Snert viðkvæma taug 8. ágúst 2007 00:01 Eitt af því sem ég hef lært sem fjárfestir er það að setja hluta af peningunum mínum á þá staði sem flestir telja að muni hækka í framtíðinni. Þess vegna hafa peningarnir mínir farið úr íslenskum eignum yfir í erlendan gjaldeyri, færeyska og skandinavíska banka, evrópsk drykkjarfyrirtæki, fasteignir í Mið-Evrópu og svo framvegis. Eins og stemningin er núna er ólíklegt að krónan verði aftur eins sterk og hún var fyrir nokkrum vikum þegar ég lá í sólinni við Spaníustrendur. Það voru allir að kveina yfir því hversu sterk hún væri orðin eins og sást bersýnilega í sjónvarpinu og blöðunum þar sem annar hver útflytjandi fékk að gráta. Ég er ekki frá því að þessi grátkór hafi snert viðkvæma taug en sem sannur fjárfestir reyni ég sem minnst að móta fjárfestingar mínar út frá tilfinningum. Svo féll hún auðvitað hratt eins og gerist alltaf í okkar litla landi. Já, ég gat farið með bros á vör inn í verslunarmannahelgina vitandi það að erlendar eignir mínar voru á uppleið. Það kom svo sem ekki á óvart að snillingarnir í Danske Bank kæmu svo fram á sjónarsviðið nú þegar krónan og íslensku bankarnir fóru að gefa eftir. Þar helgar tilgangurinn meðalið, bankinn að reyna að réttlæta dapra fjárfestingaráðgjöf til viðskiptavina. Þá sé ég ekki hlutabréfamarkaðinn fyrir mér nærri hæstu hæðum í bráð, enda ættu allflestir að vera sáttir við þá ávöxtun sem hefur boðist. Þar með er ekki sagt að öll tækifærin séu fyrir bí á Íslandi. Ég er spenntur fyrir litlu fjármálafyrirtækjunum, hvort sem það eru sparisjóðir eða smærri fjárfestingarbankar, og tel að mikill skriður verði á þeim. SPRON gefur þar tóninn með skráningu í Kauphöllina í haust. Spákaupmaðurinn á horninu. Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Eitt af því sem ég hef lært sem fjárfestir er það að setja hluta af peningunum mínum á þá staði sem flestir telja að muni hækka í framtíðinni. Þess vegna hafa peningarnir mínir farið úr íslenskum eignum yfir í erlendan gjaldeyri, færeyska og skandinavíska banka, evrópsk drykkjarfyrirtæki, fasteignir í Mið-Evrópu og svo framvegis. Eins og stemningin er núna er ólíklegt að krónan verði aftur eins sterk og hún var fyrir nokkrum vikum þegar ég lá í sólinni við Spaníustrendur. Það voru allir að kveina yfir því hversu sterk hún væri orðin eins og sást bersýnilega í sjónvarpinu og blöðunum þar sem annar hver útflytjandi fékk að gráta. Ég er ekki frá því að þessi grátkór hafi snert viðkvæma taug en sem sannur fjárfestir reyni ég sem minnst að móta fjárfestingar mínar út frá tilfinningum. Svo féll hún auðvitað hratt eins og gerist alltaf í okkar litla landi. Já, ég gat farið með bros á vör inn í verslunarmannahelgina vitandi það að erlendar eignir mínar voru á uppleið. Það kom svo sem ekki á óvart að snillingarnir í Danske Bank kæmu svo fram á sjónarsviðið nú þegar krónan og íslensku bankarnir fóru að gefa eftir. Þar helgar tilgangurinn meðalið, bankinn að reyna að réttlæta dapra fjárfestingaráðgjöf til viðskiptavina. Þá sé ég ekki hlutabréfamarkaðinn fyrir mér nærri hæstu hæðum í bráð, enda ættu allflestir að vera sáttir við þá ávöxtun sem hefur boðist. Þar með er ekki sagt að öll tækifærin séu fyrir bí á Íslandi. Ég er spenntur fyrir litlu fjármálafyrirtækjunum, hvort sem það eru sparisjóðir eða smærri fjárfestingarbankar, og tel að mikill skriður verði á þeim. SPRON gefur þar tóninn með skráningu í Kauphöllina í haust. Spákaupmaðurinn á horninu.
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira