Lýðræðisleg leiðindi 12. apríl 2007 00:01 Fátt er leiðinlegra en kosningafundir sem fjölmiðlar finna sig nú knúna til að bjóða upp á. Því ríður á að passa sig að opna ekki fyrir útvarp eða sjónvarp næsta mánuðinn því alls staðar er hætta á að þaulæft froðusnakk fólks sem æst er í að ná sér í þægilega innivinnu næstu fjögur árin skelli á með offorsi. Leiðindi eru ekki eftirsóknarverð þótt séu lýðræðisleg. Þarna sitja þeir í settinu, frambjóðendurnir. Sumir þrútnir og iðandi, aðrir glottandi og tilbúnir með það sem finnst leiftrandi lúmskar athugasemdir. Svo er talið í og tuðið hefst. Munnar frambjóðenda fara á krúskontról og moka út vaðli sem aldrei kemur á óvart. Frumleg hugsun virðist bönnuð og einlægni illa séð. Aldrei fæst svar við því sem er spurt um, bara loðið röfl um eitthvað allt annað. Umsjónarmenn standa í ströngu við að segja frambjóðendum að halda kjafti á kurteislegan hátt þegar frammígjammið fer úr böndunum. Frambjóðendur setja fram sannfærandi tölur sem eru dregnar sannfærandi í efa. Einn segir eitt, annar segir annað, nei nei og jú víst, sumir urra, aðrir setja upp hundshaus. Fúllyndir frambjóðendur reyna sitt besta til að líta vel út en springa oftast á limminu svo skín í ólundina. Eina leiðin til að hafa örlítið gaman af þessu er að ímynda sér að allir séu allsberir. Auðvitað lofa allir unaðslegri framtíð í besta landi í heimi. Sokkafólkið í stofum landsins á í mestu erfiðleikum með að ákveða sig því allir virðast svo góðir: ætla að leysa brýnustu vandamálin fljótlega eftir kosningar og auðvitað redda vandamálum öryrkja og öldraðra eins og síðast ¿ og þarsíðast. Maður hefur svo sem ekki yfir miklu að kvarta í landi þar sem helsta tilvistarspurningin er hvort maður eigi að fá sér karamellu- eða súkkulaðisósu á ísinn sinn. Og þó: fákeppni, okur og vinnuálag eru mál sem mætti ræða. Þau sitja á hakanum í tuðbylgjunni. Flest önnur mál eru talin merkilegri en það hvort við eigum bara áfram að þurfa að vinna mest allra til að hafa efni á dýrasta mat og dýrustu lánum í heimi. Þegar allt kemur til alls geta kjósendur verið vissir um aðeins eitt, sama hver vinnur kosningarnar: Komin í þægilega innidjobbið verður þeirra allra fyrsta verk að hækka kaupið sitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Fátt er leiðinlegra en kosningafundir sem fjölmiðlar finna sig nú knúna til að bjóða upp á. Því ríður á að passa sig að opna ekki fyrir útvarp eða sjónvarp næsta mánuðinn því alls staðar er hætta á að þaulæft froðusnakk fólks sem æst er í að ná sér í þægilega innivinnu næstu fjögur árin skelli á með offorsi. Leiðindi eru ekki eftirsóknarverð þótt séu lýðræðisleg. Þarna sitja þeir í settinu, frambjóðendurnir. Sumir þrútnir og iðandi, aðrir glottandi og tilbúnir með það sem finnst leiftrandi lúmskar athugasemdir. Svo er talið í og tuðið hefst. Munnar frambjóðenda fara á krúskontról og moka út vaðli sem aldrei kemur á óvart. Frumleg hugsun virðist bönnuð og einlægni illa séð. Aldrei fæst svar við því sem er spurt um, bara loðið röfl um eitthvað allt annað. Umsjónarmenn standa í ströngu við að segja frambjóðendum að halda kjafti á kurteislegan hátt þegar frammígjammið fer úr böndunum. Frambjóðendur setja fram sannfærandi tölur sem eru dregnar sannfærandi í efa. Einn segir eitt, annar segir annað, nei nei og jú víst, sumir urra, aðrir setja upp hundshaus. Fúllyndir frambjóðendur reyna sitt besta til að líta vel út en springa oftast á limminu svo skín í ólundina. Eina leiðin til að hafa örlítið gaman af þessu er að ímynda sér að allir séu allsberir. Auðvitað lofa allir unaðslegri framtíð í besta landi í heimi. Sokkafólkið í stofum landsins á í mestu erfiðleikum með að ákveða sig því allir virðast svo góðir: ætla að leysa brýnustu vandamálin fljótlega eftir kosningar og auðvitað redda vandamálum öryrkja og öldraðra eins og síðast ¿ og þarsíðast. Maður hefur svo sem ekki yfir miklu að kvarta í landi þar sem helsta tilvistarspurningin er hvort maður eigi að fá sér karamellu- eða súkkulaðisósu á ísinn sinn. Og þó: fákeppni, okur og vinnuálag eru mál sem mætti ræða. Þau sitja á hakanum í tuðbylgjunni. Flest önnur mál eru talin merkilegri en það hvort við eigum bara áfram að þurfa að vinna mest allra til að hafa efni á dýrasta mat og dýrustu lánum í heimi. Þegar allt kemur til alls geta kjósendur verið vissir um aðeins eitt, sama hver vinnur kosningarnar: Komin í þægilega innidjobbið verður þeirra allra fyrsta verk að hækka kaupið sitt.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun