Hópur síbrotamanna ákærður í 70 liðum Þórður Snær Júlíusson skrifar 12. apríl 2007 05:15 Hluti hópsins reyndi að ræna hraðbanka Landsbankaútibúsins við Klettháls í heilu lagi með því að velta honum upp á pallbíl. Sextán ára stúlka ók pallbílnum. Ákæra í sjötíu liðum á hendur tíu manns var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok mars. Fólkið, sem er á aldrinum fimmtán til 26 ára, framdi afbrot sín frá því í júlí 2006 og fram í lok janúar á þessu ári. Flestir ákæruliðirnir eru vegna innbrota og annarra þjófnaða en þó eru fjársvik, fíkniefnamisferli, eignarspjöll og fjölmargir bílþjófnaðir einnig þar á meðal. Þrír menn tengjast langflestum afbrotunum, þeir Davíð Þór Gunnarsson, Sigurbjörn Adam Baldvinsson og Jón Einar Randversson, en þeir voru allir hluti af hinu svokallaða Árnesgengi sem hlaut dóm í febrúar síðastliðnum. Það mál náði yfir 28 ákæruliði vegna innbrota, þjófnaða, fjársvika og fíkniefnabrota, auk annarra brota sem framin voru í ellefu mismunandi byggðarlögum. Sigurbjörn Adam, sem er 22 ára, fékk þá átján mánaða fangelsisdóm fyrir sína þátttöku en Davíð Þór, sem er nítján ára, hlaut fimmtán mánaða dóm. Jón Einar, sem er 24 ára, var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar sem bættist við fjórtán mánaða dóm sem hann hlaut í nóvember síðastliðnum vegna líkamsárásar og fleiri brota. Hann hefur hlotið fimm refsidóma frá árinu 1998. Sigurbjörn Adam áfrýjaði ekki þeim úrskurði og situr nú á Litla-Hrauni. Davíð Þór áfrýjaði hins vegar en hann situr nú í gæsluvarðhaldi sem rennur út í lok apríl. Fjórði maðurinn sem var fyrirferðarmikill í þeim sjötíu ákæruliðum sem nú eru til dómsmeðferðar er Ívar Aron Hill Ævarsson, en hann er tvítugur að aldri. Hann var meðal annars handtekinn í lok nóvember eftir að hann hafði, í slagtogi við þrjá aðra, reynt að ræna hraðbanka í heilu lagi með því að velta honum upp á pallbíl. Á milli jóla og nýárs var hann svo handtekinn á ný með 25 LSD-skammta í fórum sínum. Í lok janúar á þessu ári tók hann síðan þátt, í slagtogi við Sigurbjörn Adam og tæplega tvítuga stúlku, í ótrúlegri afbrotahrinu sem teygði sig frá höfuðborgarsvæðinu og norður í Eyjafjarðarsveit. Á því ferðalagi bar Ívar Aron meðal annars eld að sumarhúsi sem stórskemmdist, auk þess sem hópurinn náði að flýja úr fangelsinu á Akureyri. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, segir þetta vera óvenjulega mikla virkni hjá litlum hópi manna á ekki lengra tímabili. „Þarna er líklega um að ræða ákveðinn kjarnahóp þar sem afbrot eru hluti af lífsstíl. Þetta er einfaldlega það sem þau gera. En ég man ekki sjálfur eftir öðrum eins fjölda afbrota á svona skömmum tíma,“ segir Helgi Gunnlaugsson. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
Ákæra í sjötíu liðum á hendur tíu manns var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok mars. Fólkið, sem er á aldrinum fimmtán til 26 ára, framdi afbrot sín frá því í júlí 2006 og fram í lok janúar á þessu ári. Flestir ákæruliðirnir eru vegna innbrota og annarra þjófnaða en þó eru fjársvik, fíkniefnamisferli, eignarspjöll og fjölmargir bílþjófnaðir einnig þar á meðal. Þrír menn tengjast langflestum afbrotunum, þeir Davíð Þór Gunnarsson, Sigurbjörn Adam Baldvinsson og Jón Einar Randversson, en þeir voru allir hluti af hinu svokallaða Árnesgengi sem hlaut dóm í febrúar síðastliðnum. Það mál náði yfir 28 ákæruliði vegna innbrota, þjófnaða, fjársvika og fíkniefnabrota, auk annarra brota sem framin voru í ellefu mismunandi byggðarlögum. Sigurbjörn Adam, sem er 22 ára, fékk þá átján mánaða fangelsisdóm fyrir sína þátttöku en Davíð Þór, sem er nítján ára, hlaut fimmtán mánaða dóm. Jón Einar, sem er 24 ára, var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar sem bættist við fjórtán mánaða dóm sem hann hlaut í nóvember síðastliðnum vegna líkamsárásar og fleiri brota. Hann hefur hlotið fimm refsidóma frá árinu 1998. Sigurbjörn Adam áfrýjaði ekki þeim úrskurði og situr nú á Litla-Hrauni. Davíð Þór áfrýjaði hins vegar en hann situr nú í gæsluvarðhaldi sem rennur út í lok apríl. Fjórði maðurinn sem var fyrirferðarmikill í þeim sjötíu ákæruliðum sem nú eru til dómsmeðferðar er Ívar Aron Hill Ævarsson, en hann er tvítugur að aldri. Hann var meðal annars handtekinn í lok nóvember eftir að hann hafði, í slagtogi við þrjá aðra, reynt að ræna hraðbanka í heilu lagi með því að velta honum upp á pallbíl. Á milli jóla og nýárs var hann svo handtekinn á ný með 25 LSD-skammta í fórum sínum. Í lok janúar á þessu ári tók hann síðan þátt, í slagtogi við Sigurbjörn Adam og tæplega tvítuga stúlku, í ótrúlegri afbrotahrinu sem teygði sig frá höfuðborgarsvæðinu og norður í Eyjafjarðarsveit. Á því ferðalagi bar Ívar Aron meðal annars eld að sumarhúsi sem stórskemmdist, auk þess sem hópurinn náði að flýja úr fangelsinu á Akureyri. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, segir þetta vera óvenjulega mikla virkni hjá litlum hópi manna á ekki lengra tímabili. „Þarna er líklega um að ræða ákveðinn kjarnahóp þar sem afbrot eru hluti af lífsstíl. Þetta er einfaldlega það sem þau gera. En ég man ekki sjálfur eftir öðrum eins fjölda afbrota á svona skömmum tíma,“ segir Helgi Gunnlaugsson.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira