Besta fjárfestingin hingað til 25. apríl 2007 06:00 Elísabet Sveinsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar á sölu- og markaðssviði Icelandair. Þegar Elísabet Sveinsdóttir hóf MBA-nám við Háskóla Íslands fyrir tæpum tveimur árum gegndi hún fullu starfi sem forstöðumaður einstaklingssviðs á markaðsdeild Glitnis. Hún var því á kafi í náminu á þeim tíma er Glitnir var að leggja Íslandsbankanafninu. „Ég hef farið í gegnum þetta nám með brjálaðri vinnu. En þetta hefur líka verið gríðarlega kraftmikill tími. Ég er ekki frá því að ég muni sakna hans þegar þessu lýkur,“ segir Elísabet sem útskrifast úr náminu í vor. Í febrúar síðastliðnum söðlaði Elísabet um og hóf störf sem forstöðumaður viðskiptaþróunar á sölu- og markaðssviði Icelandair. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki hafnað. Ég myndi þó ekki mæla sérstaklega með því að skipta um vinnu í miðju MBA-námi. Maður þarf að vera mjög einbeittur á þessum tíma og allt aukarask á lífinu er slæmt. En þetta hefur gengið ljómandi vel enda ríkir góður skilningur á vinnustaðnum. Maður fer heldur ekki í gegnum svona nám nema með því að hafa hundrað prósent stuðning vinnuveitanda.“ Elísabet segir námið hafa nýst sér vel í störfum sínum, bæði hjá Glitni og Icelandair. Hún segist oft hafa nýtt sér þann möguleika að samnýta verkefni fyrir vinnuna og skólann. Það styðji skólinn enda gangi námið að miklu leyti út á náin tengsl við atvinnulífið. Fyrir hafði Elísabet próf í hagnýtri fjölmiðlun og markaðsfræði. Hún er ánægð með þá þekkingu sem hún hefur viðað að sér í náminu. „Ég er miklu sterkari, hef miklu yfirgripsmeiri þekkingu á rekstri og öðrum grunnþáttum míns starfs.“ Elísabet er líka ánægð með uppbyggingu og gæði námsins. „Það er faglegur blær yfir öllu náminu sem er bæði hagnýtt og hnitmiðað. Þar fyrir utan eru kennararnir mjög hæfir. Þeir hafa mikinn metnað fyrir hönd nemenda og eru alltaf boðnir og búnir að veita aðstoð. Svo má ekki gleyma tengslamynduninni. Vinnan með öllu þessu fólki úr ýmsum mismunandi greinum stendur upp úr.“ „Á heildina litið er ég í skýjunum með námið. Ég held að það hafi verið eitt af mínum gæfusporum að fara í MBA-nám við Háskóla Íslands,“ segir Elísabet. „Þetta er tvímælalaust mín besta fjárfesting hingað til.“ Undir smásjánni Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Sjá meira
Þegar Elísabet Sveinsdóttir hóf MBA-nám við Háskóla Íslands fyrir tæpum tveimur árum gegndi hún fullu starfi sem forstöðumaður einstaklingssviðs á markaðsdeild Glitnis. Hún var því á kafi í náminu á þeim tíma er Glitnir var að leggja Íslandsbankanafninu. „Ég hef farið í gegnum þetta nám með brjálaðri vinnu. En þetta hefur líka verið gríðarlega kraftmikill tími. Ég er ekki frá því að ég muni sakna hans þegar þessu lýkur,“ segir Elísabet sem útskrifast úr náminu í vor. Í febrúar síðastliðnum söðlaði Elísabet um og hóf störf sem forstöðumaður viðskiptaþróunar á sölu- og markaðssviði Icelandair. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki hafnað. Ég myndi þó ekki mæla sérstaklega með því að skipta um vinnu í miðju MBA-námi. Maður þarf að vera mjög einbeittur á þessum tíma og allt aukarask á lífinu er slæmt. En þetta hefur gengið ljómandi vel enda ríkir góður skilningur á vinnustaðnum. Maður fer heldur ekki í gegnum svona nám nema með því að hafa hundrað prósent stuðning vinnuveitanda.“ Elísabet segir námið hafa nýst sér vel í störfum sínum, bæði hjá Glitni og Icelandair. Hún segist oft hafa nýtt sér þann möguleika að samnýta verkefni fyrir vinnuna og skólann. Það styðji skólinn enda gangi námið að miklu leyti út á náin tengsl við atvinnulífið. Fyrir hafði Elísabet próf í hagnýtri fjölmiðlun og markaðsfræði. Hún er ánægð með þá þekkingu sem hún hefur viðað að sér í náminu. „Ég er miklu sterkari, hef miklu yfirgripsmeiri þekkingu á rekstri og öðrum grunnþáttum míns starfs.“ Elísabet er líka ánægð með uppbyggingu og gæði námsins. „Það er faglegur blær yfir öllu náminu sem er bæði hagnýtt og hnitmiðað. Þar fyrir utan eru kennararnir mjög hæfir. Þeir hafa mikinn metnað fyrir hönd nemenda og eru alltaf boðnir og búnir að veita aðstoð. Svo má ekki gleyma tengslamynduninni. Vinnan með öllu þessu fólki úr ýmsum mismunandi greinum stendur upp úr.“ „Á heildina litið er ég í skýjunum með námið. Ég held að það hafi verið eitt af mínum gæfusporum að fara í MBA-nám við Háskóla Íslands,“ segir Elísabet. „Þetta er tvímælalaust mín besta fjárfesting hingað til.“
Undir smásjánni Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Sjá meira