Þrjár stoðir í FL Group eiga að skerpa áherslur í fjárfestingum 10. október 2007 00:01 Í Bafta Auditorium í miðborg Lundúna Við háborðið má sjá Hannes Smárason forstjóra, Jón Sigurðsson, Örvar Kærnested og Benedikt Gíslason. Mynd/FL Group 160 manns sóttu fjárfestadag FL Group í Lundúnum. Kynnt var nýtt skipurit og stefna. Starfsmönnum hefur fjölgað úr fimm í tæp 40 á einu ári. FL Group á auðseljanlegar eignir sem standa undir skuldbindingum félagsins til næstu 24 mánaða. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, á Capital Markets Day fjárfestakynningu í Lundúnum fyrir helgi. Á fundinum var kynnt nýtt skipurit og skipulag félagsins, auk þess sem nánari grein var gerð fyrir fjárfestingastefnu þess. Hannes fór yfir mikinn vöxt FL Group síðustu ár og kvað komið að þeim tímapunkti að straumlínulaga hefði þurft skipulag félagsins. Framkvæmdastjórn FL Group samanstendur nú af forstjóra, aðstoðarforstjóra og fimm framkvæmdastjórum. „Tekjusvið félagsins eru þrjú og njóta þau hvert nokkurs sjálfstæðis og bera ábyrgð á eigin fjárfestingum,“ sagði Hannes og bætti við að skipulag sem þetta myndi gera starfsemi félagsins markvissari og styrkja tekjugrunn. Jón Sigurðsson aðstoðarforstjóri er yfir svokölluðu Financial Institution Group (FIG) sviði, en undir það falla fjárfestingar í fjármálafyrirtækjum. Örvar Kærnested, stýrir einkafjárfestingum, eða Private Equity, en þar er sinnt skuldsettum yfirtökum, fjárfestingum í óskráðum félögum og skráningum á markaði. Þá er Benedikt Gíslason framkvæmdastjóri Capital Markets, en þar undir fellur meðal annars veltubók hlutabréfa, skuldabréfa og gjaldmiðla og afleiðugerningar fyrir samstæðuna. Þá sagði Hannes að innan sviðsins kæmi til greina stofnun vogunarsjóðs (Hedge Fund), mögulega með þátttöku annarra fjárfesta. Enn er þó unnið að útfærslu slíkra hugmynda og því ekki niðurneglt hve stór slíkur sjóður gæti orðið. Aðrir framkvæmdastjórar FL Group eru Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, Halldór Kristmannsson framkvæmdastjóri samskiptasviðs, og Bernhard Bogason, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs. Fundur FL Group í Lundúnum var vel sóttur af fjárfestum, greinendum og öðrum markaðsaðilum. Alls sóttu fundinn um 160 manns. Blaðamaður Markaðarins sótti fundinn í boði FL Group. Markaðir Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira
160 manns sóttu fjárfestadag FL Group í Lundúnum. Kynnt var nýtt skipurit og stefna. Starfsmönnum hefur fjölgað úr fimm í tæp 40 á einu ári. FL Group á auðseljanlegar eignir sem standa undir skuldbindingum félagsins til næstu 24 mánaða. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, á Capital Markets Day fjárfestakynningu í Lundúnum fyrir helgi. Á fundinum var kynnt nýtt skipurit og skipulag félagsins, auk þess sem nánari grein var gerð fyrir fjárfestingastefnu þess. Hannes fór yfir mikinn vöxt FL Group síðustu ár og kvað komið að þeim tímapunkti að straumlínulaga hefði þurft skipulag félagsins. Framkvæmdastjórn FL Group samanstendur nú af forstjóra, aðstoðarforstjóra og fimm framkvæmdastjórum. „Tekjusvið félagsins eru þrjú og njóta þau hvert nokkurs sjálfstæðis og bera ábyrgð á eigin fjárfestingum,“ sagði Hannes og bætti við að skipulag sem þetta myndi gera starfsemi félagsins markvissari og styrkja tekjugrunn. Jón Sigurðsson aðstoðarforstjóri er yfir svokölluðu Financial Institution Group (FIG) sviði, en undir það falla fjárfestingar í fjármálafyrirtækjum. Örvar Kærnested, stýrir einkafjárfestingum, eða Private Equity, en þar er sinnt skuldsettum yfirtökum, fjárfestingum í óskráðum félögum og skráningum á markaði. Þá er Benedikt Gíslason framkvæmdastjóri Capital Markets, en þar undir fellur meðal annars veltubók hlutabréfa, skuldabréfa og gjaldmiðla og afleiðugerningar fyrir samstæðuna. Þá sagði Hannes að innan sviðsins kæmi til greina stofnun vogunarsjóðs (Hedge Fund), mögulega með þátttöku annarra fjárfesta. Enn er þó unnið að útfærslu slíkra hugmynda og því ekki niðurneglt hve stór slíkur sjóður gæti orðið. Aðrir framkvæmdastjórar FL Group eru Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, Halldór Kristmannsson framkvæmdastjóri samskiptasviðs, og Bernhard Bogason, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs. Fundur FL Group í Lundúnum var vel sóttur af fjárfestum, greinendum og öðrum markaðsaðilum. Alls sóttu fundinn um 160 manns. Blaðamaður Markaðarins sótti fundinn í boði FL Group.
Markaðir Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira