Viðskipti innlent

Gengið til kosninga

Í dag kjósa Hafnfirðingar um heimild til stækkunar álvers Alcans í Straumsvík. Ljóst er að málið er stærra en svo að snerti Hafnfirðinga eina og sýnist sitt hverjum. Meira að segja Seðlabankinn hafði í nýjasta tölublaði Peningamála orð á áhrifunum af stækkun. Verði af stækkun (og komi til byggingar álvers í Helguvík) styrkist krónan, þensla eykst og stýrivextir verða háir lengur. Verði ekki stækkað gæti hins vegar krónan veikst, dýrtíð aukist og til að bregðast við verðbólgu, eru stýrivextir hækkaðir. Í umhverfi sem þessu er bankanum nokkur vorkunn, sagði viðmælandi blaðsins, en áréttaði um leið að trúlegast væri þarna um marklausa ofureinföldun að ræða. Kynlegt heiti á verslunÍ dag heldur ný lífsstílsverslun í Kópavogi opnunarhóf fyrir valinn hóp. Búðin er í Bæjar­lind og segir í tilkynningu að um sé að ræða „stórglæsilega verslun með gjafavöru og vandaða íhluti fyrir heimilið". Ekki er ástæða til að efast um að þar sé allt satt og rétt. Heiti verslunarinnar vafðist hins vegar eilítið fyrir manni nokkrum sem á það stundum til að lesa í hluti með kynjagleraugum. Verslunin heitir „Hann - hún & heimilið" og velti viðkomandi fyrir sér merkingu bandstriksins. Sagði að hefði verið komma í staðinn væri líklegra að heimilið væri sameiginlegt hugðarefni kynjanna. Með bandstriki væri engu líkara en „hann" væri stakur, síðan kæmu „hún og heimilið".





Fleiri fréttir

Sjá meira


×