Fjölga þarf störfum á Vestfjörðum 20. ágúst 2007 05:15 Undirritaður setti fram tillögu í ársbyrjun 2003, um að náttúruverndarsinnar sem vildu að hætt yrði við Kárahnjúka og álver eystra, kæmu vestur og sköpuðu þar þau 700 störf sem þeir sögðust skapa fyrir austan ef hætt yrði við framkvæmdir þar. Ekki hefur bólað á þeim störfum enn þá. Sú viðleitni hefur þó verið sýnd að benda bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar á að undirbúa hvalaskoðun vestra. Í framhaldi af tillögunni ákváðu sveitarfélög á Vestfjörðum að undirbúa skilgreiningu á Vestfjörðum sem svæði er byggði á sjálfbærri þróun og talað var um stóriðjulausa Vestfirði. Á þessum fjórum árum hefur okkur hins vegar ekki tekist að fjölga störfum það mikið að tekist hafi að snúa búsetuþróuninni við. Þegar hugmyndir um olíuhreinsunarstöð voru settar fram voru fyrstu viðbrögð undirritaðs að þetta gæti ekki passað inn í okkar umhverfi og atvinnulíf fyrir vestan enda starfsemin risavaxin. Við nánari athugun og eftir að hafa skoðað olíuhreinsunarstöðvar þá er ég þeirrar skoðunar að svona starfsemi eigi að komast fyrir í okkar landshluta enda hefur olíuhreinsunarstöð fyrst og fremst áhrif á sitt nánasta umhverfi en breytir ekki ímynd annarra svæða og Vestfjarða í heild. Umhverfisverndarsinnar hafa áhyggjur af mengun frá olíuhreinsunarstöðvum. Það er eðlilegt. Þó verður að hafa í huga að olíuhreinsunsarstöðvar menga ekki meira en sem nemur magni eldsneytis sem notað er í heiminum. Til að draga úr mengun þarf að minnka notkunina sem ræður því hver þörfin fyrir olíuhreinsunarstöðvar er. Iðnaðarráðherra sagði frá því í fjölmiðlum á dögunum að ríkisstjórn Íslands hefði aukið fjárframlag til olíuleitar í íslenskri lögsögu. Einnig að ef olía fyndist yrði það mikil búbót fyrir Ísland. Ef Íslendingar finna olíu þá hljóta þeir að ætla að vinna hana líka. Þá er gott að eiga olíuhreinsunarstöð sem getur tekið við olíunni sem ríkisstjórnin lætur nú leita að.Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Skoðun Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður setti fram tillögu í ársbyrjun 2003, um að náttúruverndarsinnar sem vildu að hætt yrði við Kárahnjúka og álver eystra, kæmu vestur og sköpuðu þar þau 700 störf sem þeir sögðust skapa fyrir austan ef hætt yrði við framkvæmdir þar. Ekki hefur bólað á þeim störfum enn þá. Sú viðleitni hefur þó verið sýnd að benda bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar á að undirbúa hvalaskoðun vestra. Í framhaldi af tillögunni ákváðu sveitarfélög á Vestfjörðum að undirbúa skilgreiningu á Vestfjörðum sem svæði er byggði á sjálfbærri þróun og talað var um stóriðjulausa Vestfirði. Á þessum fjórum árum hefur okkur hins vegar ekki tekist að fjölga störfum það mikið að tekist hafi að snúa búsetuþróuninni við. Þegar hugmyndir um olíuhreinsunarstöð voru settar fram voru fyrstu viðbrögð undirritaðs að þetta gæti ekki passað inn í okkar umhverfi og atvinnulíf fyrir vestan enda starfsemin risavaxin. Við nánari athugun og eftir að hafa skoðað olíuhreinsunarstöðvar þá er ég þeirrar skoðunar að svona starfsemi eigi að komast fyrir í okkar landshluta enda hefur olíuhreinsunarstöð fyrst og fremst áhrif á sitt nánasta umhverfi en breytir ekki ímynd annarra svæða og Vestfjarða í heild. Umhverfisverndarsinnar hafa áhyggjur af mengun frá olíuhreinsunarstöðvum. Það er eðlilegt. Þó verður að hafa í huga að olíuhreinsunsarstöðvar menga ekki meira en sem nemur magni eldsneytis sem notað er í heiminum. Til að draga úr mengun þarf að minnka notkunina sem ræður því hver þörfin fyrir olíuhreinsunarstöðvar er. Iðnaðarráðherra sagði frá því í fjölmiðlum á dögunum að ríkisstjórn Íslands hefði aukið fjárframlag til olíuleitar í íslenskri lögsögu. Einnig að ef olía fyndist yrði það mikil búbót fyrir Ísland. Ef Íslendingar finna olíu þá hljóta þeir að ætla að vinna hana líka. Þá er gott að eiga olíuhreinsunarstöð sem getur tekið við olíunni sem ríkisstjórnin lætur nú leita að.Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun