Starfsframinn tók nýja stefnu 25. apríl 2007 06:00 Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Þátttaka Hrannar Marinósdóttur í MBA-námi Háskólans í Reykjavík varð til þess að starfsferill hennar tók nýja stefnu. Áður en hún hóf nám hafði hún starfað lengi sem blaðamaður og þyrsti í breytingar. „Ég var orðin dálítið þreytt á blaðamennskunni og langaði til að gera eitthvað nýtt. Ég hafði heyrt góðar sögur af MBA-náminu í Háskólanum í Reykjavík og ákvað að láta slag standa." Hrönn hóf nám árið 2002 og byrjaði fljótlega að leggja drögin að framtíðardraumnum. Hún hafði lengi haft áhuga á góðri kvikmyndagerð og hafði meðal annars tvisvar staðið fyrir minni kvikmyndahátíðum hér á landi. Henni þótti skorta á fjölbreytni í kvikmyndamenningu hér á landi. Hún vann því stórt stefnumótunarverkefni þar sem hún leitaði svara við þeirri rannsóknarspurningu hvort hægt væri að halda alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík. Út úr því fékk hún jákvætt svar. Því leið ekki langur tími eftir að hún útskrifaðist úr náminu þar til vinna var hafin að fyrstu hátíðinni. Kvikmyndaglaðir Íslendingar hafa tekið hátíðinni vel og verður hún haldin í fjórða sinn í september næstkomandi. Hrönn hefur metnaðarfullar hugmyndir um þróun hennar sem stefnt er að að verði meðal lykilkvikmyndahátíða í Evrópu í framtíðinni. Að auki rekur Hrönn kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn sem sýnir tvisvar í viku í Tjarnarbíói með glænýjum og fullkomnum bíógræjum. Bakgrunnur Hrannar var á sviði stjórnmála- og fjölmiðlafræði. Hún segist hafa fengið góða innsýn í allar helstu greinar viðskipta í náminu. „Þetta var mjög gagnlegt enda var margt af því sem ég var að læra alveg nýtt fyrir mér. Þá má ekki gleyma uppbyggingu tengslanetsins. Í hópnum var fólk úr öllum starfsgreinum sem hefur mismunandi sýn á hlutina. Þá fannst mér nálgun kennslunnar mjög praktísk á allan hátt. Hún byggist mikið á raunhæfum verkefnum og dæmisögum." Hrönn segir námið í Háskólanum í Reykjavík hafa gefið henni það sjálfstraust að láta til skarar skríða við kvikmyndahátíðina. „Þarna hefur maður öll verkfærin og fær þá aðstoð sem maður þarf. Maður er hvattur til þess að láta drauma sína rætast." Undir smásjánni Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Þátttaka Hrannar Marinósdóttur í MBA-námi Háskólans í Reykjavík varð til þess að starfsferill hennar tók nýja stefnu. Áður en hún hóf nám hafði hún starfað lengi sem blaðamaður og þyrsti í breytingar. „Ég var orðin dálítið þreytt á blaðamennskunni og langaði til að gera eitthvað nýtt. Ég hafði heyrt góðar sögur af MBA-náminu í Háskólanum í Reykjavík og ákvað að láta slag standa." Hrönn hóf nám árið 2002 og byrjaði fljótlega að leggja drögin að framtíðardraumnum. Hún hafði lengi haft áhuga á góðri kvikmyndagerð og hafði meðal annars tvisvar staðið fyrir minni kvikmyndahátíðum hér á landi. Henni þótti skorta á fjölbreytni í kvikmyndamenningu hér á landi. Hún vann því stórt stefnumótunarverkefni þar sem hún leitaði svara við þeirri rannsóknarspurningu hvort hægt væri að halda alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík. Út úr því fékk hún jákvætt svar. Því leið ekki langur tími eftir að hún útskrifaðist úr náminu þar til vinna var hafin að fyrstu hátíðinni. Kvikmyndaglaðir Íslendingar hafa tekið hátíðinni vel og verður hún haldin í fjórða sinn í september næstkomandi. Hrönn hefur metnaðarfullar hugmyndir um þróun hennar sem stefnt er að að verði meðal lykilkvikmyndahátíða í Evrópu í framtíðinni. Að auki rekur Hrönn kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn sem sýnir tvisvar í viku í Tjarnarbíói með glænýjum og fullkomnum bíógræjum. Bakgrunnur Hrannar var á sviði stjórnmála- og fjölmiðlafræði. Hún segist hafa fengið góða innsýn í allar helstu greinar viðskipta í náminu. „Þetta var mjög gagnlegt enda var margt af því sem ég var að læra alveg nýtt fyrir mér. Þá má ekki gleyma uppbyggingu tengslanetsins. Í hópnum var fólk úr öllum starfsgreinum sem hefur mismunandi sýn á hlutina. Þá fannst mér nálgun kennslunnar mjög praktísk á allan hátt. Hún byggist mikið á raunhæfum verkefnum og dæmisögum." Hrönn segir námið í Háskólanum í Reykjavík hafa gefið henni það sjálfstraust að láta til skarar skríða við kvikmyndahátíðina. „Þarna hefur maður öll verkfærin og fær þá aðstoð sem maður þarf. Maður er hvattur til þess að láta drauma sína rætast."
Undir smásjánni Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira