Tölvuleikir fyrir fjölskyldufólk 28. mars 2007 05:30 Jónas Björgvin Antonsson. Netfyrirtækið Gogogic vinnur að þróun fjölspilunartölvuleiks sem er blanda af einföldum tölvuleikjum og stórum fjölspilunarleikjum. Stjórnarformaður Gogogic segir leikinn henta þeim sem ekki hafi tíma fyrir stóra fjölspilunarleiki. MYND/Anton Netleikjafyrirtækið Gogogic er yngsta íslenska sprotafyrirtækið sem kynnt verður á sprotaþingi Seed Forum á morgun. Fyrirtækið var stofnað í apríl í fyrra og hefur búið til auglýsingar fyrir netið auk lítils netleiks sem kynntur var um síðustu jól. Stefnan er að búa til fjölspilunarleik sem höfðar til breiðs hóps fólks. Jónas Björgvin Antonsson, stjórnarformaður Gogogic, segir tölvuleikjasviðið geysistórt og sé fjarri að hægt sé að setja alla tölvuleiki undir einn hatt. „Þetta er miklu stærra svið en menn gera sér grein fyrir,“ segir Jónas og bendir á að leikirnir geti verið allt frá því að vera stórir fjölspilunarleikir á borð við World of Warcraft og Eve Online til smærri leikja eins og Bubbles. „Mesti vöxturinn er í minni leikjum sem höfða til almennings og hver sem er getur spilað í stuttan tíma án þess að lesa leiðbeiningarbækling til að komast inn í hann,“ segir Jónas. Leikir sem þessir eru Zuma og fleiri sem hentugt er að spila í kaffi-pásum. „Þetta eru leikir sem voru búnir til fyrir nokkrum árum og enn er verið að spila,“ bendir hann á. Leikurinn sem Gogogic vinnur að heitir Boss of the Bosses og er skilgreindur sem herkænskuleikur. „Þetta er einn af þeim leikjum sem framleiddir eru fyrir 90 prósent leikjaspilara,“ segir Jónas og bendir á að notendur leikja á borð við þann sem Gogogic vinni að séu leikjaunnendur sem komnir séu með fjölskyldu og vinni hefðbundin daglaunastörf, oftar en ekki á skrifstofu. Lítill tími gefst því fyrir stóra fjölspilunarleiki sem krefjist oft langrar yfirlegu ætli notandi að ná árangri. „Þessi hópur, sem fer stækkandi, hefur orðið svolítið útundan í þróun tölvuleikja,“ segir Jónas og bendir á grein sem nýverið birtist í veftímaritinu The Escapist um þróun tölvuleikja. Þar kemur fram að nýjasta stefnan sé að gera út á þennan ört vaxandi hóp sem hafi ekki tíma til tölvuleikja en vilji taka þátt í fjölspilunarleik á netinu. Lausnin felst í leikjum sem byggjast á flash-viðmóti, eru léttir í vöfum og hægt er að spila stuttan tíma í einu. Ekki liggur fyrir hvenær hann kemur á markað en Jónas vonast til að gangi allar áætlanir eftir verði það um mitt næsta ár. „Áherslan hjá okkur núna er að finna fjármagn til að þróa og vinna leikinn,“ segir hann. Undir smásjánni Mest lesið Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
Netleikjafyrirtækið Gogogic er yngsta íslenska sprotafyrirtækið sem kynnt verður á sprotaþingi Seed Forum á morgun. Fyrirtækið var stofnað í apríl í fyrra og hefur búið til auglýsingar fyrir netið auk lítils netleiks sem kynntur var um síðustu jól. Stefnan er að búa til fjölspilunarleik sem höfðar til breiðs hóps fólks. Jónas Björgvin Antonsson, stjórnarformaður Gogogic, segir tölvuleikjasviðið geysistórt og sé fjarri að hægt sé að setja alla tölvuleiki undir einn hatt. „Þetta er miklu stærra svið en menn gera sér grein fyrir,“ segir Jónas og bendir á að leikirnir geti verið allt frá því að vera stórir fjölspilunarleikir á borð við World of Warcraft og Eve Online til smærri leikja eins og Bubbles. „Mesti vöxturinn er í minni leikjum sem höfða til almennings og hver sem er getur spilað í stuttan tíma án þess að lesa leiðbeiningarbækling til að komast inn í hann,“ segir Jónas. Leikir sem þessir eru Zuma og fleiri sem hentugt er að spila í kaffi-pásum. „Þetta eru leikir sem voru búnir til fyrir nokkrum árum og enn er verið að spila,“ bendir hann á. Leikurinn sem Gogogic vinnur að heitir Boss of the Bosses og er skilgreindur sem herkænskuleikur. „Þetta er einn af þeim leikjum sem framleiddir eru fyrir 90 prósent leikjaspilara,“ segir Jónas og bendir á að notendur leikja á borð við þann sem Gogogic vinni að séu leikjaunnendur sem komnir séu með fjölskyldu og vinni hefðbundin daglaunastörf, oftar en ekki á skrifstofu. Lítill tími gefst því fyrir stóra fjölspilunarleiki sem krefjist oft langrar yfirlegu ætli notandi að ná árangri. „Þessi hópur, sem fer stækkandi, hefur orðið svolítið útundan í þróun tölvuleikja,“ segir Jónas og bendir á grein sem nýverið birtist í veftímaritinu The Escapist um þróun tölvuleikja. Þar kemur fram að nýjasta stefnan sé að gera út á þennan ört vaxandi hóp sem hafi ekki tíma til tölvuleikja en vilji taka þátt í fjölspilunarleik á netinu. Lausnin felst í leikjum sem byggjast á flash-viðmóti, eru léttir í vöfum og hægt er að spila stuttan tíma í einu. Ekki liggur fyrir hvenær hann kemur á markað en Jónas vonast til að gangi allar áætlanir eftir verði það um mitt næsta ár. „Áherslan hjá okkur núna er að finna fjármagn til að þróa og vinna leikinn,“ segir hann.
Undir smásjánni Mest lesið Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira