Eignir í samvinnufélögum Jón Sigurðsson skrifar 19. júní 2007 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 18. júní sl. er umfjöllun um boðaða skipulagsbreytingu Samvinnutrygginga og sagt að hún sé „afar jákvætt skref og til sóma þeim sem að því stóðu.“ Hér skal tekið undir þessa umsögn. Það gætir misskilnings í leiðaranum um eignir í samvinnufélögum. Um það segir m.a.: “Vandræðin byrja þegar ... eignarhald er óskýrt.” Meginregla samvinnurekstrar er að stofnsjóður, sem skiptist í persónulega eignarhluti félagsmanna, stendur að baki eignum samvinnufélagsins. Auk stofnsjóðs er ráð gert fyrir varasjóði, en íslensk lög gera ráð fyrir að hann nái fjórðungi af stærð stofnsjóðs. Það er annað óskylt atriði að takmarkanir eru á ráðstöfun eigna í stofnsjóði, varðandi sölu, veð, útborgun, erfðir o.fl. Sérstakar ástæður ollu því að stofnsjóðir íslenskra samvinnufélaga fylgdu ekki eignaþróun áratugum saman en óskiptilegir varasjóðir urðu yfirgnæfandi. Við þetta myndaðist “fé án hirðis” í íslenskum samvinnufélögum. Meginástæða þessa var ákvæði laga um útborgun stofnsjóðshlutar, en þau fólu í sér hættu á því að félögunum “blæddi út” við breytingar á félagsmannahópnum. Að þessu leyti höfðu íslensk samvinnufélög engar varnir sambærilegar á við það sem hlutafélög hafa ævinlega haft, t.d. að geta samið um afborganir eða greiðslu stofnsjóðshlutar með skuldabréfi eða hlutabréfi í B-deild félagsins. Þessi galli á íslenskum lögum var bættur með lagabreytingum 2001 svo sem sjá má í 7.mgr. 38.gr. laga um samvinnufélög. Jafnframt voru þá opnaðar leiðir til að breyta samvinnufélagi í hlutafélag, og skv. 3.mgr. 61.gr. laganna eiga menn nú kost á því að starfrækja „samvinnuhlutafélög“ með svipuðum hætti og tíðkast í samvinnustarfi í nágrannalöndunum. Í þessu samhengi má nefna að í 3.mgr. 51.gr. og í 52.gr. laga um tekjuskatt eru einnig ákvæði um færslur eigna milli samvinnufélags og hlutafélags við slit eða skipti á samvinnufélagi. Rétt er að taka fram að Samvinnutryggingar eru ekki samvinnufélag enda þótt vísað sé til laga um samvinnufélög í samþykktum. Réttarform Samvinnutrygginga er sérstætt og mjög líkt skipulagi íslenskra sparisjóða. Höfundur er fyrrverandi rektor Samvinnuháskólans og átti þátt í undirbúningi lagabreytinga um samvinnufélög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 18. júní sl. er umfjöllun um boðaða skipulagsbreytingu Samvinnutrygginga og sagt að hún sé „afar jákvætt skref og til sóma þeim sem að því stóðu.“ Hér skal tekið undir þessa umsögn. Það gætir misskilnings í leiðaranum um eignir í samvinnufélögum. Um það segir m.a.: “Vandræðin byrja þegar ... eignarhald er óskýrt.” Meginregla samvinnurekstrar er að stofnsjóður, sem skiptist í persónulega eignarhluti félagsmanna, stendur að baki eignum samvinnufélagsins. Auk stofnsjóðs er ráð gert fyrir varasjóði, en íslensk lög gera ráð fyrir að hann nái fjórðungi af stærð stofnsjóðs. Það er annað óskylt atriði að takmarkanir eru á ráðstöfun eigna í stofnsjóði, varðandi sölu, veð, útborgun, erfðir o.fl. Sérstakar ástæður ollu því að stofnsjóðir íslenskra samvinnufélaga fylgdu ekki eignaþróun áratugum saman en óskiptilegir varasjóðir urðu yfirgnæfandi. Við þetta myndaðist “fé án hirðis” í íslenskum samvinnufélögum. Meginástæða þessa var ákvæði laga um útborgun stofnsjóðshlutar, en þau fólu í sér hættu á því að félögunum “blæddi út” við breytingar á félagsmannahópnum. Að þessu leyti höfðu íslensk samvinnufélög engar varnir sambærilegar á við það sem hlutafélög hafa ævinlega haft, t.d. að geta samið um afborganir eða greiðslu stofnsjóðshlutar með skuldabréfi eða hlutabréfi í B-deild félagsins. Þessi galli á íslenskum lögum var bættur með lagabreytingum 2001 svo sem sjá má í 7.mgr. 38.gr. laga um samvinnufélög. Jafnframt voru þá opnaðar leiðir til að breyta samvinnufélagi í hlutafélag, og skv. 3.mgr. 61.gr. laganna eiga menn nú kost á því að starfrækja „samvinnuhlutafélög“ með svipuðum hætti og tíðkast í samvinnustarfi í nágrannalöndunum. Í þessu samhengi má nefna að í 3.mgr. 51.gr. og í 52.gr. laga um tekjuskatt eru einnig ákvæði um færslur eigna milli samvinnufélags og hlutafélags við slit eða skipti á samvinnufélagi. Rétt er að taka fram að Samvinnutryggingar eru ekki samvinnufélag enda þótt vísað sé til laga um samvinnufélög í samþykktum. Réttarform Samvinnutrygginga er sérstætt og mjög líkt skipulagi íslenskra sparisjóða. Höfundur er fyrrverandi rektor Samvinnuháskólans og átti þátt í undirbúningi lagabreytinga um samvinnufélög.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun