Í þágu unga fólksins og byggðanna Einar K. Guðfinnsson skrifar 18. september 2007 00:01 Það er rangt sem stundum er reynt að halda fram að sjávarútvegur og landbúnaður séu fyrst og fremst höfuðatvinnugreinar fortíðarinnar. Þessar atvinnugreinar verða um ókomin ár burðarásar í íslensku atvinnulífi, ekki síst á landsbyggðinni. Sannarlega eru margs konar breytingar að eiga sér stað í efnahagsumhverfi okkar. Við þekkjum ævintýralegan vöxt nýrra atvinnugreina sem hafa ekki síst sótt tekjur sínar og styrk til erlendrar starfsemi sem hefur flutt hingað mikinn auð og efnahagsleg áhrif. Það breytir því þó ekki að enn sem fyrr verður hlutur sjávarútvegs og landbúnaðar afgerandi í þjóðarbúinu í heild og á landsbyggðinni alveg sérstaklega. Á hinn bóginn er alveg ljóst mál að þessar atvinnugreinar standa núna frammi fyrir mjög miklum breytingum. Einkanlega vegna þess að sú þróun sem hefur orðið í okkar efnahagslega umhverfi kallar á þessar breytingar. Sjávarútvegur jafnt og landbúnaður þurfa á öllu sínu að halda til að standast samkeppni við aðrar atvinnugreinar í landinu. Jafnframt verða þessar atvinnugreinar lykilþáttur í byggðaþróuninni af þeirri einföldu ástæðu að sú starfsemi sem þar fer fram, er að langmestu leyti á landsbyggðinni. Stærðarhagkvæmnin í þessum greinum er mikil. Við sjáum þróun í landbúnaði sem markast af þessu. Það tekur til nánast allra búgreinanna. Ekki bara mjólkur- og sauðfjárframleiðslu þar sem þetta eru alþekktar staðreyndir. Heldur einnig í öðrum búgreinum, hvort sem við tölum um garðyrkjubúskap eða loðdýr, svo dæmi séu tekin. Tæknin og afkastaaukningin leiðir þetta af sér og er drifið áfram af hagræðingarkröfu og eðlilegri sókn í bætt lífskjör. Sama á við í sjávarútvegi. Þar er framleiðniaukningin mikil og fer vaxandi. Við getum ekki slegið af í þeim efnum. Þessi þróun lýtur lögmálum hagræðingar og kröfunnar sem uppi er í þjóðfélaginu um stöðugt meiri verðmætasköpun og lægri tilkostnað til að standa undir bættum lífskjörum sem almenningur gerir réttmæta kröfu til. Og ef við ætlum að eiga möguleika til þess að takast á við samkeppnina í okkar þjóðfélagi þá verða sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn að geta lagt af mörkum sambærileg lífskjör. Ella flýr fólkið þessar atvinnugreinar, unga fólkið hefur ekki áhuga á að hasla sér þar völl og við verðum einfaldlega undir.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er rangt sem stundum er reynt að halda fram að sjávarútvegur og landbúnaður séu fyrst og fremst höfuðatvinnugreinar fortíðarinnar. Þessar atvinnugreinar verða um ókomin ár burðarásar í íslensku atvinnulífi, ekki síst á landsbyggðinni. Sannarlega eru margs konar breytingar að eiga sér stað í efnahagsumhverfi okkar. Við þekkjum ævintýralegan vöxt nýrra atvinnugreina sem hafa ekki síst sótt tekjur sínar og styrk til erlendrar starfsemi sem hefur flutt hingað mikinn auð og efnahagsleg áhrif. Það breytir því þó ekki að enn sem fyrr verður hlutur sjávarútvegs og landbúnaðar afgerandi í þjóðarbúinu í heild og á landsbyggðinni alveg sérstaklega. Á hinn bóginn er alveg ljóst mál að þessar atvinnugreinar standa núna frammi fyrir mjög miklum breytingum. Einkanlega vegna þess að sú þróun sem hefur orðið í okkar efnahagslega umhverfi kallar á þessar breytingar. Sjávarútvegur jafnt og landbúnaður þurfa á öllu sínu að halda til að standast samkeppni við aðrar atvinnugreinar í landinu. Jafnframt verða þessar atvinnugreinar lykilþáttur í byggðaþróuninni af þeirri einföldu ástæðu að sú starfsemi sem þar fer fram, er að langmestu leyti á landsbyggðinni. Stærðarhagkvæmnin í þessum greinum er mikil. Við sjáum þróun í landbúnaði sem markast af þessu. Það tekur til nánast allra búgreinanna. Ekki bara mjólkur- og sauðfjárframleiðslu þar sem þetta eru alþekktar staðreyndir. Heldur einnig í öðrum búgreinum, hvort sem við tölum um garðyrkjubúskap eða loðdýr, svo dæmi séu tekin. Tæknin og afkastaaukningin leiðir þetta af sér og er drifið áfram af hagræðingarkröfu og eðlilegri sókn í bætt lífskjör. Sama á við í sjávarútvegi. Þar er framleiðniaukningin mikil og fer vaxandi. Við getum ekki slegið af í þeim efnum. Þessi þróun lýtur lögmálum hagræðingar og kröfunnar sem uppi er í þjóðfélaginu um stöðugt meiri verðmætasköpun og lægri tilkostnað til að standa undir bættum lífskjörum sem almenningur gerir réttmæta kröfu til. Og ef við ætlum að eiga möguleika til þess að takast á við samkeppnina í okkar þjóðfélagi þá verða sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn að geta lagt af mörkum sambærileg lífskjör. Ella flýr fólkið þessar atvinnugreinar, unga fólkið hefur ekki áhuga á að hasla sér þar völl og við verðum einfaldlega undir.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarherra.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun