Vonbrigði 21. september 2007 09:01 Nick Leeson. Nick Leeson hélt erindi á morgunverðarfundi á vegum Icebank og Háskólans í Reykjavík í gærmorgun. Leeson er þekktur fyrir það eitt að vera verðbréfamiðlarinn fyrrverandi sem setti Baringsbanka, viðskiptabanka Englandsdrottningar, á hausinn með harla vafasömum gjaldeyrisviðskiptum árið 1995. Leeson var eðlilega fullur eftirsjár enda gjaldþrotið eitt það stærsta í bankaheiminum. Réttvísin dæmdi Leeson til sex ára fangelsisvistar vegna málsins. Hann skrifaði bók um málið innan fangelsisveggja og var hún kvikmynduð með skoska hjartaknúsarann Ewan McGregor í hlutverki Leeson árið 1999. Nick sagði margar konur vafalítið verða fyrir vonbrigðum á fundinum því hann væri fjarri því að vera jafn mikill sjarmör og McGregor.Konan spilar í lottóinuLeeson sat inni í fjögur og hálft ár af sex vegna brotanna. Þar á ofan hlaut hann sekt upp á milljónir punda. Leeson hefur í sig og á sem framkvæmdastjóri írska knattspyrnufélagsins Galway United og með því að ferðast um heiminn og flytja erindi um sögu sína innan bankaheimsins, ekki síst hjá Baringsbanka.Um forvarnarspjall er að ræða þar sem hann talar um hætturnar sem bankar í miklum vexti standa frammi fyrir og þær aðgerðir sem grípa þarf til svo gjaldþrotasagan endurtaki sig ekki. Leeson sagðist mega eiga bankabók og lifa sem eðlilegustu lífi í kjölfar gjaldþrotsins. Hann stundar sömuleiðis verðbréfaviðskipti, en í mjög litlum mæli. Ekki stefnir hins vegar í að hann geti nokkru sinni greitt skuldina. „En konan mín spilar í lottóinu," sagði Nick Leeson. Markaðir Viðskipti Mest lesið Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Anna Rut nýr aðstoðarforstjóri Kviku Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna Rut nýr aðstoðarforstjóri Kviku Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Nick Leeson hélt erindi á morgunverðarfundi á vegum Icebank og Háskólans í Reykjavík í gærmorgun. Leeson er þekktur fyrir það eitt að vera verðbréfamiðlarinn fyrrverandi sem setti Baringsbanka, viðskiptabanka Englandsdrottningar, á hausinn með harla vafasömum gjaldeyrisviðskiptum árið 1995. Leeson var eðlilega fullur eftirsjár enda gjaldþrotið eitt það stærsta í bankaheiminum. Réttvísin dæmdi Leeson til sex ára fangelsisvistar vegna málsins. Hann skrifaði bók um málið innan fangelsisveggja og var hún kvikmynduð með skoska hjartaknúsarann Ewan McGregor í hlutverki Leeson árið 1999. Nick sagði margar konur vafalítið verða fyrir vonbrigðum á fundinum því hann væri fjarri því að vera jafn mikill sjarmör og McGregor.Konan spilar í lottóinuLeeson sat inni í fjögur og hálft ár af sex vegna brotanna. Þar á ofan hlaut hann sekt upp á milljónir punda. Leeson hefur í sig og á sem framkvæmdastjóri írska knattspyrnufélagsins Galway United og með því að ferðast um heiminn og flytja erindi um sögu sína innan bankaheimsins, ekki síst hjá Baringsbanka.Um forvarnarspjall er að ræða þar sem hann talar um hætturnar sem bankar í miklum vexti standa frammi fyrir og þær aðgerðir sem grípa þarf til svo gjaldþrotasagan endurtaki sig ekki. Leeson sagðist mega eiga bankabók og lifa sem eðlilegustu lífi í kjölfar gjaldþrotsins. Hann stundar sömuleiðis verðbréfaviðskipti, en í mjög litlum mæli. Ekki stefnir hins vegar í að hann geti nokkru sinni greitt skuldina. „En konan mín spilar í lottóinu," sagði Nick Leeson.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Anna Rut nýr aðstoðarforstjóri Kviku Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna Rut nýr aðstoðarforstjóri Kviku Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira