Enn um samvinnufélög Jón Sigurðsson skrifar 22. júní 2007 02:00 Í grein minni hér í Fréttablaðinu 19. júní sl. vakti ég athygli á því að í samvinnufélagi á ekki að myndast neitt „fé án hirðis", en þetta gerðist hérlendis vegna sérstakra sögulegra og lagalegra ástæðna. Eftir lagabreytingar 2001 eru þessar ástæður ekki lengur fyrir hendi. Samvinnuformið hefur dafnað bæði vestan hafs og austan á undanförnum árum. Það hentar hópum sem hafa hagsmuni að verja en leita ekki eftir hámörkun einkaarðs. Það hentar í velferðar- og félagsþjónustu, á menntasviði og í húsnæðis- og fjölskylduþjónustu. Auk þess hentar það t.d. sem þjónustu- og framkvæmdaafl á jaðarsvæðum og í dreifbýli. Í grein minni gat ég þess að takmarkanir eru á ráðstöfun stofnsjóðseignar í samvinnufélagi. Þannig fylgir t.d. aðild einstaklings að samvinnufélagi viðskiptalegri þátttöku og erfist ekki skv. 17.gr. laga um samvinnufélög. Aftur á móti ber samvinnufélagi skv. 38.gr. laganna að greiða erfingjum inneign í stofnsjóði við andlát félagsmanns. Í samvinnustarfi þekkjast ýmis sérstæð félagsform. Eitt þeirra er gagnkvæm félög, einkum á sviði trygginga. Eins og nafnið bendir til hafa þau sérstöðu. Starfshættir þeirra og verkssvið hafa t.d. verið skilgreind ólíkt því sem átt hefur við um íslensk kaupfélög. Samvinnutryggingar störfuðu sem gagnkvæmt félag og voru skrásettar þannig meðal annarra samvinnufélaga. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður vék réttilega að þessu í grein hér í Fréttablaðinu 20. júní sl. - en í sérstökum tilgangi eins og sjá má af grein hans. Höfundur er fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi rektor Samvinnuháskólans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein minni hér í Fréttablaðinu 19. júní sl. vakti ég athygli á því að í samvinnufélagi á ekki að myndast neitt „fé án hirðis", en þetta gerðist hérlendis vegna sérstakra sögulegra og lagalegra ástæðna. Eftir lagabreytingar 2001 eru þessar ástæður ekki lengur fyrir hendi. Samvinnuformið hefur dafnað bæði vestan hafs og austan á undanförnum árum. Það hentar hópum sem hafa hagsmuni að verja en leita ekki eftir hámörkun einkaarðs. Það hentar í velferðar- og félagsþjónustu, á menntasviði og í húsnæðis- og fjölskylduþjónustu. Auk þess hentar það t.d. sem þjónustu- og framkvæmdaafl á jaðarsvæðum og í dreifbýli. Í grein minni gat ég þess að takmarkanir eru á ráðstöfun stofnsjóðseignar í samvinnufélagi. Þannig fylgir t.d. aðild einstaklings að samvinnufélagi viðskiptalegri þátttöku og erfist ekki skv. 17.gr. laga um samvinnufélög. Aftur á móti ber samvinnufélagi skv. 38.gr. laganna að greiða erfingjum inneign í stofnsjóði við andlát félagsmanns. Í samvinnustarfi þekkjast ýmis sérstæð félagsform. Eitt þeirra er gagnkvæm félög, einkum á sviði trygginga. Eins og nafnið bendir til hafa þau sérstöðu. Starfshættir þeirra og verkssvið hafa t.d. verið skilgreind ólíkt því sem átt hefur við um íslensk kaupfélög. Samvinnutryggingar störfuðu sem gagnkvæmt félag og voru skrásettar þannig meðal annarra samvinnufélaga. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður vék réttilega að þessu í grein hér í Fréttablaðinu 20. júní sl. - en í sérstökum tilgangi eins og sjá má af grein hans. Höfundur er fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi rektor Samvinnuháskólans.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar