Viðskipti innlent

Litlu fjárfestarnir

Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík hefur löngum þótt helsti viðkomustaður flotta fólksins. Búningsklefinn í Laugum sem veitir aðgang að baðstofunni þykir flottastur.

Aðgangsmiðinn er alla jafna þrisvar sinnum dýrari en í svokallaðan almenning og vart á færi annarra en hátekjumanna. Upp á síðkastið hefur hins vegar borið á því að næsta óþekktir einstaklingar hafa sést ganga inn í fína klefann. Talið er að þarna séu á ferðinni litlu fjárfestarnir sem hafi nýtt sér niðursveiflu á hlutabréfamörkuðum og komið ferskir inn í hluthafahóp ýmissa félaga. Ólyginn segir þá hafa tekið brosandi upp greiðslukortið enda hafi margir þegar tekið í huganum inn stórgróða á framreiknuðu gengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×