Finnur verður framkvæmdastjóri 28. júní 2007 06:00 Finnur Oddsson, lektor og forstöðumaður MBA-náms við Háskólann í Reykjavík, sest í framkvæmdastjórastól Viðskiptaráðs Íslands í haust. Hann tekur við af Höllu Tómasdóttur. Finnur verður þó áfram viðloðandi HR enda er Viðskiptaráð Íslands stærsti eigandi skólans. Mun hann meðal annars halda áfram kennslu og rannsóknarstörfum við skólann. Fram að framkvæmdastjóraskiptum ætlar Finnur að ganga frá lausum endum og koma nýjum manni inn í starf forstöðumanns. Sá verður Aðalsteinn Leifsson sem einnig gegnir stöðu lektors við HR. Hvort einhverra breytinga á skipulagi Viðskiptaráðs sé að vænta segist Finnur ekki geta sagt til um enn. Hins vegar sé ljóst að hann muni áfram vinna ötullega að því markmiði Viðskiptaráðs að tryggja að hér á landi sé gott viðskiptaumhverfi.Stofnar sjóð fyrir konurHalla Tómasdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs undir lok árs 2005. Hún staðfesti í gær þær sögusagnir að hún hygðist láta af störfum til að stofna fjárfestingarsjóð. Sá verður sérstakur fyrir þær sakir að hann mun beina sjónum að kvennafyrirtækjum. Það kemur ekki á óvart að Halla skuli snúa sér í þessa átt.Hún hefur verið virk í þeirri baráttu að auka hlut kvenna í viðskiptalífinu. Þar að auki þykir hún hafa næmt nef fyrir ónýttum tækifærum. Halla hefur verið ein allt of fárra íslenskra kvenna sem hafa verið áberandi á viðskiptasíðum dagblaðanna. Missir verður að henni þar. Þess er þó að vænta að hún hverfi ekki frá nema í stutta stund og komi aftur sterk inn með haustinu á nýjum vettvangi. Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Eiga í viðræðum við stjórnvöld um strandaglópa Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Sjá meira
Finnur Oddsson, lektor og forstöðumaður MBA-náms við Háskólann í Reykjavík, sest í framkvæmdastjórastól Viðskiptaráðs Íslands í haust. Hann tekur við af Höllu Tómasdóttur. Finnur verður þó áfram viðloðandi HR enda er Viðskiptaráð Íslands stærsti eigandi skólans. Mun hann meðal annars halda áfram kennslu og rannsóknarstörfum við skólann. Fram að framkvæmdastjóraskiptum ætlar Finnur að ganga frá lausum endum og koma nýjum manni inn í starf forstöðumanns. Sá verður Aðalsteinn Leifsson sem einnig gegnir stöðu lektors við HR. Hvort einhverra breytinga á skipulagi Viðskiptaráðs sé að vænta segist Finnur ekki geta sagt til um enn. Hins vegar sé ljóst að hann muni áfram vinna ötullega að því markmiði Viðskiptaráðs að tryggja að hér á landi sé gott viðskiptaumhverfi.Stofnar sjóð fyrir konurHalla Tómasdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs undir lok árs 2005. Hún staðfesti í gær þær sögusagnir að hún hygðist láta af störfum til að stofna fjárfestingarsjóð. Sá verður sérstakur fyrir þær sakir að hann mun beina sjónum að kvennafyrirtækjum. Það kemur ekki á óvart að Halla skuli snúa sér í þessa átt.Hún hefur verið virk í þeirri baráttu að auka hlut kvenna í viðskiptalífinu. Þar að auki þykir hún hafa næmt nef fyrir ónýttum tækifærum. Halla hefur verið ein allt of fárra íslenskra kvenna sem hafa verið áberandi á viðskiptasíðum dagblaðanna. Missir verður að henni þar. Þess er þó að vænta að hún hverfi ekki frá nema í stutta stund og komi aftur sterk inn með haustinu á nýjum vettvangi.
Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Eiga í viðræðum við stjórnvöld um strandaglópa Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Sjá meira