Kraftmikil orkupólitík Katrín Júlíusdóttir skrifar 26. júní 2007 07:00 Nýr iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson hefur slegið afar áhugaverðan tón í umræðunni um nýtingu okkar Íslendinga á orkuauðlindum. Það er enginn vafi í mínum huga að eitt stærsta verkefnið í íslenskum stjórnmálum á þessu kjörtímabili verður að móta hér alvöru orkupólitík. Orkupólitík sem tekur mið af nútíð og framtíð, sem tekur mið af skynsamlegri nýtingu og náttúruvernd og tekur mið af uppbyggingu aukinnar fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Í áhugaverðu og frísklegu viðtali sem birtist við iðnaðarráðherra í Morgunblaðinu á sunnudag bendir hann á að orkulindir okkar eru auðvitað ekki ótakmarkaðar og því mikilvægt fyrir okkur að fara vel yfir það hvernig við nýtum þessar auðlindir. Hann dregur sérstaklega fram að eitt stærsta tækifærið blasi við í hátækni- og þekkingariðnaði, sem er markaðurinn fyrir netþjónabú á Íslandi. Ég tel að það sé afar áhugaverður kostur að líta til slíkrar uppbyggingar hér á landi. Netþjónabú - mengunarlaus stóriðjaHér hefur iðnaðarráðherra hafið fyrir alvöru umræðu um uppbyggingu á mengunarlausri stóriðju hér á landi sem rekstur netþjónabúa svo sannarlega er. Það sem er ekki síst áhugavert við uppbyggingu netþjónabúa hér á landi er sú staðreynd að víða þar sem þau hafa verið rekin erlendis hefur byggst upp klasi hátæknifyrirtækja í kringum þau. Þetta fer því mjög vel saman við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að efla hátækniiðnað og sprotafyrirtæki á kjörtímabilinu og skapa með því kjörskilyrði fyrir áframhaldandi vöxt og útflutning íslenskra fyrirtækja. Auk þess sem þetta fellur vel að þeirri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að gera skýra áætlun um samdrátt í losun gróðuhúsaloftegunda. Samfylkingin hefur lengi verið með það á sinni stefnuskrá að auka veg hátækniiðnaðar hér á landi með öflugum stuðningi sem tekur mið af þörfum þessara fyrirtækja allt frá því að þau spretta upp í formi sprotafyrirtækja og þar til þau verða fullburða hátæknifyrirtæki. Umræðan um uppbyggingu hátækniiðnaðar fléttast því mjög saman við alla orkupólitík. Miðað við þá stefnumörkun sem fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og áðurnefndu viðtali við Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er alveg ljóst að það eru spennandi tímar framundan í íslenskri orku- og atvinnupólitík. Og klingjandi klárt að stefnubreyting hefur orðið í iðnaðarráðuneytinu í þeim efnum. Vinstri grænir skila auðuHeimsóknir forstjóra alþjóðlegra álfyrirtækja hingað til lands hafa vakið mikla athygli enda fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun. Sýnir þetta okkur að eftirspurnin eftir orku á Íslandi er veruleg. Þingmenn Vinstri grænna hafa reynt að snúa þessum áhuga þessara fyrirtækja uppá ríkisstjórnina og haldið því fram að heimsóknir forstjóra álfyrirtækja sé merki um að stóriðjustefnan sé hér rekin af meiri krafti en áður. Þessir ágætu þingmenn hafa hinsvegar þagað þunnu hljóði um þá einu stóriðju sem iðnaðarráðherra hefur ljáð máls á, nefnilega hinni orkufreku grænu stóriðju sem rætt er um hér að ofan. Vinstri grænir hafa skilað auðu í þeim efnum. Ég leyfi mér að ætla að það sé vegna þess að það henti þeim betur að reyna að þyrla upp moldviðri með rangindum í stað þess að koma inn í hina orkupólitísku umræðu með uppbyggilegum hætti. Þeim er vorkunn, þeir byggja jú tilveru sína á því að hér sé rekin gamaldagsstóriðjustefna. Raunveruleikinn er bara að verða allt annar eins og áðurnefnt viðtal við iðnaðarráðherra ber svo sannarlega með sér. Við erum á hraðri leið inn í nýja tíma. Sátt milli nýtingar og verndarHin nýja orkupólitík felur einnig í sér að ríkisstjórnin ætlar að koma á sátt milli nýtingar og verndar á náttúru Íslands. Hin nýja orkupólitík er skynsöm pólitík sem tekur mið af verndun náttúruperlna. Stefna ríkisstjórnarinnar er því alveg skýr. Ljúka á gerð rammaáætlunar fyrir árslok 2009. Niðurstaðan verður síðan lögð fyrir Alþingi til formlegrar afgreiðslu. Þar til sú niðurstaða er fengin verða ekki gefin út ný rannsóknar- eða nýtingarleyfi. Háhitasvæðin verða tekin til sérstakrar skoðunar og verndargildi þeirra metin sérstaklega. Þá segir einnig í stjórnarsáttmálanum að gerð verði skýr áætlun um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda. Þessi stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum fer vel saman við áðurnefnda stefnumörkun um uppbyggingu hátækniiðnaðarins og er undirstaðan í hinni nýju orkupólitík. Gefur þessi góða byrjun ríkisstjórnarinnar góð fyrirheit um það sem koma skal. Nefnilega kraftmikla og nútímalega orkupólitík. Það er enginn vafi í mínum huga að eitt stærsta verkefnið í íslenskum stjórnmálum á þessu kjörtímabili verður að móta hér alvöru orkupólitík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Nýr iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson hefur slegið afar áhugaverðan tón í umræðunni um nýtingu okkar Íslendinga á orkuauðlindum. Það er enginn vafi í mínum huga að eitt stærsta verkefnið í íslenskum stjórnmálum á þessu kjörtímabili verður að móta hér alvöru orkupólitík. Orkupólitík sem tekur mið af nútíð og framtíð, sem tekur mið af skynsamlegri nýtingu og náttúruvernd og tekur mið af uppbyggingu aukinnar fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Í áhugaverðu og frísklegu viðtali sem birtist við iðnaðarráðherra í Morgunblaðinu á sunnudag bendir hann á að orkulindir okkar eru auðvitað ekki ótakmarkaðar og því mikilvægt fyrir okkur að fara vel yfir það hvernig við nýtum þessar auðlindir. Hann dregur sérstaklega fram að eitt stærsta tækifærið blasi við í hátækni- og þekkingariðnaði, sem er markaðurinn fyrir netþjónabú á Íslandi. Ég tel að það sé afar áhugaverður kostur að líta til slíkrar uppbyggingar hér á landi. Netþjónabú - mengunarlaus stóriðjaHér hefur iðnaðarráðherra hafið fyrir alvöru umræðu um uppbyggingu á mengunarlausri stóriðju hér á landi sem rekstur netþjónabúa svo sannarlega er. Það sem er ekki síst áhugavert við uppbyggingu netþjónabúa hér á landi er sú staðreynd að víða þar sem þau hafa verið rekin erlendis hefur byggst upp klasi hátæknifyrirtækja í kringum þau. Þetta fer því mjög vel saman við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að efla hátækniiðnað og sprotafyrirtæki á kjörtímabilinu og skapa með því kjörskilyrði fyrir áframhaldandi vöxt og útflutning íslenskra fyrirtækja. Auk þess sem þetta fellur vel að þeirri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að gera skýra áætlun um samdrátt í losun gróðuhúsaloftegunda. Samfylkingin hefur lengi verið með það á sinni stefnuskrá að auka veg hátækniiðnaðar hér á landi með öflugum stuðningi sem tekur mið af þörfum þessara fyrirtækja allt frá því að þau spretta upp í formi sprotafyrirtækja og þar til þau verða fullburða hátæknifyrirtæki. Umræðan um uppbyggingu hátækniiðnaðar fléttast því mjög saman við alla orkupólitík. Miðað við þá stefnumörkun sem fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og áðurnefndu viðtali við Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er alveg ljóst að það eru spennandi tímar framundan í íslenskri orku- og atvinnupólitík. Og klingjandi klárt að stefnubreyting hefur orðið í iðnaðarráðuneytinu í þeim efnum. Vinstri grænir skila auðuHeimsóknir forstjóra alþjóðlegra álfyrirtækja hingað til lands hafa vakið mikla athygli enda fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun. Sýnir þetta okkur að eftirspurnin eftir orku á Íslandi er veruleg. Þingmenn Vinstri grænna hafa reynt að snúa þessum áhuga þessara fyrirtækja uppá ríkisstjórnina og haldið því fram að heimsóknir forstjóra álfyrirtækja sé merki um að stóriðjustefnan sé hér rekin af meiri krafti en áður. Þessir ágætu þingmenn hafa hinsvegar þagað þunnu hljóði um þá einu stóriðju sem iðnaðarráðherra hefur ljáð máls á, nefnilega hinni orkufreku grænu stóriðju sem rætt er um hér að ofan. Vinstri grænir hafa skilað auðu í þeim efnum. Ég leyfi mér að ætla að það sé vegna þess að það henti þeim betur að reyna að þyrla upp moldviðri með rangindum í stað þess að koma inn í hina orkupólitísku umræðu með uppbyggilegum hætti. Þeim er vorkunn, þeir byggja jú tilveru sína á því að hér sé rekin gamaldagsstóriðjustefna. Raunveruleikinn er bara að verða allt annar eins og áðurnefnt viðtal við iðnaðarráðherra ber svo sannarlega með sér. Við erum á hraðri leið inn í nýja tíma. Sátt milli nýtingar og verndarHin nýja orkupólitík felur einnig í sér að ríkisstjórnin ætlar að koma á sátt milli nýtingar og verndar á náttúru Íslands. Hin nýja orkupólitík er skynsöm pólitík sem tekur mið af verndun náttúruperlna. Stefna ríkisstjórnarinnar er því alveg skýr. Ljúka á gerð rammaáætlunar fyrir árslok 2009. Niðurstaðan verður síðan lögð fyrir Alþingi til formlegrar afgreiðslu. Þar til sú niðurstaða er fengin verða ekki gefin út ný rannsóknar- eða nýtingarleyfi. Háhitasvæðin verða tekin til sérstakrar skoðunar og verndargildi þeirra metin sérstaklega. Þá segir einnig í stjórnarsáttmálanum að gerð verði skýr áætlun um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda. Þessi stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum fer vel saman við áðurnefnda stefnumörkun um uppbyggingu hátækniiðnaðarins og er undirstaðan í hinni nýju orkupólitík. Gefur þessi góða byrjun ríkisstjórnarinnar góð fyrirheit um það sem koma skal. Nefnilega kraftmikla og nútímalega orkupólitík. Það er enginn vafi í mínum huga að eitt stærsta verkefnið í íslenskum stjórnmálum á þessu kjörtímabili verður að móta hér alvöru orkupólitík.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun