Fjárveitingarheimild úr draumi 5. apríl 2007 05:00 Jón Kristjánsson hefur nú hlaupið undir bagga með Siv Friðleifsdóttur. Hann viðurkenndi í Fréttablaðinu á þriðjudag að hafa veitt Óperukórnum styrk uppá hálfa milljón úr Framkvæmdasjóði aldraða – samkvæmt dularfullri munnlegri heimild sem ráðherra heilbrigðismála hefði til að veita „smástyrki“ úr sjóðnum. Í sjóðinn greiðum við flest 6314 krónur á ári með nefskatti- og höldum að það fé sé notað til að byggja yfir afa okkar og ömmur, foreldra okkar og að lokum okkur sjálf – og öll önnur gamalmenni nú og síðar. Jón segist hafa fengið ósk frá Óperukórnum um að ráðuneytið keypti 133 aðgöngumiða fyrir 266 þúsund krónur. Hann hafi orðið nokkuð hvumsa sem heilbrigðisráðherra en ákveðið að styrkja gott málefni – um helmingi meira fé, 500 þúsund! – úr Framkvæmdasjóði aldraðra! Til að möndla þetta með sjóðinn hafi hann beðið um sex óperukórstónleika á öldrunarstofnunum. Söngur á öldrunarstofnunum var tylliástæða ráðherrans til gera vel við kórinn, sem er út af fyrirsig lofsvert. Því miður kemur óperukórsöngurinn heilbrigðisráðherranum ekkert við sem slíkum – hvað þá Framkvæmdasjóði aldraðra. Merkustu upplýsingarnar sem fram koma hjá Jóni eru þó þær að hann hafi haft einhverskonar munnlega heimild til að veita fé úr sjóðnum: „Á mínum tíma var talað um heimild um smástyrki sem ráðherra hefði til ráðstöfunar í samráði við stjórn sjóðsins í þágu aldraðra.“ Ha? „var talað um“ ?? Heimild án stoðar í lögum eða reglugerð? Hér viljum við fá að heyra meira. Var ekki Ólafur Ólafsson hjá Eldri borgurum að biðjast afsökunar á að hafa gefið í skyn að Siv ráðherra hefði brotið lög? Svo kemur Jón fyrrverandi ráðherra og segist hafa haft munnlega heimild til að veita fé úr sjóðnum? Hver gaf honum þá heimild? Ráðuneytisstjórinn? Formaður sjóðstjórnarinnar? Aðstoðarmaðurinn? Eða fékk ráðherrann kannski heimildina í draumi? Og síðast en ekki síst: Var það sama munnlega heimildin sem Siv Friðleifsdóttir nýtti sér til að láta Framkvæmdasjóð aldraðra borga bæklinginn „Nýja sýn – nýjar áherslur“ um „sýn mína á málaflokkinn sem hér er kynnt“? Er það samkvæmt vitrun að ofan sem skattborgarar eru látnir borga fyrir pólitískan áróður Framsóknarflokksins úr Framkvæmdasjóði aldraðra? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Sjá meira
Jón Kristjánsson hefur nú hlaupið undir bagga með Siv Friðleifsdóttur. Hann viðurkenndi í Fréttablaðinu á þriðjudag að hafa veitt Óperukórnum styrk uppá hálfa milljón úr Framkvæmdasjóði aldraða – samkvæmt dularfullri munnlegri heimild sem ráðherra heilbrigðismála hefði til að veita „smástyrki“ úr sjóðnum. Í sjóðinn greiðum við flest 6314 krónur á ári með nefskatti- og höldum að það fé sé notað til að byggja yfir afa okkar og ömmur, foreldra okkar og að lokum okkur sjálf – og öll önnur gamalmenni nú og síðar. Jón segist hafa fengið ósk frá Óperukórnum um að ráðuneytið keypti 133 aðgöngumiða fyrir 266 þúsund krónur. Hann hafi orðið nokkuð hvumsa sem heilbrigðisráðherra en ákveðið að styrkja gott málefni – um helmingi meira fé, 500 þúsund! – úr Framkvæmdasjóði aldraðra! Til að möndla þetta með sjóðinn hafi hann beðið um sex óperukórstónleika á öldrunarstofnunum. Söngur á öldrunarstofnunum var tylliástæða ráðherrans til gera vel við kórinn, sem er út af fyrirsig lofsvert. Því miður kemur óperukórsöngurinn heilbrigðisráðherranum ekkert við sem slíkum – hvað þá Framkvæmdasjóði aldraðra. Merkustu upplýsingarnar sem fram koma hjá Jóni eru þó þær að hann hafi haft einhverskonar munnlega heimild til að veita fé úr sjóðnum: „Á mínum tíma var talað um heimild um smástyrki sem ráðherra hefði til ráðstöfunar í samráði við stjórn sjóðsins í þágu aldraðra.“ Ha? „var talað um“ ?? Heimild án stoðar í lögum eða reglugerð? Hér viljum við fá að heyra meira. Var ekki Ólafur Ólafsson hjá Eldri borgurum að biðjast afsökunar á að hafa gefið í skyn að Siv ráðherra hefði brotið lög? Svo kemur Jón fyrrverandi ráðherra og segist hafa haft munnlega heimild til að veita fé úr sjóðnum? Hver gaf honum þá heimild? Ráðuneytisstjórinn? Formaður sjóðstjórnarinnar? Aðstoðarmaðurinn? Eða fékk ráðherrann kannski heimildina í draumi? Og síðast en ekki síst: Var það sama munnlega heimildin sem Siv Friðleifsdóttir nýtti sér til að láta Framkvæmdasjóð aldraðra borga bæklinginn „Nýja sýn – nýjar áherslur“ um „sýn mína á málaflokkinn sem hér er kynnt“? Er það samkvæmt vitrun að ofan sem skattborgarar eru látnir borga fyrir pólitískan áróður Framsóknarflokksins úr Framkvæmdasjóði aldraðra? Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar