Meyfæðing hákarls staðfest í fyrsta sinn 31. maí 2007 12:00 Til eru skráð tilfelli um meyfæðingar hjá beinfiskum en aldrei fyrr í brjóskfiskum á borð við hákarla. MYND/AP Kvenkyns hákarlar geta frjóvgað egg sín og fætt afkvæmi án sæðis frá karlkyns hákarli samkvæmt nýrri rannsókn á meyfæðingu hamarsháfs í dýragarði í Nebraska í Bandaríkjunum. Árið 2001 fæddist hákarl í Henry Doorly-dýragarðinum í búri þriggja kvenkyns hákarla en enginn af þeim hafði komist í tæri við karlkyns hákarl í að minnsta kosti þrjú ár. Við rannsókn á kjarnsýru afkvæmisins fundust engin merki um að karlkyns hákarl hefði komið að getnaðinum. Hákarlasérfræðingar segja þetta fyrsta staðfesta tilfellið um meyfæðingu hákarls. Kynlaus æxlun er algeng meðal nokkurra skordýrategunda, fágætari hjá skriðdýrum og fiskum og hefur aldrei verið skráð hjá spendýrum. „Þessar niðurstöður komu mjög á óvart vegna þess að fólk vissi ekki betur en að allir hákarlar fjölguðu sér bara með mökun karl- og kvenhákarls, þar sem fósturvísirinn þarf kjarnsýru frá báðum foreldrum til að ná fullum þroska, eins og hjá spendýrum,“ sagði sjávarlíffræðingurinn Paulo Prodohl við Queens-háskóla í Belfast á Norður-Írlandi. Írskir og bandarískir vísindamenn unnu saman að rannsókninni. Áður en rannsóknin var gerð töldu margir hákarlasérfræðingar að fæðing hákarlsins væri til marks um þekktan hæfileika kvenhákarls til að geyma sæði í langan tíma. Sex mánuðir er algengt en þrjú ár hefði verið einsdæmi. Sú skýring getur þó ekki átt við þar sem engin merki fundust um kjarnsýru frá karlkyns hákarli. Þessi athyglisverða uppgötvun er þó ekki endilega góðar fréttir fyrir tegundina að mati vísindamanna. Prodohl sagði að ef meyfæðingar væru að eiga sér stað úti í náttúrunni vegna þess að kvenkyns hákarlar gætu ekki fundið karlkyns mökunarfélaga, gæti það þýtt „þróunarlegan dauða sem ógnaði tilveru tegundarinnar“. Prodohl grunar að þetta sé nú þegar vandamál úti í náttúrunni og benti á að fjöldi bláhákarla við vesturströnd Írlands hefði dregist saman um níutíu prósent undanfarin tólf ár. Bot Hueter, forstöðumaður hákarlarannsóknarseturs í Flórída, efast um að meyfæðingar eigi sér stað úti í náttúrunni þar sem það sé „þróunarlegt úrræði til að viðhalda tegundinni þegar önnur úrræði þverra“. Þetta sé algjört neyðarúrræði þar sem það leiði til erfðafræðilegrar einsleitni sem komi smám saman niður á hæfni tegundarinnar. „En sem skammtíma mótvægi við útrýmingu hefur það sína kosti.“ Vísindi Tengdar fréttir Chavez hótar nú að loka annarri stöð Fjölmennir útifundir bæði andstæðinga og stuðningsmanna forsetans víða í Venesúela síðustu daga. Chavez segir einkarekna fjölmiðla hvetja til ofbeldis. 31. maí 2007 01:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Kvenkyns hákarlar geta frjóvgað egg sín og fætt afkvæmi án sæðis frá karlkyns hákarli samkvæmt nýrri rannsókn á meyfæðingu hamarsháfs í dýragarði í Nebraska í Bandaríkjunum. Árið 2001 fæddist hákarl í Henry Doorly-dýragarðinum í búri þriggja kvenkyns hákarla en enginn af þeim hafði komist í tæri við karlkyns hákarl í að minnsta kosti þrjú ár. Við rannsókn á kjarnsýru afkvæmisins fundust engin merki um að karlkyns hákarl hefði komið að getnaðinum. Hákarlasérfræðingar segja þetta fyrsta staðfesta tilfellið um meyfæðingu hákarls. Kynlaus æxlun er algeng meðal nokkurra skordýrategunda, fágætari hjá skriðdýrum og fiskum og hefur aldrei verið skráð hjá spendýrum. „Þessar niðurstöður komu mjög á óvart vegna þess að fólk vissi ekki betur en að allir hákarlar fjölguðu sér bara með mökun karl- og kvenhákarls, þar sem fósturvísirinn þarf kjarnsýru frá báðum foreldrum til að ná fullum þroska, eins og hjá spendýrum,“ sagði sjávarlíffræðingurinn Paulo Prodohl við Queens-háskóla í Belfast á Norður-Írlandi. Írskir og bandarískir vísindamenn unnu saman að rannsókninni. Áður en rannsóknin var gerð töldu margir hákarlasérfræðingar að fæðing hákarlsins væri til marks um þekktan hæfileika kvenhákarls til að geyma sæði í langan tíma. Sex mánuðir er algengt en þrjú ár hefði verið einsdæmi. Sú skýring getur þó ekki átt við þar sem engin merki fundust um kjarnsýru frá karlkyns hákarli. Þessi athyglisverða uppgötvun er þó ekki endilega góðar fréttir fyrir tegundina að mati vísindamanna. Prodohl sagði að ef meyfæðingar væru að eiga sér stað úti í náttúrunni vegna þess að kvenkyns hákarlar gætu ekki fundið karlkyns mökunarfélaga, gæti það þýtt „þróunarlegan dauða sem ógnaði tilveru tegundarinnar“. Prodohl grunar að þetta sé nú þegar vandamál úti í náttúrunni og benti á að fjöldi bláhákarla við vesturströnd Írlands hefði dregist saman um níutíu prósent undanfarin tólf ár. Bot Hueter, forstöðumaður hákarlarannsóknarseturs í Flórída, efast um að meyfæðingar eigi sér stað úti í náttúrunni þar sem það sé „þróunarlegt úrræði til að viðhalda tegundinni þegar önnur úrræði þverra“. Þetta sé algjört neyðarúrræði þar sem það leiði til erfðafræðilegrar einsleitni sem komi smám saman niður á hæfni tegundarinnar. „En sem skammtíma mótvægi við útrýmingu hefur það sína kosti.“
Vísindi Tengdar fréttir Chavez hótar nú að loka annarri stöð Fjölmennir útifundir bæði andstæðinga og stuðningsmanna forsetans víða í Venesúela síðustu daga. Chavez segir einkarekna fjölmiðla hvetja til ofbeldis. 31. maí 2007 01:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Chavez hótar nú að loka annarri stöð Fjölmennir útifundir bæði andstæðinga og stuðningsmanna forsetans víða í Venesúela síðustu daga. Chavez segir einkarekna fjölmiðla hvetja til ofbeldis. 31. maí 2007 01:00