Viðskipti erlent

Hróaheilkennið kemur á óvart

Jafnaðarhyggja virðist fólki í blóð borin að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem framkvæmd var við Kalíforníuháskóla, en niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Nature.

Í rannsókninni var stórum hópi nemenda skipt í fjóra hópa með mismikil fjárráð innan hópanna. Síðan var skoðað hvernig fólk brást við, en hver og einn gat tekið ákvarðanir sem höfðu áhrif á hina í hópnum. 70 prósent drógu að minnsta kosti einu sinni úr tekjum einhvers annars og þrír fjórðu gáfu eigið fé til að aðstoða einhvern sem lítið átti í eigin hópi.

Vísindamennirnir segja að jafnræðistilhneigingin sé mun sterkari hjá fólki en þeir hafi búist við, en hún útskýri að hluta hversu vel fólki gangi að vinna saman. Að sama skapi er fólk líklegra til að „refsa“ þeim sem ekki starfa með öðrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×