Starfsframinn tók nýja stefnu 25. apríl 2007 06:00 Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Þátttaka Hrannar Marinósdóttur í MBA-námi Háskólans í Reykjavík varð til þess að starfsferill hennar tók nýja stefnu. Áður en hún hóf nám hafði hún starfað lengi sem blaðamaður og þyrsti í breytingar. „Ég var orðin dálítið þreytt á blaðamennskunni og langaði til að gera eitthvað nýtt. Ég hafði heyrt góðar sögur af MBA-náminu í Háskólanum í Reykjavík og ákvað að láta slag standa." Hrönn hóf nám árið 2002 og byrjaði fljótlega að leggja drögin að framtíðardraumnum. Hún hafði lengi haft áhuga á góðri kvikmyndagerð og hafði meðal annars tvisvar staðið fyrir minni kvikmyndahátíðum hér á landi. Henni þótti skorta á fjölbreytni í kvikmyndamenningu hér á landi. Hún vann því stórt stefnumótunarverkefni þar sem hún leitaði svara við þeirri rannsóknarspurningu hvort hægt væri að halda alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík. Út úr því fékk hún jákvætt svar. Því leið ekki langur tími eftir að hún útskrifaðist úr náminu þar til vinna var hafin að fyrstu hátíðinni. Kvikmyndaglaðir Íslendingar hafa tekið hátíðinni vel og verður hún haldin í fjórða sinn í september næstkomandi. Hrönn hefur metnaðarfullar hugmyndir um þróun hennar sem stefnt er að að verði meðal lykilkvikmyndahátíða í Evrópu í framtíðinni. Að auki rekur Hrönn kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn sem sýnir tvisvar í viku í Tjarnarbíói með glænýjum og fullkomnum bíógræjum. Bakgrunnur Hrannar var á sviði stjórnmála- og fjölmiðlafræði. Hún segist hafa fengið góða innsýn í allar helstu greinar viðskipta í náminu. „Þetta var mjög gagnlegt enda var margt af því sem ég var að læra alveg nýtt fyrir mér. Þá má ekki gleyma uppbyggingu tengslanetsins. Í hópnum var fólk úr öllum starfsgreinum sem hefur mismunandi sýn á hlutina. Þá fannst mér nálgun kennslunnar mjög praktísk á allan hátt. Hún byggist mikið á raunhæfum verkefnum og dæmisögum." Hrönn segir námið í Háskólanum í Reykjavík hafa gefið henni það sjálfstraust að láta til skarar skríða við kvikmyndahátíðina. „Þarna hefur maður öll verkfærin og fær þá aðstoð sem maður þarf. Maður er hvattur til þess að láta drauma sína rætast." Undir smásjánni Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Þátttaka Hrannar Marinósdóttur í MBA-námi Háskólans í Reykjavík varð til þess að starfsferill hennar tók nýja stefnu. Áður en hún hóf nám hafði hún starfað lengi sem blaðamaður og þyrsti í breytingar. „Ég var orðin dálítið þreytt á blaðamennskunni og langaði til að gera eitthvað nýtt. Ég hafði heyrt góðar sögur af MBA-náminu í Háskólanum í Reykjavík og ákvað að láta slag standa." Hrönn hóf nám árið 2002 og byrjaði fljótlega að leggja drögin að framtíðardraumnum. Hún hafði lengi haft áhuga á góðri kvikmyndagerð og hafði meðal annars tvisvar staðið fyrir minni kvikmyndahátíðum hér á landi. Henni þótti skorta á fjölbreytni í kvikmyndamenningu hér á landi. Hún vann því stórt stefnumótunarverkefni þar sem hún leitaði svara við þeirri rannsóknarspurningu hvort hægt væri að halda alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík. Út úr því fékk hún jákvætt svar. Því leið ekki langur tími eftir að hún útskrifaðist úr náminu þar til vinna var hafin að fyrstu hátíðinni. Kvikmyndaglaðir Íslendingar hafa tekið hátíðinni vel og verður hún haldin í fjórða sinn í september næstkomandi. Hrönn hefur metnaðarfullar hugmyndir um þróun hennar sem stefnt er að að verði meðal lykilkvikmyndahátíða í Evrópu í framtíðinni. Að auki rekur Hrönn kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn sem sýnir tvisvar í viku í Tjarnarbíói með glænýjum og fullkomnum bíógræjum. Bakgrunnur Hrannar var á sviði stjórnmála- og fjölmiðlafræði. Hún segist hafa fengið góða innsýn í allar helstu greinar viðskipta í náminu. „Þetta var mjög gagnlegt enda var margt af því sem ég var að læra alveg nýtt fyrir mér. Þá má ekki gleyma uppbyggingu tengslanetsins. Í hópnum var fólk úr öllum starfsgreinum sem hefur mismunandi sýn á hlutina. Þá fannst mér nálgun kennslunnar mjög praktísk á allan hátt. Hún byggist mikið á raunhæfum verkefnum og dæmisögum." Hrönn segir námið í Háskólanum í Reykjavík hafa gefið henni það sjálfstraust að láta til skarar skríða við kvikmyndahátíðina. „Þarna hefur maður öll verkfærin og fær þá aðstoð sem maður þarf. Maður er hvattur til þess að láta drauma sína rætast."
Undir smásjánni Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira