Slúður og fréttir 9. maí 2007 00:01 Þótt sumarið nálgist óðfluga býst ég ekki við neinni lognmollu á markaðnum á næstunni. Ég ráðlegg reyndar engum að fara út í hanaslag um mitt sumar þegar fjölmiðlar upplifa tóma gúrkutíð. Hver gleymir látunum í Straumi-Burðarási í fyrrasumar og SPRON-málinu fyrir nokkrum árum? Yfirtökuáform Baugs í Mosaic Fashions og Eyjamanna í Vinnslustöðina leggjast misvel í menn og trúi ég því varla að öll kurl séu komin þar til grafar. Mikið rosalega var ég ósáttur með það verð sem Baugur ætlar að borga fyrir Mosaic. Ég keypti skammt í útboðinu fyrir tveimur árum á 13,6 og fæ því bara 29 prósent ofan á það og sjö prósent ofan á síðasta viðskiptagengi. Hvernig voru aftur hin óskráðu lögmál um þrjátíu prósenta yfirverð í Bretlandi? Og ætla Binni og félagar í Eyjum að læsa Guðmund Kristjánsson og aðra hluthafa inni á verði sem er langt undir síðasta markaðsgengi? En ég á allt eins von á því að fleiri félög verði skotspónn „yfirtökumanna“ á árinu. Maður heyrir orðróm um að FL Group hafi boðið í Atorku Group. Beið ég ekki lengi boðanna og skellti mér á vænan skammt í Atorku. Annars eru alls kyns sögusagnir í gangi um bankana og önnur fyrirtæki sem verður að taka með varúð. En auðvitað ber alltaf að hafa hið gamla húsráð spákaupmanna í hávegum að kaupa á slúðri og selja á staðreyndum. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Þótt sumarið nálgist óðfluga býst ég ekki við neinni lognmollu á markaðnum á næstunni. Ég ráðlegg reyndar engum að fara út í hanaslag um mitt sumar þegar fjölmiðlar upplifa tóma gúrkutíð. Hver gleymir látunum í Straumi-Burðarási í fyrrasumar og SPRON-málinu fyrir nokkrum árum? Yfirtökuáform Baugs í Mosaic Fashions og Eyjamanna í Vinnslustöðina leggjast misvel í menn og trúi ég því varla að öll kurl séu komin þar til grafar. Mikið rosalega var ég ósáttur með það verð sem Baugur ætlar að borga fyrir Mosaic. Ég keypti skammt í útboðinu fyrir tveimur árum á 13,6 og fæ því bara 29 prósent ofan á það og sjö prósent ofan á síðasta viðskiptagengi. Hvernig voru aftur hin óskráðu lögmál um þrjátíu prósenta yfirverð í Bretlandi? Og ætla Binni og félagar í Eyjum að læsa Guðmund Kristjánsson og aðra hluthafa inni á verði sem er langt undir síðasta markaðsgengi? En ég á allt eins von á því að fleiri félög verði skotspónn „yfirtökumanna“ á árinu. Maður heyrir orðróm um að FL Group hafi boðið í Atorku Group. Beið ég ekki lengi boðanna og skellti mér á vænan skammt í Atorku. Annars eru alls kyns sögusagnir í gangi um bankana og önnur fyrirtæki sem verður að taka með varúð. En auðvitað ber alltaf að hafa hið gamla húsráð spákaupmanna í hávegum að kaupa á slúðri og selja á staðreyndum. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira