Lesið í garnir markaðar 5. september 2007 00:01 Maður væri nú sennilega ekki að fást við það sem maður fæst við, ef ekki væri vegna þess að maður er vel læs á atburði líðandi stunda og auk þess spámannlega vaxinn. Haustið er tími uppskerunnar og þó að kvartöflubændur horfi stúrnir á fallin grösin, þá stend ég keikur eftir sumarið. Miklar sveiflur eins og í sumar eru draumur í dós hjá þeim sem kunna að lesa rétt í þær. Nú er hins vegar sláturtíð og því vert að kíkja í kindagarnirnar og spá fyrir veturinn. Ég er viss um að það fer að draga til tíðinda í hluthafahópi TM, en ég reyndar spáði Gnúpi þar inn fyrir nokkru. FL Group og Gnúpur eru skammt undan í hræringunum þar. Ég held að Marel muni kaupa matvælahluta Stork. Mér sýnist að þar á bæ hafi verið unnið afar markvisst og skynsamlega, sem ég held að skili sér í fullnaðarsigri. Icelandair er komið með nýjan leiðtoga. Það tóku reyndar afar fáir eftir því að Karl Wernersson er skyndilega orðinn lykilmaðurinn í því fyrirtæki. Hann mun taka á rekstrinum þar og líklegt að breytingar verði í yfirstjórn fyrirtækisins. Landsbankinn mun kaupa írska bankann fljótlega og halda áfram að stækka. Ég sé líka Hreiðar Má í „lederhosen“ og með Týrólahatt. Ég held að það tákni innlánabanka í Austurríki eða Þýskalandi. Ekki neinn risa, en enn eitt skref á nýjan og spennandi markað. Eitthvað fleira? Jú, ég sé hraða og spennu í Actavis, þar er ungur maður á mótorhjóli, en ég sé ekki hvort hann er að koma eða fara. Annars býst ég við að það snjói eitthvað í vetur og jólin verði í desember. Svo bíð ég bara eftir að taka við af völvu Vikunnar. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Maður væri nú sennilega ekki að fást við það sem maður fæst við, ef ekki væri vegna þess að maður er vel læs á atburði líðandi stunda og auk þess spámannlega vaxinn. Haustið er tími uppskerunnar og þó að kvartöflubændur horfi stúrnir á fallin grösin, þá stend ég keikur eftir sumarið. Miklar sveiflur eins og í sumar eru draumur í dós hjá þeim sem kunna að lesa rétt í þær. Nú er hins vegar sláturtíð og því vert að kíkja í kindagarnirnar og spá fyrir veturinn. Ég er viss um að það fer að draga til tíðinda í hluthafahópi TM, en ég reyndar spáði Gnúpi þar inn fyrir nokkru. FL Group og Gnúpur eru skammt undan í hræringunum þar. Ég held að Marel muni kaupa matvælahluta Stork. Mér sýnist að þar á bæ hafi verið unnið afar markvisst og skynsamlega, sem ég held að skili sér í fullnaðarsigri. Icelandair er komið með nýjan leiðtoga. Það tóku reyndar afar fáir eftir því að Karl Wernersson er skyndilega orðinn lykilmaðurinn í því fyrirtæki. Hann mun taka á rekstrinum þar og líklegt að breytingar verði í yfirstjórn fyrirtækisins. Landsbankinn mun kaupa írska bankann fljótlega og halda áfram að stækka. Ég sé líka Hreiðar Má í „lederhosen“ og með Týrólahatt. Ég held að það tákni innlánabanka í Austurríki eða Þýskalandi. Ekki neinn risa, en enn eitt skref á nýjan og spennandi markað. Eitthvað fleira? Jú, ég sé hraða og spennu í Actavis, þar er ungur maður á mótorhjóli, en ég sé ekki hvort hann er að koma eða fara. Annars býst ég við að það snjói eitthvað í vetur og jólin verði í desember. Svo bíð ég bara eftir að taka við af völvu Vikunnar. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira