Dansar hipphopp í Belfast 16. október 2007 16:25 Margar frístundir Höllu fara í að æfa hipphopprútínur. Markaðurinn/Völundur Halla Guðrún Mixa, framkvæmdastjóri hönnunarsviðs auglýsingastofunnar Pipars, veit fátt skemmtilegra en að dansa hipphopp. Í þrjár vikur í mánuði býr hún í Belfast og stundar vinnu sína þaðan. Þar dansar hún líka hipphopp af miklum eldmóð, tvisvar í viku á námskeiði og daglega heima á stofugólfinu. „Það er virkilega verið að djöflast á gólfinu. Þetta er kannski ekkert sérstaklega virðulegur dans fyrir 39 ára konu. Þess vegna finnst mér þetta kannski svona ótrúlega gaman,“ segir Halla. Hipphopp er heldur ekki fyrir allar 39 ára konur. Það þýðir lítið að ætla að reyna við það, sé maður í slöku formi. „Þjálfunin í þessu er ótrúleg. Ég er alveg búin á því eftir upphitun. Þá er klukkutími og korter eftir af stífum dansi. Ég þarf að fara í ræktina á milli tíma, bara til að halda mér í formi svo að ég geti haldið út námskeiðið.“ Halla er gömul fimleikastelpa og hefur því reynsluna af því að leggja spor og rútínur á minnið. „Þrátt fyrir það er ég stundum alveg úti að aka. Ég þarf stöðugt að vera að æfa mig heima til að halda í við kennarann. Svo er svo mikill hraði í þessu.“ Hún leiddist út á braut hipphoppsins fyrir tilviljun. „Ég hafði áður prófað aðrar danstegundir, eins og salsa. En núna langaði mig að prófa eitthvað virkilega hipp og kúl. Hipphoppið lá beinast við.“ Dagsdaglega er Halla fremur snyrtileg til fara og kurteis. Hún mætir hins vegar á námskeiðin í karakter klædd víðum fötum. „Það er hallærislegt að mæta í silfursanseruðum og sætum dansbúningi á hipphoppæfingu. Fyrir utan það að maður er sífellt að stökkva upp og niður af hnjánum. Maður eyðileggur bara fínu fötin sín!“ - hhs Markaðir Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Halla Guðrún Mixa, framkvæmdastjóri hönnunarsviðs auglýsingastofunnar Pipars, veit fátt skemmtilegra en að dansa hipphopp. Í þrjár vikur í mánuði býr hún í Belfast og stundar vinnu sína þaðan. Þar dansar hún líka hipphopp af miklum eldmóð, tvisvar í viku á námskeiði og daglega heima á stofugólfinu. „Það er virkilega verið að djöflast á gólfinu. Þetta er kannski ekkert sérstaklega virðulegur dans fyrir 39 ára konu. Þess vegna finnst mér þetta kannski svona ótrúlega gaman,“ segir Halla. Hipphopp er heldur ekki fyrir allar 39 ára konur. Það þýðir lítið að ætla að reyna við það, sé maður í slöku formi. „Þjálfunin í þessu er ótrúleg. Ég er alveg búin á því eftir upphitun. Þá er klukkutími og korter eftir af stífum dansi. Ég þarf að fara í ræktina á milli tíma, bara til að halda mér í formi svo að ég geti haldið út námskeiðið.“ Halla er gömul fimleikastelpa og hefur því reynsluna af því að leggja spor og rútínur á minnið. „Þrátt fyrir það er ég stundum alveg úti að aka. Ég þarf stöðugt að vera að æfa mig heima til að halda í við kennarann. Svo er svo mikill hraði í þessu.“ Hún leiddist út á braut hipphoppsins fyrir tilviljun. „Ég hafði áður prófað aðrar danstegundir, eins og salsa. En núna langaði mig að prófa eitthvað virkilega hipp og kúl. Hipphoppið lá beinast við.“ Dagsdaglega er Halla fremur snyrtileg til fara og kurteis. Hún mætir hins vegar á námskeiðin í karakter klædd víðum fötum. „Það er hallærislegt að mæta í silfursanseruðum og sætum dansbúningi á hipphoppæfingu. Fyrir utan það að maður er sífellt að stökkva upp og niður af hnjánum. Maður eyðileggur bara fínu fötin sín!“ - hhs
Markaðir Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira