Hugur fylgir máli Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 25. mars 2007 05:00 Sú afstaða sem Ísland átti þátt í að móta varðandi verndun viðkvæmra vistkerfa hafsins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrr á þessu ári, fékk einróma stuðning innan FAO á dögunum. Við minnumst þess að ýmsir urðu til þess að gagnrýna okkur fyrir afstöðuna á sínum tíma. Sú stefnumótun var þó engu að síður staðfest samhljóða, með fiskveiðiályktun allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna. Einhverjir töldu það henta sér að ráðast á okkur Íslendinga fyrir þessa stefnumótun, sem var sannarlega í samræmi við okkar sjónarmið, en naut einnig stuðnings stórra fiskveiðiþjóða, svo sem Kanadamanna, Rússa, Japana, Kínverja, Kóreumanna og sjálfs Evrópusambandsins. Í þessu sambandi má nefna frægan leiðara úr Washington Post. Furðulegast af öllu var þó að verða að því vitni að jafnvel íslenskir ábyrgir stjórnmálamenn, lutu svo lágt að reyna að slæma á okkur höggi fyrir afstöðu okkar og voru greinilega tilbúnir að lúta í gras og fórna augljósum hagsmunum Íslands. Afstaða okkar byggðist á því að móta fyrirkomulag þar sem stigið verði mikilvægt skref til verndunar viðkvæmra vistkera í úthafinu, svo sem kaldsjávarkóralla, neðansjávartinda og hverastrýta, án þess að bönnuð væru tiltekin veiðarfæri og án þess að skapa hið stóra framfylgnivandamál sem hefði fylgt slíku banni. Þessari stefnumótun, - sem segja má að alþjóðasamfélagið hafi í raun viðurkennt, - höfum við nú fylgt eftir. Samkomulagið sem varð á vettvangi FAO og fyrr er vitnað til, er algjörlega í samræmi við fiskveiðiályktun S.þ.. Mótaðar verða tæknilegar viðmiðunarreglur um verndun hinna viðkvæmu vistkerfa. Þessar reglur munu auðvelda ríkjum að stjórna djúpsjávarveiðum, með þeim hætti að þær valdi ekki skaða. Við sýndum áhuga okkar á þessari ábyrgu stefnumótun með því leggja fram fjármagn, 100 þúsund bandaríkjadali, til þess að auðvelda FAO verkið, enda er almennt viðurkennt að hún sé sú stofnun sem best er til slíkra verka fallin. Þessi saga er býsna lærdómsrík. Hér gerist það að lítil þjóð hefur jákvæð áhrif á stefnumótun um ábyrga auðlindanýtingu. Við eigum okkar þátt í því, ásamt öðrum, að koma málinu inn á þann vettvang sem bestur er til þess fallinn að vinna því framgang svo vel sé og sýnum hug okkar í verki með því að leggja fram fjármuni til verkefnisins. Það er því algjörlega óumdeilt að við höfum sýnt að hugur fylgir máli, í þessu þýðingarmikla úrlausnarefni. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sú afstaða sem Ísland átti þátt í að móta varðandi verndun viðkvæmra vistkerfa hafsins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrr á þessu ári, fékk einróma stuðning innan FAO á dögunum. Við minnumst þess að ýmsir urðu til þess að gagnrýna okkur fyrir afstöðuna á sínum tíma. Sú stefnumótun var þó engu að síður staðfest samhljóða, með fiskveiðiályktun allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna. Einhverjir töldu það henta sér að ráðast á okkur Íslendinga fyrir þessa stefnumótun, sem var sannarlega í samræmi við okkar sjónarmið, en naut einnig stuðnings stórra fiskveiðiþjóða, svo sem Kanadamanna, Rússa, Japana, Kínverja, Kóreumanna og sjálfs Evrópusambandsins. Í þessu sambandi má nefna frægan leiðara úr Washington Post. Furðulegast af öllu var þó að verða að því vitni að jafnvel íslenskir ábyrgir stjórnmálamenn, lutu svo lágt að reyna að slæma á okkur höggi fyrir afstöðu okkar og voru greinilega tilbúnir að lúta í gras og fórna augljósum hagsmunum Íslands. Afstaða okkar byggðist á því að móta fyrirkomulag þar sem stigið verði mikilvægt skref til verndunar viðkvæmra vistkera í úthafinu, svo sem kaldsjávarkóralla, neðansjávartinda og hverastrýta, án þess að bönnuð væru tiltekin veiðarfæri og án þess að skapa hið stóra framfylgnivandamál sem hefði fylgt slíku banni. Þessari stefnumótun, - sem segja má að alþjóðasamfélagið hafi í raun viðurkennt, - höfum við nú fylgt eftir. Samkomulagið sem varð á vettvangi FAO og fyrr er vitnað til, er algjörlega í samræmi við fiskveiðiályktun S.þ.. Mótaðar verða tæknilegar viðmiðunarreglur um verndun hinna viðkvæmu vistkerfa. Þessar reglur munu auðvelda ríkjum að stjórna djúpsjávarveiðum, með þeim hætti að þær valdi ekki skaða. Við sýndum áhuga okkar á þessari ábyrgu stefnumótun með því leggja fram fjármagn, 100 þúsund bandaríkjadali, til þess að auðvelda FAO verkið, enda er almennt viðurkennt að hún sé sú stofnun sem best er til slíkra verka fallin. Þessi saga er býsna lærdómsrík. Hér gerist það að lítil þjóð hefur jákvæð áhrif á stefnumótun um ábyrga auðlindanýtingu. Við eigum okkar þátt í því, ásamt öðrum, að koma málinu inn á þann vettvang sem bestur er til þess fallinn að vinna því framgang svo vel sé og sýnum hug okkar í verki með því að leggja fram fjármuni til verkefnisins. Það er því algjörlega óumdeilt að við höfum sýnt að hugur fylgir máli, í þessu þýðingarmikla úrlausnarefni. Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar