Í þágu unga fólksins og byggðanna Einar K. Guðfinnsson skrifar 18. september 2007 00:01 Það er rangt sem stundum er reynt að halda fram að sjávarútvegur og landbúnaður séu fyrst og fremst höfuðatvinnugreinar fortíðarinnar. Þessar atvinnugreinar verða um ókomin ár burðarásar í íslensku atvinnulífi, ekki síst á landsbyggðinni. Sannarlega eru margs konar breytingar að eiga sér stað í efnahagsumhverfi okkar. Við þekkjum ævintýralegan vöxt nýrra atvinnugreina sem hafa ekki síst sótt tekjur sínar og styrk til erlendrar starfsemi sem hefur flutt hingað mikinn auð og efnahagsleg áhrif. Það breytir því þó ekki að enn sem fyrr verður hlutur sjávarútvegs og landbúnaðar afgerandi í þjóðarbúinu í heild og á landsbyggðinni alveg sérstaklega. Á hinn bóginn er alveg ljóst mál að þessar atvinnugreinar standa núna frammi fyrir mjög miklum breytingum. Einkanlega vegna þess að sú þróun sem hefur orðið í okkar efnahagslega umhverfi kallar á þessar breytingar. Sjávarútvegur jafnt og landbúnaður þurfa á öllu sínu að halda til að standast samkeppni við aðrar atvinnugreinar í landinu. Jafnframt verða þessar atvinnugreinar lykilþáttur í byggðaþróuninni af þeirri einföldu ástæðu að sú starfsemi sem þar fer fram, er að langmestu leyti á landsbyggðinni. Stærðarhagkvæmnin í þessum greinum er mikil. Við sjáum þróun í landbúnaði sem markast af þessu. Það tekur til nánast allra búgreinanna. Ekki bara mjólkur- og sauðfjárframleiðslu þar sem þetta eru alþekktar staðreyndir. Heldur einnig í öðrum búgreinum, hvort sem við tölum um garðyrkjubúskap eða loðdýr, svo dæmi séu tekin. Tæknin og afkastaaukningin leiðir þetta af sér og er drifið áfram af hagræðingarkröfu og eðlilegri sókn í bætt lífskjör. Sama á við í sjávarútvegi. Þar er framleiðniaukningin mikil og fer vaxandi. Við getum ekki slegið af í þeim efnum. Þessi þróun lýtur lögmálum hagræðingar og kröfunnar sem uppi er í þjóðfélaginu um stöðugt meiri verðmætasköpun og lægri tilkostnað til að standa undir bættum lífskjörum sem almenningur gerir réttmæta kröfu til. Og ef við ætlum að eiga möguleika til þess að takast á við samkeppnina í okkar þjóðfélagi þá verða sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn að geta lagt af mörkum sambærileg lífskjör. Ella flýr fólkið þessar atvinnugreinar, unga fólkið hefur ekki áhuga á að hasla sér þar völl og við verðum einfaldlega undir.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er rangt sem stundum er reynt að halda fram að sjávarútvegur og landbúnaður séu fyrst og fremst höfuðatvinnugreinar fortíðarinnar. Þessar atvinnugreinar verða um ókomin ár burðarásar í íslensku atvinnulífi, ekki síst á landsbyggðinni. Sannarlega eru margs konar breytingar að eiga sér stað í efnahagsumhverfi okkar. Við þekkjum ævintýralegan vöxt nýrra atvinnugreina sem hafa ekki síst sótt tekjur sínar og styrk til erlendrar starfsemi sem hefur flutt hingað mikinn auð og efnahagsleg áhrif. Það breytir því þó ekki að enn sem fyrr verður hlutur sjávarútvegs og landbúnaðar afgerandi í þjóðarbúinu í heild og á landsbyggðinni alveg sérstaklega. Á hinn bóginn er alveg ljóst mál að þessar atvinnugreinar standa núna frammi fyrir mjög miklum breytingum. Einkanlega vegna þess að sú þróun sem hefur orðið í okkar efnahagslega umhverfi kallar á þessar breytingar. Sjávarútvegur jafnt og landbúnaður þurfa á öllu sínu að halda til að standast samkeppni við aðrar atvinnugreinar í landinu. Jafnframt verða þessar atvinnugreinar lykilþáttur í byggðaþróuninni af þeirri einföldu ástæðu að sú starfsemi sem þar fer fram, er að langmestu leyti á landsbyggðinni. Stærðarhagkvæmnin í þessum greinum er mikil. Við sjáum þróun í landbúnaði sem markast af þessu. Það tekur til nánast allra búgreinanna. Ekki bara mjólkur- og sauðfjárframleiðslu þar sem þetta eru alþekktar staðreyndir. Heldur einnig í öðrum búgreinum, hvort sem við tölum um garðyrkjubúskap eða loðdýr, svo dæmi séu tekin. Tæknin og afkastaaukningin leiðir þetta af sér og er drifið áfram af hagræðingarkröfu og eðlilegri sókn í bætt lífskjör. Sama á við í sjávarútvegi. Þar er framleiðniaukningin mikil og fer vaxandi. Við getum ekki slegið af í þeim efnum. Þessi þróun lýtur lögmálum hagræðingar og kröfunnar sem uppi er í þjóðfélaginu um stöðugt meiri verðmætasköpun og lægri tilkostnað til að standa undir bættum lífskjörum sem almenningur gerir réttmæta kröfu til. Og ef við ætlum að eiga möguleika til þess að takast á við samkeppnina í okkar þjóðfélagi þá verða sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn að geta lagt af mörkum sambærileg lífskjör. Ella flýr fólkið þessar atvinnugreinar, unga fólkið hefur ekki áhuga á að hasla sér þar völl og við verðum einfaldlega undir.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarherra.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun