Samstarf sem allir hagnast á 27. júní 2007 03:15 Samningur Alþjóðahússins við Landsbankann hljóðar upp á tíu milljónir króna. Það er nóg til að tryggja rekstur Alþjóðahússins út árið 2007. Samningurinn tekur auk þess til samstarfs á hinum ýmsu sviðum. Í síðustu viku innsigluðu Alþjóðahúsið og Landsbankinn tímamótasamning í rekstri hússins. Hann hljóðar upp á tíu milljóna króna peningastyrk á þessu ári. Samstarfið þeirra á milli tekur þó til fleiri þátta og er til þess fallið að nýtast báðum aðilum vel. Meðal þess sem samstarfið felur í sér er að innflytjendum mun bjóðast ókeypis íslenskukennsla á sérstökum námskeiðum hjá Landsbankanum. Þar verður fræðslu um fjármál og íslensku fléttað saman. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, segir þessa blöndu spennandi kost fyrir innflytjendur. „Landsbankinn hefur lengi boðið viðskiptavinum sínum upp á fjármálanámskeið. Til að hafa forsendur til að fara á slíkt námskeið þarf þó að kunna svolitla íslensku. Við munum aðstoða Landsbankann við að breyta námsefninu og gera það aðgengilegra svo hægt sé að kenna það þeim sem kunna takmarkaða íslensku." Hann segir að námskeiðin verði opin öllum innflytjendum, hvort sem þeir eru í viðskiptum við Landsbankann eða ekki. Bankinn muni þó augljóslega miða sitt markaðsstarf við sína viðskiptavini. Í samstarfinu felst einnig að starfsmenn Landsbankans sem starfa í framlínunni munu fá fræðslu frá Alþjóðahúsinu um þjónustu í fjölmenningarumhverfi. „Þetta vonumst við til að hafi jákvæð áhrif á viðmót starfsmanna," segir Einar. Á dagskrá Alþjóðahússins í sumar er einnig að leiðbeina knattspyrnuþjálfurum yngri flokka í menningarfærni. Starfsmenn Alþjóðahússins munu leiðbeina þjálfurum hvernig best er að þjálfa börn af ólíkum uppruna, meðal annars svo þeir geri sér grein fyrir ólíkri félagslegri stöðu barnanna. „Við höfum það sérstaklega í huga að hafa fyrirbyggjandi áhrif. Þjálfarar þyrftu að vita hvað gæti verið að hrærast í hugum þessara barna. Á hvaða hátt þeirra reynsluheimur gæti verið ólíkur því sem sem gerist í hugum barna sem alin eru upp á Íslandi." Landsbankinn mun styðja við þessi námskeið. Þá mun hann einnig gerast sérstakur bakhjarl viðurkenningar Alþjóðahússins sem veitt er árlega. Hún verður því hér eftir nefnd eftir Thor Jensen. Viðurkenningin er þríþætt. Hún er veitt til stofnunar, félags eða fyrirtækis, einstaklings af innlendum uppruna sem hefur lagt mikið af mörkum til málefna innflytjenda og loks til innflytjanda sem hefur lagt mikið af mörkum til málefna samfélagsins. Alþjóðahúsið er einkahlutafélag. Fjögur sveitarfélög hafa þjónustusamning við Alþjóðahúsið: Reykjavíkurborg, Hafnarfjörður, Kópavogur og Seltjarnarnes. Í fyrra skar Reykjavíkurborg sín framlög til Alþjóðahússins niður um tíu milljónir króna fyrir árið 2007. Styrkur Landsbankans nemur einmitt þeirri upphæð. Það segir Einar ekki hafa verið með beinum vilja gert. „Þetta er bara skemmtileg tilviljun!" Viðskipti Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Í síðustu viku innsigluðu Alþjóðahúsið og Landsbankinn tímamótasamning í rekstri hússins. Hann hljóðar upp á tíu milljóna króna peningastyrk á þessu ári. Samstarfið þeirra á milli tekur þó til fleiri þátta og er til þess fallið að nýtast báðum aðilum vel. Meðal þess sem samstarfið felur í sér er að innflytjendum mun bjóðast ókeypis íslenskukennsla á sérstökum námskeiðum hjá Landsbankanum. Þar verður fræðslu um fjármál og íslensku fléttað saman. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, segir þessa blöndu spennandi kost fyrir innflytjendur. „Landsbankinn hefur lengi boðið viðskiptavinum sínum upp á fjármálanámskeið. Til að hafa forsendur til að fara á slíkt námskeið þarf þó að kunna svolitla íslensku. Við munum aðstoða Landsbankann við að breyta námsefninu og gera það aðgengilegra svo hægt sé að kenna það þeim sem kunna takmarkaða íslensku." Hann segir að námskeiðin verði opin öllum innflytjendum, hvort sem þeir eru í viðskiptum við Landsbankann eða ekki. Bankinn muni þó augljóslega miða sitt markaðsstarf við sína viðskiptavini. Í samstarfinu felst einnig að starfsmenn Landsbankans sem starfa í framlínunni munu fá fræðslu frá Alþjóðahúsinu um þjónustu í fjölmenningarumhverfi. „Þetta vonumst við til að hafi jákvæð áhrif á viðmót starfsmanna," segir Einar. Á dagskrá Alþjóðahússins í sumar er einnig að leiðbeina knattspyrnuþjálfurum yngri flokka í menningarfærni. Starfsmenn Alþjóðahússins munu leiðbeina þjálfurum hvernig best er að þjálfa börn af ólíkum uppruna, meðal annars svo þeir geri sér grein fyrir ólíkri félagslegri stöðu barnanna. „Við höfum það sérstaklega í huga að hafa fyrirbyggjandi áhrif. Þjálfarar þyrftu að vita hvað gæti verið að hrærast í hugum þessara barna. Á hvaða hátt þeirra reynsluheimur gæti verið ólíkur því sem sem gerist í hugum barna sem alin eru upp á Íslandi." Landsbankinn mun styðja við þessi námskeið. Þá mun hann einnig gerast sérstakur bakhjarl viðurkenningar Alþjóðahússins sem veitt er árlega. Hún verður því hér eftir nefnd eftir Thor Jensen. Viðurkenningin er þríþætt. Hún er veitt til stofnunar, félags eða fyrirtækis, einstaklings af innlendum uppruna sem hefur lagt mikið af mörkum til málefna innflytjenda og loks til innflytjanda sem hefur lagt mikið af mörkum til málefna samfélagsins. Alþjóðahúsið er einkahlutafélag. Fjögur sveitarfélög hafa þjónustusamning við Alþjóðahúsið: Reykjavíkurborg, Hafnarfjörður, Kópavogur og Seltjarnarnes. Í fyrra skar Reykjavíkurborg sín framlög til Alþjóðahússins niður um tíu milljónir króna fyrir árið 2007. Styrkur Landsbankans nemur einmitt þeirri upphæð. Það segir Einar ekki hafa verið með beinum vilja gert. „Þetta er bara skemmtileg tilviljun!"
Viðskipti Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira