Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Farnir að heimanGreinilegt er að vinnan við alþjóðavæðingu SÍF, Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, í gegnum árin með yfirtökum á fyrirtækjum á meginlandi Evrópu hefur tekist vel. Punkturinn var settur yfir i-ið þegar nafni SÍF var kastað fyrir róða og Alfesca tekið upp í febrúar í fyrra. Þá voru höfuðstöðvar fyrirtækisins hér á landi seldar í fyrra. Svo vel hefur tekist að erlendir stjórnendur fyrirtækisins sögðust lítt þekkja til íslenskra fjölmiðla á uppgjörsfundi félagsins. Spurning er hvort sama máli gegni ekki um þekkingu Íslendinga á Alfesca en vörur fyrirtækisins eru flestar til sölu í erlendum stórmörkuðum og illfáanlegar í íslenskum verslunum svo vitað sé. Markaðir á fleygiferðMarkaðir ná methæðum víðar en hér því í gær fór vísitala 20 helstu fyrirtækja í Kaupmannahafnarkauphöllinni yfir 500 stig í fyrsta sinn. Danskir hlutabréfaeigendur horfa því á mikinn eignavöxt, á pappír í það minnsta. Vísitalan endaði í 500,44 stigum, hækkaði um 1,22 prósent.

Hækkunin á dönskum bréfum í gær var leidd af virðisaukningu bréfa A. P. Møller-Mærsk sem hækkuðu um 4,5 prósent yfir daginn. Berlingske Tidende segir ástæðuna þá að Morgan Stainley hafi endurskoðað ráðgjöf sína varðandi kaup á bréfunum og fært úr „underweight" flokki í „overweight" og telji þau því vænlegri til kaupa en áður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×