Hugur fylgir máli Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 25. mars 2007 05:00 Sú afstaða sem Ísland átti þátt í að móta varðandi verndun viðkvæmra vistkerfa hafsins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrr á þessu ári, fékk einróma stuðning innan FAO á dögunum. Við minnumst þess að ýmsir urðu til þess að gagnrýna okkur fyrir afstöðuna á sínum tíma. Sú stefnumótun var þó engu að síður staðfest samhljóða, með fiskveiðiályktun allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna. Einhverjir töldu það henta sér að ráðast á okkur Íslendinga fyrir þessa stefnumótun, sem var sannarlega í samræmi við okkar sjónarmið, en naut einnig stuðnings stórra fiskveiðiþjóða, svo sem Kanadamanna, Rússa, Japana, Kínverja, Kóreumanna og sjálfs Evrópusambandsins. Í þessu sambandi má nefna frægan leiðara úr Washington Post. Furðulegast af öllu var þó að verða að því vitni að jafnvel íslenskir ábyrgir stjórnmálamenn, lutu svo lágt að reyna að slæma á okkur höggi fyrir afstöðu okkar og voru greinilega tilbúnir að lúta í gras og fórna augljósum hagsmunum Íslands. Afstaða okkar byggðist á því að móta fyrirkomulag þar sem stigið verði mikilvægt skref til verndunar viðkvæmra vistkera í úthafinu, svo sem kaldsjávarkóralla, neðansjávartinda og hverastrýta, án þess að bönnuð væru tiltekin veiðarfæri og án þess að skapa hið stóra framfylgnivandamál sem hefði fylgt slíku banni. Þessari stefnumótun, - sem segja má að alþjóðasamfélagið hafi í raun viðurkennt, - höfum við nú fylgt eftir. Samkomulagið sem varð á vettvangi FAO og fyrr er vitnað til, er algjörlega í samræmi við fiskveiðiályktun S.þ.. Mótaðar verða tæknilegar viðmiðunarreglur um verndun hinna viðkvæmu vistkerfa. Þessar reglur munu auðvelda ríkjum að stjórna djúpsjávarveiðum, með þeim hætti að þær valdi ekki skaða. Við sýndum áhuga okkar á þessari ábyrgu stefnumótun með því leggja fram fjármagn, 100 þúsund bandaríkjadali, til þess að auðvelda FAO verkið, enda er almennt viðurkennt að hún sé sú stofnun sem best er til slíkra verka fallin. Þessi saga er býsna lærdómsrík. Hér gerist það að lítil þjóð hefur jákvæð áhrif á stefnumótun um ábyrga auðlindanýtingu. Við eigum okkar þátt í því, ásamt öðrum, að koma málinu inn á þann vettvang sem bestur er til þess fallinn að vinna því framgang svo vel sé og sýnum hug okkar í verki með því að leggja fram fjármuni til verkefnisins. Það er því algjörlega óumdeilt að við höfum sýnt að hugur fylgir máli, í þessu þýðingarmikla úrlausnarefni. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sú afstaða sem Ísland átti þátt í að móta varðandi verndun viðkvæmra vistkerfa hafsins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrr á þessu ári, fékk einróma stuðning innan FAO á dögunum. Við minnumst þess að ýmsir urðu til þess að gagnrýna okkur fyrir afstöðuna á sínum tíma. Sú stefnumótun var þó engu að síður staðfest samhljóða, með fiskveiðiályktun allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna. Einhverjir töldu það henta sér að ráðast á okkur Íslendinga fyrir þessa stefnumótun, sem var sannarlega í samræmi við okkar sjónarmið, en naut einnig stuðnings stórra fiskveiðiþjóða, svo sem Kanadamanna, Rússa, Japana, Kínverja, Kóreumanna og sjálfs Evrópusambandsins. Í þessu sambandi má nefna frægan leiðara úr Washington Post. Furðulegast af öllu var þó að verða að því vitni að jafnvel íslenskir ábyrgir stjórnmálamenn, lutu svo lágt að reyna að slæma á okkur höggi fyrir afstöðu okkar og voru greinilega tilbúnir að lúta í gras og fórna augljósum hagsmunum Íslands. Afstaða okkar byggðist á því að móta fyrirkomulag þar sem stigið verði mikilvægt skref til verndunar viðkvæmra vistkera í úthafinu, svo sem kaldsjávarkóralla, neðansjávartinda og hverastrýta, án þess að bönnuð væru tiltekin veiðarfæri og án þess að skapa hið stóra framfylgnivandamál sem hefði fylgt slíku banni. Þessari stefnumótun, - sem segja má að alþjóðasamfélagið hafi í raun viðurkennt, - höfum við nú fylgt eftir. Samkomulagið sem varð á vettvangi FAO og fyrr er vitnað til, er algjörlega í samræmi við fiskveiðiályktun S.þ.. Mótaðar verða tæknilegar viðmiðunarreglur um verndun hinna viðkvæmu vistkerfa. Þessar reglur munu auðvelda ríkjum að stjórna djúpsjávarveiðum, með þeim hætti að þær valdi ekki skaða. Við sýndum áhuga okkar á þessari ábyrgu stefnumótun með því leggja fram fjármagn, 100 þúsund bandaríkjadali, til þess að auðvelda FAO verkið, enda er almennt viðurkennt að hún sé sú stofnun sem best er til slíkra verka fallin. Þessi saga er býsna lærdómsrík. Hér gerist það að lítil þjóð hefur jákvæð áhrif á stefnumótun um ábyrga auðlindanýtingu. Við eigum okkar þátt í því, ásamt öðrum, að koma málinu inn á þann vettvang sem bestur er til þess fallinn að vinna því framgang svo vel sé og sýnum hug okkar í verki með því að leggja fram fjármuni til verkefnisins. Það er því algjörlega óumdeilt að við höfum sýnt að hugur fylgir máli, í þessu þýðingarmikla úrlausnarefni. Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun