Viðskipti innlent

Auglýsingar drepa áhuga

Vísbending er laus við auglýsingar, en það sama verður ekki sagt um systurina Frjálsa Verslun. Margt hefur verið ljómandi vel gert í því blaði, en í aftari hluta blaðsins hafa auglýsingasalarnir tekið öll völd. Í ágætu blaði um konur í viðskiptalífinu er margt forvitnilegt að finna.

Fyrri hluti blaðsins er skemmtilegur og til mikils sóma. Sölumennskan í seinni hlutanum er hins vegar orðinn svo blygðunarlaus þar sem efni og auglýsingar eru svo samtvinnaðar að tilfinningin verður að ekkert sjálfstætt mat fari fram. Ósjálfrátt er maður því búinn að leggja frá sér blaðið fljótlega eftir miðju, þar sem engin tilfinning er fyrir trúverðugleika í þeim hluta blaðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×