
Stærsti orkugjafinn
Mörg eru munaðarlaus, nokkur með HIV smit, öll fátæk og þurfa á mat að halda til að standa sig í skólanum. Svo er hún búin að koma upp ,,sumarbúðum” utan við borgina, en þangað fer hún með krakka svo þau hangi ekki á götunni í skólaleyfum. Þessi gamla hugsjónakona er í virkjunuarhugleiðingum. Þar sem hún stendur fyrir utan bárujárnsskýlið sem hýsir krakkana uppi í sveit brennur heit sólin yfir henni. Hún vill virkja þessa orku svo krakkarnir geti lesið á kvöldin og jafnvel horft á sjónvarp.
Ég hef mikið velt því fyrir mér hvers vegna virkjun sólarorkunnar er ekki lengra komin en raun ber vitni eftir að ég kom hingað í land svimandi hárra rafmagnsreikninga. Hér er svo sannarlega nóg sól. Hvergi ský á himni mánuðum saman. Og Namibía er ekki auðugt land af annarri orku. Við flytjum helming rafmagns inn frá Suður Afríu, sem segist varla verða aflögufær lengi. Rússar hafa boðist til að setja upp kjarnorkuver, jafnvel á skipum undan ströndu, því hér finnst nægt úran í jörðu. Hollendingar eru að fara af stað með stór vindorkuver á ströndinni, þar er endalaus vindur af hafi. Og stjórnvöld ætla að gefa öllum heimilum sparperur, því ávinningurinn af því að allir noti slíkar perur er talinn í megavöttum. En sólin er alls staðar, hvert sem maður fer.
Ný frétt vakti því athygli mína og staðfesti það sem mann grunar að of lítið hafi verið gert til að virkja sólina. Sólarknúið vasaljós er komið á markað. Mark Bent, frá Houston í Texas, er orðinn stjarna í ákveðnum hópum fyrir að hafa sett 250 þúsund dollara í að finna upp vasaljós sem nýtir sólarorku. Þetta er dæmigerð einföld og ódýr uppfinning sem breytir lífi milljóna manna. Á hlið vasaljóssins er lítill sólarpanell sem hleður rafhlöðurnar. Þær endast í „þúsund nætur“ eins og sagt er og þá er auðvelt að skipta þeim út fyrir lítið. Nú er hægt að kaupa sér svona vasaljós á Netinu og gefa um leið annað til Afríku, fyrir samtals 25 dollara. (Sjá BoGoLight.com þar sem eru myndir af ljósinu). Stórfyrirtæki hafa keypt stóra skammta og lagt til sem gjöf til velgjörðarmála.
Tveir milljarðar manna búa utan við raforkunet heimsins. Innan við 1% af orkuvinnslu mannkyns kemur frá sól eða vindi. Olíulampar og fáfengileg eldstæði lýsa milljörðum manna. Börnin reyna að læra hóstandi í stybbunni, ræningjar gera fyrirsát í myrkri, slysahætta er margföld, fyrir utan að fólk sem jafnvel gætti veitt sér einhver lífsþægindi fær það ekki vegna raforkuskorts. Samt skín sólin yfir því alla daga.
Sjálfur hef ég reynslu af því að virkja sólina heima á Íslandi, í litlu sumarhýsi og gert í 20 ár. Það virkar, þótt í smáum mæli sé. Hér í Afríku eru sólarknúðir vatnshitarar til, en þykja fremur klénir. Fyrir konu eins og Christinu Kharassis ætti að vera einfalt og ódýrt mál að breyta brennandi sólarorkunni í ljós á kvöldin. En henni er sagt að ódýrasta lausnin kosti 400 þúsund íslenskar krónur. Fyrir fólk í hennar stöðu hér í Afríku er það alltof dýrt. Og sumarbúðirnar eru langt utan við raforkunetið í landinu. Hvernig ætti hún að borga fyrir heimtaug og svo rafmagn sem hefur hækkað um 25% á tveimur árum? Ekki er olíurafstöð betri kostur eins og mál þróast á heimsmörkuðum.
Spurningin sem maður kemst ekki hjá að velta fyrir sér er einföld: Hvers vegna er ekki búið að leysa þetta mál, af einhverjum af öllum þeim snillingum sem prýða jörðina? Ef þokkalega stæður hugsjónamaður getur virkjað sólina í vasaljós sem öllum standa til boða fyrir lítið fé, hvers vegna er ekki einhver aðeins betur stæður búinn að útfæra þetta fyrir heimili og skóla? Þegar maður heyrir um 20 dollara sólarljós frá hugsjónamanninum Mark Bent er ekki hægt að komast hjá því að velt fyrir sér hvers vegna ekki eru komir 50 dollara lampar inn í hvern strákofa í heiminum? En það er von. Mark er ekki hættur og næst verða það víst sólarknúin útvörp.
Ps. Þeir sem vilja kynnast hugsjónakonunni Christinu Kharassis betur geta séð stuttmynd um hana á síðu minni, www.stefanjon.is.
Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu.
Skoðun

Áföll og gamlar tuggur
Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar

Billjón dollara hringavitleysa?
Bjarni Herrera skrifar

Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum
Ögmundur Jónasson skrifar

Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt?
Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Aldursfordómar, síðasta sort
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla
Bryndís Gunnarsdóttir skrifar

Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda
Anna Birna Almarsdóttir skrifar

Fáum Elon Musk lánaðan í viku
Davíð Bergmann skrifar

Á-stríðan og meðferðin
Grétar Halldór Gunnarsson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri
Birna Þórisdóttir skrifar

Valkostir í varnarmálum
Tryggvi Hjaltason skrifar

Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi
Hannes Jónsson skrifar

Rænum frá börnum og flestum skítsama
Björn Ólafsson skrifar

Með opinn faðminn í 75 ár
Guðni Tómasson skrifar

Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði
Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar

Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku
Sigvaldi Einarsson skrifar

Lokum.is
Alma Hafsteinsdóttir skrifar

Að komast frá mömmu og pabba
Ingibjörg Isaksen skrifar

Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Upp með olnbogana!
Eliza Reid skrifar

Að missa sjón þó augun virki
Inga María Ólafsdóttir skrifar

Flosi – sannur fyrirliði
Hannes S. Jónsson skrifar

Því miður, atkvæði þitt fannst ekki
Oddgeir Georgsson skrifar

Stigið fram af festu?
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Óður til Grænlands
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR
Sólveig Guðjónsdóttir skrifar

Skrifræðismartröð í Hæðargarði
Dóra Magnúsdóttir skrifar

Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins
Högni Elfar Gylfason skrifar