Íslenskir lögfræðingar leysa landfestar 25. júlí 2007 00:01 Guðmundur Oddsson, forstöðumaður Logos í London Lögmannastofan Logos varð í október árið 2005 fyrst íslenskra stofa til að opna útibú á erlendri grundu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og íslenskir lögfræðingar, sem löngum hafa þótt heldur heimóttarlegir miðað við margar starfstéttir, streyma nú í auknum mæli á ókunnar slóðir. Nokkur fjöldi lögfræðinga starfar í útibúum íslensku bankanna víða um heim, auk þess sem ungt fólk sækir í auknum mæli lögfræðimenntun utan landsteinanna. Íslenskir lögfræðingar hafa með öðrum orðum fetað í fótspor útrásarvíkinganna og veitt þeim þjónustu við landvinninga erlendis. Guðmundur Oddsson, einn eigenda lögmannastofunnar Logos, fór utan í lok árs 2005 til að setja á laggirnar útibú í London. Í upphafi var hann einn síns liðs en nú er svo komið að átta lögfræðingar eru ráðnir á skrifstofu Logos í London. „Við erum með fjóra íslenska lögfræðinga, þrjá breska með þarlend réttindi og einn indverskan lögfræðing sem hefur sérhæft sig í evrópskum og alþjóðlegum skattarétti,“ segir Guðmundur. Starf Logos snýst að miklu leyti um að veita íslenskum fyrirtækjum þjónustu erlendis. Bretarnir sem vinna hjá fyrirtækinu eru með bresk málflutningsréttindi en hinir ekki og segir Guðmundur þess raunar ekki þurfa enda snúist starfið að langmestu leyti um fyrirtækjalögfræði, þar sem málflutnings sé ekki þörf. „Við erum ekki að flytja mál fyrir dómstólum hér í Bretlandi. Það væri einfalt mál að sækja námskeið og næla sér í málflutningsréttindin, en ég persónulega hef einfaldlega ekki séð ástæðu til þess enn sem komið er.“ Starfsemi Logos í London má skipta í fjóra meginþætti; aðstoð við yfirtökur íslenskra félaga erlendis, vinnu með erlendum bönkum sem hafa fjármagnað fjárfestingar íslenskra fyrirtækja erlendis, vinnu með íslenskum og erlendum aðilum að yfirtökum heima á Íslandi þegar umbjóðandinn er staddur í London og í fjórða lagi samningagerð á Íslandi þar sem þörf er erlendrar lögfræðikunnáttu. „Fókusinn hjá okkur er fyrst og fremst á að hjálpa Íslendingum við yfirtökur hvar sem er í veröldinni, og síðan að þjónusta erlenda kúnna sem eru í viðskiptum við íslenska aðila. Við veitum náttúrlega enn betri þjónustu en áður með því að vera sjálfir á staðnum. Þetta hefur þó aðeins verið að teygjast út undanfarið. Við vinnum ekki lengur einungis fyrir Íslendinga.“ Útibúið í London er rekið í samstarfi við þrjár norrænar lögmannastofur; Vinge frá Svíþjóð, hina dönsku Kromann Reumert og Thommessen Krefting Greve Lund frá Noregi.Stela af sterkustu stofunumLogos hefur undanfarin ár veitt ráðgjöf við marga af eftirtektarverðustu samningum íslenskrar viðskiptasögu. Mætti þar nefna nýafstaðna yfirtöku Novator á Actavis og væntanlega yfirtöku Baugs á Mosaic Fashions auk kaupa íslenskra fjárfesta á breska knattspyrnuliðinu West Ham. Kúnnahópurinn hljómar eins og upptalning á helstu hvatamönnum íslensku útrásarinnar; Baugur, Novator, Kaupþing, Marel, Icelandic Group, FL Group og svo mætti áfram telja.Guðmundur segir lögfræðinga Logos hafa öðlast víðtæka reynslu við að taka þátt í viðskiptalífinu á Íslandi, sem á undanförnum árum hafi orðið æ alþjóðlegra. „Eins og á við um sjálfan mig er okkar fólk alið upp á Logos ef svo má segja og hefur sjóast í að taka þátt í stærri og minni yfirtökum og fjármögnunum. Bretarnir sem við höfum fengið inn eru síðan allir reyndir. Við höfum haldið fast í þá stefnu að taka aðeins inn rjómann af því sem býðst og höfum náð að stela starfsfólki af sterkustu stofunum hérna.“Fjölgun starfsmanna segir raunar margt um þann mikla vöxt sem útibúið hefur gengið gegnum á þessum tæpu tveimur árum sem liðin eru. Guðmundur segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að reksturinn stækki áfram að umfangi. Framboðið af verkefnum sé meira en hægt sé að sinna. „Ef við höldum áfram að geta haldið í okkar fólk og bætt enn frekar við okkur sé ég ekki neinar sérstakar hindranir í veginum. Við erum meðvitað að reyna að fjölga fólki með erlend réttindi í starfsliði okkar. Þá getum við tekið stærri verkefni og keyrt þau frá A til Ö.“Starfsumhverfið í London er ólíkt því sem tíðkast hér á landi. Skrifstofan er í hjarta City, fjármálahverfis Lundúnaborgar. Stærri markaði fylgir harðari samkeppni um krafta þeirra færustu og launakröfur eftir því. Guðmundur segir tímagjaldið töluvert hærra en tíðkast á Íslandi, en bendir á að rekstrarkostnaður sé talsverður og vegi upp á móti. „Við réðum til að mynda konu frá einum keppinauta okkar ekki alls fyrir löngu. Þar var þjónusta hennar seld á 490 pund fyrir klukkustundina, en hér hjá okkur kostar tíminn hjá henni 250 og á þetta almennt við um það fólk sem við erum að ráða. Okkar taxti er þannig hærri en gengur og gerist á Íslandi, en líka talsvert lægri en hér í London. Hagnaður af lögfræðifyrirtækjum í borginni er náttúrlega gríðarlegur, og munurinn liggur kannski í því að við erum ekki alveg nógu gráðug“, segir Guðmundur glettinn.Fregnir hafa borist af því að fleiri lögmannastofur hyggist setja á laggirnar starfsstöðvar erlendis. Guðmundur telur ekkert því til fyrirstöðu. Hann tekur þó fram að mikil vinna liggi að baki. Nauðsynlegt sé að hafa traustan kúnnahóp áður en lagt sé af stað. „Þetta snýst samt um annað en bara að rífa sig upp og drífa sig af stað. Menn verða að hafa gott fólk í kringum sig og geta boðið upp á þjónustu sem kúnnarnir sækja í.“Tungumálið stærsti þröskuldurinnÍslensku lögfræðingarnar í London eru allir sem einn með próf í lögfræði frá Háskóla íslands. Lagaumhverfið í Bretlandi er vissulega ólíkt því sem hér gerist, en Guðmundur segir það ekki koma að sök þar sem lögfræðimenntun sé í grunninn mjög góð. Þar læri menn ákveðin vinnubrögð sem gagnist við að leysa úr hinum margvíslegustu verkefnum. „Í lögfræðinni læra menn að takast á við vandamál. Síðan geta menn byggt ofan á þann grunn. Við erum heppin og höfum fengið að fljóta með í útrásinni. Þannig höfum við náð að afla okkar fólki reynslu, sem er náttúrlega það sem mestu máli skiptir.“Guðmundur telur íslenska lögfræðinga oft á tíðum með betri grunnmenntun en erlendir kollegar þeirra. Tungumálið sé hins vegar stóri þröskuldurinn; eitt sé að vera góður í ensku og annað að geta tjáð sig á flóknu sérfræðingamáli lögfræðinnar. „Menn þurfa að vera nokkuð sleipir til að geta tjáð sig óhindrað og án fyrirvara. Síðan eru öll skjöl í þessu orðin miklu flóknari en þau þurfa að vera, svo menn þurfa að hafa náð góðum tökum á málinu til að geta leyst úr slíkum verkefnum.“Hjá stórum erlendum fyrirtækjum vinna gjarnan stór lögfræðingateymi, þar sem hver og einn hefur sína sérhæfingu. Guðmundur segir ekki óalgengt að mæta tuttugu og fimm til þrjátíu manna lögfræðingateymum. Á Íslandi sé hins vegar venjan sú að menn vinni upp á eigin spýtur eða í litlum hópum. „Í stærri verkefnum höfum við fengið teymi frá öðrum stofum til liðs við okkur. Til að mynda eru um það bil tuttugu og fimm lögmenn okkar megin borðsins við yfirtöku og fjármögnun kaupa á Actavis Group, sem eru stærstu einstöku viðskipti sem átt hafa sér stað á Íslandi. Lögfræðivinnunni hefur verið stjórnað af okkar héðan frá London.“ Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
Lögmannastofan Logos varð í október árið 2005 fyrst íslenskra stofa til að opna útibú á erlendri grundu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og íslenskir lögfræðingar, sem löngum hafa þótt heldur heimóttarlegir miðað við margar starfstéttir, streyma nú í auknum mæli á ókunnar slóðir. Nokkur fjöldi lögfræðinga starfar í útibúum íslensku bankanna víða um heim, auk þess sem ungt fólk sækir í auknum mæli lögfræðimenntun utan landsteinanna. Íslenskir lögfræðingar hafa með öðrum orðum fetað í fótspor útrásarvíkinganna og veitt þeim þjónustu við landvinninga erlendis. Guðmundur Oddsson, einn eigenda lögmannastofunnar Logos, fór utan í lok árs 2005 til að setja á laggirnar útibú í London. Í upphafi var hann einn síns liðs en nú er svo komið að átta lögfræðingar eru ráðnir á skrifstofu Logos í London. „Við erum með fjóra íslenska lögfræðinga, þrjá breska með þarlend réttindi og einn indverskan lögfræðing sem hefur sérhæft sig í evrópskum og alþjóðlegum skattarétti,“ segir Guðmundur. Starf Logos snýst að miklu leyti um að veita íslenskum fyrirtækjum þjónustu erlendis. Bretarnir sem vinna hjá fyrirtækinu eru með bresk málflutningsréttindi en hinir ekki og segir Guðmundur þess raunar ekki þurfa enda snúist starfið að langmestu leyti um fyrirtækjalögfræði, þar sem málflutnings sé ekki þörf. „Við erum ekki að flytja mál fyrir dómstólum hér í Bretlandi. Það væri einfalt mál að sækja námskeið og næla sér í málflutningsréttindin, en ég persónulega hef einfaldlega ekki séð ástæðu til þess enn sem komið er.“ Starfsemi Logos í London má skipta í fjóra meginþætti; aðstoð við yfirtökur íslenskra félaga erlendis, vinnu með erlendum bönkum sem hafa fjármagnað fjárfestingar íslenskra fyrirtækja erlendis, vinnu með íslenskum og erlendum aðilum að yfirtökum heima á Íslandi þegar umbjóðandinn er staddur í London og í fjórða lagi samningagerð á Íslandi þar sem þörf er erlendrar lögfræðikunnáttu. „Fókusinn hjá okkur er fyrst og fremst á að hjálpa Íslendingum við yfirtökur hvar sem er í veröldinni, og síðan að þjónusta erlenda kúnna sem eru í viðskiptum við íslenska aðila. Við veitum náttúrlega enn betri þjónustu en áður með því að vera sjálfir á staðnum. Þetta hefur þó aðeins verið að teygjast út undanfarið. Við vinnum ekki lengur einungis fyrir Íslendinga.“ Útibúið í London er rekið í samstarfi við þrjár norrænar lögmannastofur; Vinge frá Svíþjóð, hina dönsku Kromann Reumert og Thommessen Krefting Greve Lund frá Noregi.Stela af sterkustu stofunumLogos hefur undanfarin ár veitt ráðgjöf við marga af eftirtektarverðustu samningum íslenskrar viðskiptasögu. Mætti þar nefna nýafstaðna yfirtöku Novator á Actavis og væntanlega yfirtöku Baugs á Mosaic Fashions auk kaupa íslenskra fjárfesta á breska knattspyrnuliðinu West Ham. Kúnnahópurinn hljómar eins og upptalning á helstu hvatamönnum íslensku útrásarinnar; Baugur, Novator, Kaupþing, Marel, Icelandic Group, FL Group og svo mætti áfram telja.Guðmundur segir lögfræðinga Logos hafa öðlast víðtæka reynslu við að taka þátt í viðskiptalífinu á Íslandi, sem á undanförnum árum hafi orðið æ alþjóðlegra. „Eins og á við um sjálfan mig er okkar fólk alið upp á Logos ef svo má segja og hefur sjóast í að taka þátt í stærri og minni yfirtökum og fjármögnunum. Bretarnir sem við höfum fengið inn eru síðan allir reyndir. Við höfum haldið fast í þá stefnu að taka aðeins inn rjómann af því sem býðst og höfum náð að stela starfsfólki af sterkustu stofunum hérna.“Fjölgun starfsmanna segir raunar margt um þann mikla vöxt sem útibúið hefur gengið gegnum á þessum tæpu tveimur árum sem liðin eru. Guðmundur segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að reksturinn stækki áfram að umfangi. Framboðið af verkefnum sé meira en hægt sé að sinna. „Ef við höldum áfram að geta haldið í okkar fólk og bætt enn frekar við okkur sé ég ekki neinar sérstakar hindranir í veginum. Við erum meðvitað að reyna að fjölga fólki með erlend réttindi í starfsliði okkar. Þá getum við tekið stærri verkefni og keyrt þau frá A til Ö.“Starfsumhverfið í London er ólíkt því sem tíðkast hér á landi. Skrifstofan er í hjarta City, fjármálahverfis Lundúnaborgar. Stærri markaði fylgir harðari samkeppni um krafta þeirra færustu og launakröfur eftir því. Guðmundur segir tímagjaldið töluvert hærra en tíðkast á Íslandi, en bendir á að rekstrarkostnaður sé talsverður og vegi upp á móti. „Við réðum til að mynda konu frá einum keppinauta okkar ekki alls fyrir löngu. Þar var þjónusta hennar seld á 490 pund fyrir klukkustundina, en hér hjá okkur kostar tíminn hjá henni 250 og á þetta almennt við um það fólk sem við erum að ráða. Okkar taxti er þannig hærri en gengur og gerist á Íslandi, en líka talsvert lægri en hér í London. Hagnaður af lögfræðifyrirtækjum í borginni er náttúrlega gríðarlegur, og munurinn liggur kannski í því að við erum ekki alveg nógu gráðug“, segir Guðmundur glettinn.Fregnir hafa borist af því að fleiri lögmannastofur hyggist setja á laggirnar starfsstöðvar erlendis. Guðmundur telur ekkert því til fyrirstöðu. Hann tekur þó fram að mikil vinna liggi að baki. Nauðsynlegt sé að hafa traustan kúnnahóp áður en lagt sé af stað. „Þetta snýst samt um annað en bara að rífa sig upp og drífa sig af stað. Menn verða að hafa gott fólk í kringum sig og geta boðið upp á þjónustu sem kúnnarnir sækja í.“Tungumálið stærsti þröskuldurinnÍslensku lögfræðingarnar í London eru allir sem einn með próf í lögfræði frá Háskóla íslands. Lagaumhverfið í Bretlandi er vissulega ólíkt því sem hér gerist, en Guðmundur segir það ekki koma að sök þar sem lögfræðimenntun sé í grunninn mjög góð. Þar læri menn ákveðin vinnubrögð sem gagnist við að leysa úr hinum margvíslegustu verkefnum. „Í lögfræðinni læra menn að takast á við vandamál. Síðan geta menn byggt ofan á þann grunn. Við erum heppin og höfum fengið að fljóta með í útrásinni. Þannig höfum við náð að afla okkar fólki reynslu, sem er náttúrlega það sem mestu máli skiptir.“Guðmundur telur íslenska lögfræðinga oft á tíðum með betri grunnmenntun en erlendir kollegar þeirra. Tungumálið sé hins vegar stóri þröskuldurinn; eitt sé að vera góður í ensku og annað að geta tjáð sig á flóknu sérfræðingamáli lögfræðinnar. „Menn þurfa að vera nokkuð sleipir til að geta tjáð sig óhindrað og án fyrirvara. Síðan eru öll skjöl í þessu orðin miklu flóknari en þau þurfa að vera, svo menn þurfa að hafa náð góðum tökum á málinu til að geta leyst úr slíkum verkefnum.“Hjá stórum erlendum fyrirtækjum vinna gjarnan stór lögfræðingateymi, þar sem hver og einn hefur sína sérhæfingu. Guðmundur segir ekki óalgengt að mæta tuttugu og fimm til þrjátíu manna lögfræðingateymum. Á Íslandi sé hins vegar venjan sú að menn vinni upp á eigin spýtur eða í litlum hópum. „Í stærri verkefnum höfum við fengið teymi frá öðrum stofum til liðs við okkur. Til að mynda eru um það bil tuttugu og fimm lögmenn okkar megin borðsins við yfirtöku og fjármögnun kaupa á Actavis Group, sem eru stærstu einstöku viðskipti sem átt hafa sér stað á Íslandi. Lögfræðivinnunni hefur verið stjórnað af okkar héðan frá London.“
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira