Við vorum bara fimm Ögmundur Jónasson skrifar 8. maí 2007 06:00 Á þeim kjörtímabilum sem liðin eru síðan Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu saman ríkisstjórn hefur mikið vatn runnið til sjávar. Í stað þess að framleidd væru 90 þúsund tonn af áli verða nú framleidd milljón tonn af áli og stefnir í enn meira – jafnvel þótt vitað sé að um er að ræða atvinnustarfsemi sem skapar minni virðisauka en flestar aðrar atvinnugreinar. Kárahnjúkunum var fórnað, tekist var á um Þjórsárverin, Jökulárnar í Skagafirði og ekki er útséð um aðrar náttúruperlur sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks rennir hýru auga til. Og nú á að selja Landsvirkjun og öll hin orkufyrirtækin! Kannski eignast Alcan eða Alcoa Landsvirkjun og semja við sjálf sig um orkuverð. Allir muna eftir Landssímasölunni, vatnafrumvarpinu, S-hópnum, einkavinavæðingunni og hinum staðföstu stuðningsmönnum Íraksinnrásarinnar. Kannski muna færri eftir frumvarpinu um auðlindir í jörðu þar sem einkaeignarrétturinn var færður langt niður í jarðskorpuna. Allir muna eftir afnámi húsnæðislaganna þar sem félagsleg úrræði voru strokuð út með þeim afleiðingum að efnalítið fólk á ekki lengur kost á því að eignast húsnæði. Sjálfstæðisflokkurinn segir nú brýnast að einkavæða heilbrigðiskerfið. Misrétti fer vaxandi og mitt í allri velsældinni boðar stjórnmálaflokkur aðgerðaáætlun til að útrýma fátækt! Sá flokkur er að sjálfsögðu VG, sem hefur staðið vaktina undanfarin ár. Hve margir skyldu gera sér grein fyrir að við vorum bara fimm á þingi? Við hefðum verið öflugri helmingi fleiri að ekki sé minnst á fjórum sinnum fleiri, 20 talsins eins og þingmenn Samfylkingarinnar. Nú hræðast aðrir flokkar að VG kunni að eflast. Þorsteinn Pálsson, ritstjóri þessa blaðs, skrifar leiðara skelfingu lostinn yfir þeim möguleika. Hann segir Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu eiga vel saman. Þeir flokkar þurfi lítið að slá af til að ganga í eina sæng. En ég spyr: Væri það gott fyrir þjóðina að áfram yrði keyrð sama stefna – án undansláttar? Er ekki kominn tími til að fá svolitla hrygglengju í velferðar-, umhverfis- og utanríkismálapólitíkina á Alþingi? Væri það ekki til góðs að þingmannafjöldi VG á Alþingi yrði fjórfaldaður? Hugsum málið með reynslu undangenginna ára í huga. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á þeim kjörtímabilum sem liðin eru síðan Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu saman ríkisstjórn hefur mikið vatn runnið til sjávar. Í stað þess að framleidd væru 90 þúsund tonn af áli verða nú framleidd milljón tonn af áli og stefnir í enn meira – jafnvel þótt vitað sé að um er að ræða atvinnustarfsemi sem skapar minni virðisauka en flestar aðrar atvinnugreinar. Kárahnjúkunum var fórnað, tekist var á um Þjórsárverin, Jökulárnar í Skagafirði og ekki er útséð um aðrar náttúruperlur sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks rennir hýru auga til. Og nú á að selja Landsvirkjun og öll hin orkufyrirtækin! Kannski eignast Alcan eða Alcoa Landsvirkjun og semja við sjálf sig um orkuverð. Allir muna eftir Landssímasölunni, vatnafrumvarpinu, S-hópnum, einkavinavæðingunni og hinum staðföstu stuðningsmönnum Íraksinnrásarinnar. Kannski muna færri eftir frumvarpinu um auðlindir í jörðu þar sem einkaeignarrétturinn var færður langt niður í jarðskorpuna. Allir muna eftir afnámi húsnæðislaganna þar sem félagsleg úrræði voru strokuð út með þeim afleiðingum að efnalítið fólk á ekki lengur kost á því að eignast húsnæði. Sjálfstæðisflokkurinn segir nú brýnast að einkavæða heilbrigðiskerfið. Misrétti fer vaxandi og mitt í allri velsældinni boðar stjórnmálaflokkur aðgerðaáætlun til að útrýma fátækt! Sá flokkur er að sjálfsögðu VG, sem hefur staðið vaktina undanfarin ár. Hve margir skyldu gera sér grein fyrir að við vorum bara fimm á þingi? Við hefðum verið öflugri helmingi fleiri að ekki sé minnst á fjórum sinnum fleiri, 20 talsins eins og þingmenn Samfylkingarinnar. Nú hræðast aðrir flokkar að VG kunni að eflast. Þorsteinn Pálsson, ritstjóri þessa blaðs, skrifar leiðara skelfingu lostinn yfir þeim möguleika. Hann segir Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu eiga vel saman. Þeir flokkar þurfi lítið að slá af til að ganga í eina sæng. En ég spyr: Væri það gott fyrir þjóðina að áfram yrði keyrð sama stefna – án undansláttar? Er ekki kominn tími til að fá svolitla hrygglengju í velferðar-, umhverfis- og utanríkismálapólitíkina á Alþingi? Væri það ekki til góðs að þingmannafjöldi VG á Alþingi yrði fjórfaldaður? Hugsum málið með reynslu undangenginna ára í huga. Höfundur er þingmaður VG.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun