessi fyrirtæki bjóða nema að mjög takmörkuðu leyti innan Teymis fram til þessa. Í sjálfu sér fyllum við með þessu upp í þjónustuframboð." Hina hliðina á skildingnum segir Ólafur snúa að skuldbindingum og eignarhaldi á Hands Holding. „Við höfum þar verið með tæplega 49 prósenta eignarhluta og verið í ábyrgðum fyrir skuldbindingum Hands Holding út af skiptingunni sem átti sér stað í fyrra," segir hann og vísar til þess þegar félaginu Dagsbrún var skipt upp í upplýsinga- og fjarskiptahlutann Teymi og fjölmiðlafyrirtækið 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið og Markaðinn. „Núna minnkuðu þær ábyrgðir verulega, bæði samhliða þessum viðskiptum og öðrum sem áttu sér stað innan Hands Holding, svo sem með sölunni á Opnum kerfum." Ljóst er hins vegar orðið að Teymi og Nýherji eru stóru leikendurnir á sviði upplýsingatækninnar hér. „Þess vegna var náttúrlega mjög sérstakt að tilkynningar um viðskipti félaganna skyldu lenda á sama deginum. En þetta segir okkur kannski að enn meiri vakning sé að verða fyrir upplýsingatækni og hún að ná sér á strik aftur. Það er ekki langt síðan þessi geiri fór ansi illa í netbólutalinu öllu." Ólafur segir að innan Teymis horfi menn bjartsýnir fram á veginn enda standi að félaginu fyrirtæki sem eigi sér bæði langa og farsæla sögu. „Innan upplýsingatæknigeirans eru engin vandamál og félögin okkar að gera góða hluti. Kögun hefur unnið upp tekjutapið sem varð við brotthvarf hersins og hefur verið að vaxa töluvert með veflausnum Eskils og Innn. Í EJS höldum við náttúrlega utan um gríðarlega öflugt vörumerki Dell og Skýrr er á mjög góðri leið með sína þjónustu og að skila sínu besta ári frá upphafi."
Markaðir Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf