Viðskipti innlent

Norðmenn vilja lífrænt

Sala lífrænt vottaðrar matvöru hefur aukist til mikilla muna í Noregi og spurning hvort það sama á við víðar.

Á sameiginlegum vef landbúnaðarstofnana (landbunadur.is) kemur fram að mest aukning hafi orðið í sölu á „lífrænum“ barnamat, eftirréttum og sælgæti. Rúm tíu prósent allrar matvöru fyrir börn sem seljast í Noregi eru framleidd úr lífrænt vottuðum furðum. Fyrsta hálfa árið í fyrra jókst þar einnig um helming sala á kjöti með slíka vottun. Þá jókst notkun á mjólk í „lífræna“ framleiðslu. Þá tók eftirspurn eftir hveiti og bökunarvörum kipp og sömu sögu var að segja af lífrænt vottuðum ávöxtum, sérstaklega eplum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×