Viðskipti innlent

Engin kreppa hjá VR

VR hefur ákveðið að lækka félagsgjöld félagsmanna úr einu prósenti af heildarlaunum í 0,7 prósent hinn 1. júlí næstkomandi eftir að aðalfundur samþykkti tillögu þess efnis.

Þetta er gert í kjölfar þess methagnaðar sem varð á rekstri VR í fyrra en félagið hagnaðist þá um 980 milljónir, eða um 38 þúsund krónur á hvern félagsmann. „Lækkun félagsgjaldsins til framtíðar er því liður í því að láta félagsmenn njóta þessarar góðu rekstrarafkomu," segir í frétt frá VR.

Gaman verður að sjá hvort önnur stéttarfélög skili jafngóðu búi og VR fyrir nýliðið starfsár og hvort atvinnurekendur krefjist sambærilegra lækkana við gerð næstu kjarasamninga. Þeir greiða nú 1,4 prósenta mótframlag til VR.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×