Tækifæri í umrótinu 24. ágúst 2007 04:00 Í kvöld verður að öllum líkindum metfjöldi fjármálaspekúlanta staddur í höfuðstað Norðurlands. Þá verður Saga Capital Fjárfestingarbanki opnaður með pompi og prakt í Gamla barnaskólanum á Akureyri með tilheyrandi veisluhaldi. Forstjóri bankans, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, óttast ekki að umrót undanfarinna vikna á fjármálamörkuðum gefi döpur fyrirheit um framtíð bankans. „Þetta eru góðir tímar til að ýta starfseminni úr vör, gott tækifæri til að koma inn á markaðinn enda höfum við komið vel út úr þeim gjörningaveðrum sem geysað hafa á fjármálamörkuðum að undanförnu,“ er eftir honum haft í tilkynningu. Starfsemi Saga Capital er þegar komin á fullt skrið. Þegar starfa þrjátíu manns hjá bankanum, í Reykjavík og á Akureyri, og unnið er að verkefnum í níu löndum, allt frá Bandaríkjunum til Mið-Austurlanda. „Íslendingarnir koma... aftur“ Einhvern veginn þannig hljómaði upphaf greinar á vef danska dagblaðsins Berlingske Tidende í gær. Tilefnið er kaup Símans á danska fjarskiptafyrirtækinu BusinessPhone. Tónninn í greininni er reyndar ekki nálægt því eins neikvæður og oft áður þegar Íslendingar hafa sölsað undir sig rótgróin dönsk fyrirtæki. Gætir jafnvel ákveðinnar eftirvæntingar um hvort Símanum muni auðnast að hrista upp í þríeykinu sem ræður lögum og lofum á danska símamarkaðnum - TDC, Sonofon og Telia. Þótt BusinessPhone sé lítið og fremur óþekkt fyrirtæki virðist greinarhöfundur hafa nokkra trú á því að Síminn, með sína fjársterku bakhjarla, eigi góðan möguleika á að ná vænum bita af danska símamarkaðnum. Þá fullyrðir hann að fleiri stór símafyrirtæki hafi haft áhuga á fyrirtækinu. Enn á ný hafi það hins vegar verið Íslendingarnir sem hnepptu hnossið. Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Sjá meira
Í kvöld verður að öllum líkindum metfjöldi fjármálaspekúlanta staddur í höfuðstað Norðurlands. Þá verður Saga Capital Fjárfestingarbanki opnaður með pompi og prakt í Gamla barnaskólanum á Akureyri með tilheyrandi veisluhaldi. Forstjóri bankans, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, óttast ekki að umrót undanfarinna vikna á fjármálamörkuðum gefi döpur fyrirheit um framtíð bankans. „Þetta eru góðir tímar til að ýta starfseminni úr vör, gott tækifæri til að koma inn á markaðinn enda höfum við komið vel út úr þeim gjörningaveðrum sem geysað hafa á fjármálamörkuðum að undanförnu,“ er eftir honum haft í tilkynningu. Starfsemi Saga Capital er þegar komin á fullt skrið. Þegar starfa þrjátíu manns hjá bankanum, í Reykjavík og á Akureyri, og unnið er að verkefnum í níu löndum, allt frá Bandaríkjunum til Mið-Austurlanda. „Íslendingarnir koma... aftur“ Einhvern veginn þannig hljómaði upphaf greinar á vef danska dagblaðsins Berlingske Tidende í gær. Tilefnið er kaup Símans á danska fjarskiptafyrirtækinu BusinessPhone. Tónninn í greininni er reyndar ekki nálægt því eins neikvæður og oft áður þegar Íslendingar hafa sölsað undir sig rótgróin dönsk fyrirtæki. Gætir jafnvel ákveðinnar eftirvæntingar um hvort Símanum muni auðnast að hrista upp í þríeykinu sem ræður lögum og lofum á danska símamarkaðnum - TDC, Sonofon og Telia. Þótt BusinessPhone sé lítið og fremur óþekkt fyrirtæki virðist greinarhöfundur hafa nokkra trú á því að Síminn, með sína fjársterku bakhjarla, eigi góðan möguleika á að ná vænum bita af danska símamarkaðnum. Þá fullyrðir hann að fleiri stór símafyrirtæki hafi haft áhuga á fyrirtækinu. Enn á ný hafi það hins vegar verið Íslendingarnir sem hnepptu hnossið.
Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Sjá meira