Alþjóðlegar áherslur af ólíkum toga 25. apríl 2007 05:15 Frá því að Háskóli Íslands reið á vaðið með MBA-nám fyrir tæpum fimm árum síðan hafa rúmlega fjögur hundruð manns útskrifast þaðan og frá Háskólanum í Reykjavík. Fjölmargar gerðir MBA-náms eru til í heiminum enda er það meðal vinsælasta framhaldsnáms á háskólastigi í heimi. Með nokkurri einföldun má segja að því megi skipta í tvo flokka. Annars vegar MBA-nám í dagskóla og hins vegar svokallað Executive MBA. Í MBA-námi í dagskóla er algengt að nemendur komi beint úr grunnnámi og hafi litla starfsreynslu. Ekki er gert ráð fyrir að unnið sé samhliða því námi. Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík fylgja hinni leiðinni. Executive MBA er yfirleitt skipulagt svo að nemendur geti unnið samhliða náminu. Í þeim tilfellum er gert ráð fyrir umtalsverðri starfsreynslu og er ekki óalgengt að meðalaldur nemenda sé í kringum 35 ár. Vinsældir þeirrar leiðar koma ekki síst til af því að nemendur læra ekki einungis af bókum sínum og kennurum heldur ekki síst hverjir af öðrum. Þótt HÍ og HR fylgi skilgreiningunni að sams konar prógrammi er margt sem skilur á milli námsins. Í báðum skólum er viðurkenndum alþjóðlegum fyrirmyndum fylgt og lögð er rík áhersla á að búa nemendur undir alþjóðlegt umhverfi. Nálgunin að því alþjóðlega er hins vegar gjörólík. Í Háskóla Íslands er talið mikilvægast að miða námið við íslenskar aðstæður, stundakennarar eru íslenskir og námið fer að mestu leyti fram á íslensku. Erlendir gestakennarar eru fengnir til að kenna og allar námsbækur eru á ensku. Þar er þeirri sannfæringu fylgt að íslenskt atvinnulíf sé að mörgu leyti svo sérstakt að almennt séð hafi erlendir kennarar ekki sérstakan skilning á því, sem gerð sé krafa um í Háskóla Íslands. Nemendur fá því fyrst og fremst sinn skilning á alþjóðlegu umhverfi í gegnum námsbækur sínar og erlenda gestakennara. Álitið er að eftir námið verði nemendur fullfærir um að heimfæra sjálfir fræðin yfir á alþjóðlegar aðstæður. Í Háskólanum í Reykjavík er þvert á móti forðast að sérsníða námið að íslenskum aðstæðum. Leitast er við að gera það sem allra líkast því sem gerist í útlöndum. Það fer að öllu leyti fram á ensku. Meira en helmingur kennaranna er erlendur og kemur hingað til kennslu í stutta stund í senn. Hinir eru Íslendingar sem margir hverjir búa og starfa erlendis. Í MBA-námi HR er gengið út frá því að viðfangsefni í íslensku atvinnulífi séu ekki einstök. Flest íslensk fyrirtæki horfi til erlendra markaða og verði sífellt alþjóðlegri að stærð og gerð. Nemendur sem starfi við séríslenskar aðstæður séu fullfærir um að staðfæra þekkinguna yfir á þær. Þeir sem hyggja á MBA-nám verða að gera upp við sig hvort þeir telji vænlegra að miða alþjóðlegt nám sitt að íslenskum eða erlendum aðstæðum. Geti þeir svarað þeirri spurningu ætti að vera vandræðalaust að velja á milli háskólanna tveggja. Undir smásjánni Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
Frá því að Háskóli Íslands reið á vaðið með MBA-nám fyrir tæpum fimm árum síðan hafa rúmlega fjögur hundruð manns útskrifast þaðan og frá Háskólanum í Reykjavík. Fjölmargar gerðir MBA-náms eru til í heiminum enda er það meðal vinsælasta framhaldsnáms á háskólastigi í heimi. Með nokkurri einföldun má segja að því megi skipta í tvo flokka. Annars vegar MBA-nám í dagskóla og hins vegar svokallað Executive MBA. Í MBA-námi í dagskóla er algengt að nemendur komi beint úr grunnnámi og hafi litla starfsreynslu. Ekki er gert ráð fyrir að unnið sé samhliða því námi. Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík fylgja hinni leiðinni. Executive MBA er yfirleitt skipulagt svo að nemendur geti unnið samhliða náminu. Í þeim tilfellum er gert ráð fyrir umtalsverðri starfsreynslu og er ekki óalgengt að meðalaldur nemenda sé í kringum 35 ár. Vinsældir þeirrar leiðar koma ekki síst til af því að nemendur læra ekki einungis af bókum sínum og kennurum heldur ekki síst hverjir af öðrum. Þótt HÍ og HR fylgi skilgreiningunni að sams konar prógrammi er margt sem skilur á milli námsins. Í báðum skólum er viðurkenndum alþjóðlegum fyrirmyndum fylgt og lögð er rík áhersla á að búa nemendur undir alþjóðlegt umhverfi. Nálgunin að því alþjóðlega er hins vegar gjörólík. Í Háskóla Íslands er talið mikilvægast að miða námið við íslenskar aðstæður, stundakennarar eru íslenskir og námið fer að mestu leyti fram á íslensku. Erlendir gestakennarar eru fengnir til að kenna og allar námsbækur eru á ensku. Þar er þeirri sannfæringu fylgt að íslenskt atvinnulíf sé að mörgu leyti svo sérstakt að almennt séð hafi erlendir kennarar ekki sérstakan skilning á því, sem gerð sé krafa um í Háskóla Íslands. Nemendur fá því fyrst og fremst sinn skilning á alþjóðlegu umhverfi í gegnum námsbækur sínar og erlenda gestakennara. Álitið er að eftir námið verði nemendur fullfærir um að heimfæra sjálfir fræðin yfir á alþjóðlegar aðstæður. Í Háskólanum í Reykjavík er þvert á móti forðast að sérsníða námið að íslenskum aðstæðum. Leitast er við að gera það sem allra líkast því sem gerist í útlöndum. Það fer að öllu leyti fram á ensku. Meira en helmingur kennaranna er erlendur og kemur hingað til kennslu í stutta stund í senn. Hinir eru Íslendingar sem margir hverjir búa og starfa erlendis. Í MBA-námi HR er gengið út frá því að viðfangsefni í íslensku atvinnulífi séu ekki einstök. Flest íslensk fyrirtæki horfi til erlendra markaða og verði sífellt alþjóðlegri að stærð og gerð. Nemendur sem starfi við séríslenskar aðstæður séu fullfærir um að staðfæra þekkinguna yfir á þær. Þeir sem hyggja á MBA-nám verða að gera upp við sig hvort þeir telji vænlegra að miða alþjóðlegt nám sitt að íslenskum eða erlendum aðstæðum. Geti þeir svarað þeirri spurningu ætti að vera vandræðalaust að velja á milli háskólanna tveggja.
Undir smásjánni Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira