Aðgerða er þörf á Íslandi Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 13. júní 2007 05:00 Sterkar vísbendingar eru um að breytingar séu að verða í íslenkri náttúru vegna hlýnunar andrúmslofts og sjávar. Frá Vestmannaeyjum berast þau tíðindi að allt stefni í að lundavarp bregðist í ár vegna þess hve lítið er af æti í sjónum. Sumir telja að krían verpi lítið og seint af sömu ástæðum. Erfitt er að staðhæfa að þessi þróun sé að verða vegna hlýnunar loftslags en engu að síður láta sérfróðir vísindamenn hafa eftir sér að sú sé líklegasta skýringin. Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) vakti nýlega athygli á því að sterkar vísbendingar væru um að breytingar væru að verða á vistkerfum í hafi vegna hlýnunar, m.a. hefðu orðið breytingar á útbreiðslu þörunga, svifs og fisktegunda. Aðrar afleiðingar sem lítið hefur verið fjallað um kunna að fylgja. Meðal þeirra eru breytingar á sýrustigi sjávar en upptaka sjávar á koltvísýringi eykst með styrki hans í lofti. Áhrif súrnunar á lífríki hafsins er dæmi um afleiðingar loftslagsbreytinga sem enn eru tiltölulega lítt þekktar, en ljóst er að súrnun er neikvæð fyrir skeldýr og tegundir sem eru háðar þeim. Vegna óvissu á þessum sviðum er ljóst að betri þekkingar er þörf. Brátt tekur til starfa á vegum umhverfisráðuneytisins vísindanefnd sem verður falið að skoða afleiðingar loftslagsbreytinga hér á landi og er stefnt að því að hún skili niðurstöðum sínum næsta vor. Sérfræðinganefnd um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi hefur þegar verið skipuð. Þekking krefst viðbragðaÞrátt fyrir óvissu um nákvæm áhrif loftslagsbreytinga hér á landi þá ríkir engin óvissa um það að loftslagshlýnun er að eiga sér stað. Þess vegna verður að bregðast við breytingunum af krafti. Íslendingar þurfa að vera leiðandi í umræðunni á heimsvísu. Nýverið leiddi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra umræður um loftslagsmál á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar var samhljóma álit manna að Norðurlöndin ættu að gegna lykilhlutverki í að raunhæf og metnaðarfull niðurstaða náist á ráðherrafundi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 2009. Íslendingar geta einnig gegnt mikilvægu hlutverki á alþjóðavísu með útflutningi á íslensku hugviti á sviði endurnýjanlegrar orku og loftslagsvænnar tækni. Við höfum verið leiðandi á sviði jarðhitanýtingar og höfum t.d. rekið Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna um árabil. Einnig hafa íslensk fyrirtæki starfað að margvíslegum verkefnum á erlendri grund. Mikilvægt er að Íslendingar verði áfram í fararbroddi á þessu sviði og efli enn frekar þróunarsamvinnu og útrás íslenskra fyrirtækja á þessu sviði. Hagrænir hvatarHeima fyrir þurfum við að gæta þess að fylgja þeim skuldbindingum sem við höfum tekist á hendur með undirritun Kyoto-bókunarinnar. Við þurfum einnig að stuðla að því að olíunotkun í sjávarútvegi minnki og að einstaklingar og fyrirtæki velji sér umhverfisvænni fararmáta. Notkun olíu hefur aukist stöðugt hér á landi undanfarin ár og er nú um 900 þúsund tonn en var 700 þúsund tonn fyrir sautján árum. Af þessari olíu notar bílaflotinn mest. Sé miðað við mannfjölda þá nota Íslendingar svipað magn jarðefnaeldsneytis og aðrar þjóðir OECD-ríkjanna. Koltvísýringslosun hér á landi er því mikil þrátt fyrir hátt hlutfall endurnýjanlegrar orkugjafa. Við getum hvatt almenning til að nota umhverfisvænni ferðamáta með því að efla almenningssamgöngur. Þá er einnig mikilvægt að hygla umhverfisvænum bílum með hagrænum hvötum á kostnað þeirra sem menga meira. Það kerfi sem nú er við lýði í álögum á eldsneyti og bíla er úrelt. Því þurfum við að endurskoða álögur á eldsneyti og gjöld á bifreiðar með það fyrir augum að gera sparneytnar bifreiðar og loftslagsvænt eldsneyti ódýrara. Eins má grípa til aðgerða eins og að efla rannsóknir á sviði vistvænna farartækja og skipa, framlengja afslætti og niðurfellingu af vörugjöldum vistvænni bifreiða og halda gjöldum á vistvænu eldsneyti í lágmarki. Mikilvægt er að stjórnvöld og almenningur sameinist um að leggja lóð á vogarskálarnar til að hægja á loftslagsbreytingum. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Sterkar vísbendingar eru um að breytingar séu að verða í íslenkri náttúru vegna hlýnunar andrúmslofts og sjávar. Frá Vestmannaeyjum berast þau tíðindi að allt stefni í að lundavarp bregðist í ár vegna þess hve lítið er af æti í sjónum. Sumir telja að krían verpi lítið og seint af sömu ástæðum. Erfitt er að staðhæfa að þessi þróun sé að verða vegna hlýnunar loftslags en engu að síður láta sérfróðir vísindamenn hafa eftir sér að sú sé líklegasta skýringin. Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) vakti nýlega athygli á því að sterkar vísbendingar væru um að breytingar væru að verða á vistkerfum í hafi vegna hlýnunar, m.a. hefðu orðið breytingar á útbreiðslu þörunga, svifs og fisktegunda. Aðrar afleiðingar sem lítið hefur verið fjallað um kunna að fylgja. Meðal þeirra eru breytingar á sýrustigi sjávar en upptaka sjávar á koltvísýringi eykst með styrki hans í lofti. Áhrif súrnunar á lífríki hafsins er dæmi um afleiðingar loftslagsbreytinga sem enn eru tiltölulega lítt þekktar, en ljóst er að súrnun er neikvæð fyrir skeldýr og tegundir sem eru háðar þeim. Vegna óvissu á þessum sviðum er ljóst að betri þekkingar er þörf. Brátt tekur til starfa á vegum umhverfisráðuneytisins vísindanefnd sem verður falið að skoða afleiðingar loftslagsbreytinga hér á landi og er stefnt að því að hún skili niðurstöðum sínum næsta vor. Sérfræðinganefnd um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi hefur þegar verið skipuð. Þekking krefst viðbragðaÞrátt fyrir óvissu um nákvæm áhrif loftslagsbreytinga hér á landi þá ríkir engin óvissa um það að loftslagshlýnun er að eiga sér stað. Þess vegna verður að bregðast við breytingunum af krafti. Íslendingar þurfa að vera leiðandi í umræðunni á heimsvísu. Nýverið leiddi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra umræður um loftslagsmál á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar var samhljóma álit manna að Norðurlöndin ættu að gegna lykilhlutverki í að raunhæf og metnaðarfull niðurstaða náist á ráðherrafundi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 2009. Íslendingar geta einnig gegnt mikilvægu hlutverki á alþjóðavísu með útflutningi á íslensku hugviti á sviði endurnýjanlegrar orku og loftslagsvænnar tækni. Við höfum verið leiðandi á sviði jarðhitanýtingar og höfum t.d. rekið Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna um árabil. Einnig hafa íslensk fyrirtæki starfað að margvíslegum verkefnum á erlendri grund. Mikilvægt er að Íslendingar verði áfram í fararbroddi á þessu sviði og efli enn frekar þróunarsamvinnu og útrás íslenskra fyrirtækja á þessu sviði. Hagrænir hvatarHeima fyrir þurfum við að gæta þess að fylgja þeim skuldbindingum sem við höfum tekist á hendur með undirritun Kyoto-bókunarinnar. Við þurfum einnig að stuðla að því að olíunotkun í sjávarútvegi minnki og að einstaklingar og fyrirtæki velji sér umhverfisvænni fararmáta. Notkun olíu hefur aukist stöðugt hér á landi undanfarin ár og er nú um 900 þúsund tonn en var 700 þúsund tonn fyrir sautján árum. Af þessari olíu notar bílaflotinn mest. Sé miðað við mannfjölda þá nota Íslendingar svipað magn jarðefnaeldsneytis og aðrar þjóðir OECD-ríkjanna. Koltvísýringslosun hér á landi er því mikil þrátt fyrir hátt hlutfall endurnýjanlegrar orkugjafa. Við getum hvatt almenning til að nota umhverfisvænni ferðamáta með því að efla almenningssamgöngur. Þá er einnig mikilvægt að hygla umhverfisvænum bílum með hagrænum hvötum á kostnað þeirra sem menga meira. Það kerfi sem nú er við lýði í álögum á eldsneyti og bíla er úrelt. Því þurfum við að endurskoða álögur á eldsneyti og gjöld á bifreiðar með það fyrir augum að gera sparneytnar bifreiðar og loftslagsvænt eldsneyti ódýrara. Eins má grípa til aðgerða eins og að efla rannsóknir á sviði vistvænna farartækja og skipa, framlengja afslætti og niðurfellingu af vörugjöldum vistvænni bifreiða og halda gjöldum á vistvænu eldsneyti í lágmarki. Mikilvægt er að stjórnvöld og almenningur sameinist um að leggja lóð á vogarskálarnar til að hægja á loftslagsbreytingum. Höfundur er umhverfisráðherra.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun