Lagabreytingar nauðsynlegar 5. september 2007 00:01 Hildur Dungal forstjóri Útlending-astofnunar MYND/GVA Með aukinni alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja hefur gríðarleg breyting orðið á eðli viðskiptavinahópar Útlendingastofnunar. Umsóknum frá fyrirtækjum sem þurfa á erlendum sérfræðingum að halda hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Útlendingar utan Evrópska efnahagssvæðisins þurfa að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi og uppfylla tölverðar skjalakröfur. Afgreiðslutíminn hjá Útlendingastofnun er yfirleitt þrír mánuðir að lágmarki. Ferlið við að ráða erlendan sérfræðing getur því tekið fyrirtæki rúmlega fimm mánuði, að allri skjalavinnu meðtalinni. „Þegar fyrirtæki skortir sérfræðing er þolinmæðin nánast engin,“ segir Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar. „Þetta er mjög skiljanlegt enda geta fyrirtæki auðveldlega misst þann sérfræðing sem þau þurfa á meðan þau bíða eftir afgreiðslu atvinnu- og dvalarleyfis.“ Útlendingastofnun hefur reynt að koma til móts við fyrirtæki sem þarfnast erlendra sérfræðinga. Hún hefur þó takmörkuð úrræði til að bregðast við breyttum kröfum. „Til þess að geta brugðist sem best við þarf lagabreytingar. Við fáum sautján þúsund umsóknir um dvalarleyfi á ári og það er ekkert í lögunum sem segir að sérfræðingar eigi að fá forgang á aðra. Eini forgangurinn sem er í gildi er fyrir EES-borgara.“ Hildur segir að umsóknum erlendra sérfræðinga hafi fjölgað verulega frá síðasta ári. Ástandið sem nú ríkir sé því nýtt, ekki bara fyrir stjórnsýsluna heldur ekki síður fyrir atvinnulífið. Allir séu að feta sig áfram á ótroðnum slóðum. „Það er greinilegt að þarfir atvinnulífsins eru að breytast. Það er ekki svo langt síðan útlendingar voru fengnir til starfa því fleiri hendur skorti til að vinna ákveðið verk. Nú er verið að krækja í hugvit sem ekki fæst hér á landi.“ Á undanförnum árum hafa mörg Evrópulönd brugðist við samkeppninni um hugvit með því að gera breytingar á útlendingalögum. Það er stefna stjórnvalda í þessum löndum að laða hugvit til landsins. Bretar eru til að mynda búnir að taka í gegn allt ferlið í útlendingamálum. Norðurlöndin hafa sett ákveðin viðmið í launum. Ef fólk hefur laun yfir ákveðnu marki getur það nokkuð auðveldlega komið þangað til að vinna. Víða hefur líka verið komið upp kerfi þar sem sérfræðingum, sem geta sýnt fram á að þeir búi yfir sérstakri þekkingu, er gert kleift að koma til annarra landa án þess að vera komnir með atvinnuleyfi fyrir fram. Hildur segir hugsunina hér allt of lengi hafa snúist um að skapa hagkvæmt skattaumhverfi til að mæta breyttum þörfum atvinnulífsins. Hins vegar hafi sýnt sig að það sé ekki nóg. „Við megum ekki gleyma að það eru fleiri stjórntæki til í stjórnsýslunni sem geta stutt við svona stefnu.“ Hildur nefnir að aðkoma stofnana hjá stjórnsýslunni í útlendingamálum hafi verið sú sama í fjölda ára. „Núverandi skipulag dugði þegar til landsins voru að koma upp í hundrað einstaklingar á ári. En ekki lengur. Aðkoma mismunandi stjórnvalda tekur mið af veruleika sem er ekki til staðar lengur,“ segir Hildur. Hún telur að almennt séu ráðherrar opnir fyrir breytingum, enda séu þessi mál farin að snerta mun fleiri ráðuneyti en þau gerðu áður. Þetta sé ekki lengur málaflokkur eins ráðuneytis heldur hagsmunamál flestra. Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
Með aukinni alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja hefur gríðarleg breyting orðið á eðli viðskiptavinahópar Útlendingastofnunar. Umsóknum frá fyrirtækjum sem þurfa á erlendum sérfræðingum að halda hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Útlendingar utan Evrópska efnahagssvæðisins þurfa að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi og uppfylla tölverðar skjalakröfur. Afgreiðslutíminn hjá Útlendingastofnun er yfirleitt þrír mánuðir að lágmarki. Ferlið við að ráða erlendan sérfræðing getur því tekið fyrirtæki rúmlega fimm mánuði, að allri skjalavinnu meðtalinni. „Þegar fyrirtæki skortir sérfræðing er þolinmæðin nánast engin,“ segir Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar. „Þetta er mjög skiljanlegt enda geta fyrirtæki auðveldlega misst þann sérfræðing sem þau þurfa á meðan þau bíða eftir afgreiðslu atvinnu- og dvalarleyfis.“ Útlendingastofnun hefur reynt að koma til móts við fyrirtæki sem þarfnast erlendra sérfræðinga. Hún hefur þó takmörkuð úrræði til að bregðast við breyttum kröfum. „Til þess að geta brugðist sem best við þarf lagabreytingar. Við fáum sautján þúsund umsóknir um dvalarleyfi á ári og það er ekkert í lögunum sem segir að sérfræðingar eigi að fá forgang á aðra. Eini forgangurinn sem er í gildi er fyrir EES-borgara.“ Hildur segir að umsóknum erlendra sérfræðinga hafi fjölgað verulega frá síðasta ári. Ástandið sem nú ríkir sé því nýtt, ekki bara fyrir stjórnsýsluna heldur ekki síður fyrir atvinnulífið. Allir séu að feta sig áfram á ótroðnum slóðum. „Það er greinilegt að þarfir atvinnulífsins eru að breytast. Það er ekki svo langt síðan útlendingar voru fengnir til starfa því fleiri hendur skorti til að vinna ákveðið verk. Nú er verið að krækja í hugvit sem ekki fæst hér á landi.“ Á undanförnum árum hafa mörg Evrópulönd brugðist við samkeppninni um hugvit með því að gera breytingar á útlendingalögum. Það er stefna stjórnvalda í þessum löndum að laða hugvit til landsins. Bretar eru til að mynda búnir að taka í gegn allt ferlið í útlendingamálum. Norðurlöndin hafa sett ákveðin viðmið í launum. Ef fólk hefur laun yfir ákveðnu marki getur það nokkuð auðveldlega komið þangað til að vinna. Víða hefur líka verið komið upp kerfi þar sem sérfræðingum, sem geta sýnt fram á að þeir búi yfir sérstakri þekkingu, er gert kleift að koma til annarra landa án þess að vera komnir með atvinnuleyfi fyrir fram. Hildur segir hugsunina hér allt of lengi hafa snúist um að skapa hagkvæmt skattaumhverfi til að mæta breyttum þörfum atvinnulífsins. Hins vegar hafi sýnt sig að það sé ekki nóg. „Við megum ekki gleyma að það eru fleiri stjórntæki til í stjórnsýslunni sem geta stutt við svona stefnu.“ Hildur nefnir að aðkoma stofnana hjá stjórnsýslunni í útlendingamálum hafi verið sú sama í fjölda ára. „Núverandi skipulag dugði þegar til landsins voru að koma upp í hundrað einstaklingar á ári. En ekki lengur. Aðkoma mismunandi stjórnvalda tekur mið af veruleika sem er ekki til staðar lengur,“ segir Hildur. Hún telur að almennt séu ráðherrar opnir fyrir breytingum, enda séu þessi mál farin að snerta mun fleiri ráðuneyti en þau gerðu áður. Þetta sé ekki lengur málaflokkur eins ráðuneytis heldur hagsmunamál flestra.
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira