Þríréttuð vika og vín með 28. febrúar 2007 00:01 Þetta var nú fína vikan, þrátt fyrir smá alþjóðaskjálfta í gær. Ekkert sem vanur maður kippir sér mikið upp við, enda búinn að búast við leiðréttingu í smá tíma. Nú fer maður aftur að mjatla sér inn í Kína eftir fallið. Maður var orðinn hikandi þar. Augljóst að einhverjir færu að taka aurana heim. Hér heima hlóð maður upp í bönkunum strax eftir uppgjörin og búinn að innleysa slatta af því nú þegar. Tók svolítið heim undir lok dags á mánudaginn. Maður á að hirða svona happdrættisvinninga eins og þetta Moody's mat og taka það heim strax áður en efasemdirnar byrja að krauma. Fýlupúkarnir hjá Merrill Lynch og Danske Bank hjálpuðu mér í fyrra að græða peninga. Ég keypti talsvert af skuldabréfum íslensku bankanna gegnum miðlarann minn í London, þegar umræðan var hvað neikvæðust. Nú er ég með gengishagnað af þeim bréfum og svo tekur maður bónusinn af gengi krónunnar þegar það veikist á ný. Það er auðvitað ekki nema von að maður taki öll kvöldin á Food & Fun þegar svona gengur. Þríréttað með viðeigandi víni öll kvöldin í vikunni hjá mér. Annars þarf maður að fara að búa sig undir magrari daga fljótlega. Ég held að Greenspan hafi rétt fyrir sér að það fari að hægja á í USA. Þá lækka vextirnir og maður fer að taka dollaralán til að taka þátt í hagræðingu á bankamarkaði á Norðurlöndum. Það eru alltaf tækifæri á markaði og evrópski bankamarkaðurinn verður í aksjón á næstu árum. Ég held að menn eigi eftir mikla tiltekt í Evrópu með tilheyrandi gróða fyrir þá sem staðsetja sig rétt. Ég verð þar, það getið þið bókað. Ég er búinn að selja hlutinn minn í Finnair. Ég nenni ekki að vera í félagi sem ekki kann sig í samskiptum við stærstu hluthafa. Færði alla stöðuna inn í Sampo og býst við að þeir séu kurteisari á þeim bænum. Svo er ég búinn að valda næstum allar stöður í bönkum í Skandinavíu. Á bæði í Nordea og SEB og einhverjum sjoppum til viðbótar. Það er alveg sama hvaða lest fer af stað. Ég kemst með henni á áfangastað. Og það er öruggt að einhver þeirra fer af stað, en meiri áhöld um hver þeirra það verður. Þess vegna á skynsamur maður eins og ég miða með þeim öllum.Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Food and Fun Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Þetta var nú fína vikan, þrátt fyrir smá alþjóðaskjálfta í gær. Ekkert sem vanur maður kippir sér mikið upp við, enda búinn að búast við leiðréttingu í smá tíma. Nú fer maður aftur að mjatla sér inn í Kína eftir fallið. Maður var orðinn hikandi þar. Augljóst að einhverjir færu að taka aurana heim. Hér heima hlóð maður upp í bönkunum strax eftir uppgjörin og búinn að innleysa slatta af því nú þegar. Tók svolítið heim undir lok dags á mánudaginn. Maður á að hirða svona happdrættisvinninga eins og þetta Moody's mat og taka það heim strax áður en efasemdirnar byrja að krauma. Fýlupúkarnir hjá Merrill Lynch og Danske Bank hjálpuðu mér í fyrra að græða peninga. Ég keypti talsvert af skuldabréfum íslensku bankanna gegnum miðlarann minn í London, þegar umræðan var hvað neikvæðust. Nú er ég með gengishagnað af þeim bréfum og svo tekur maður bónusinn af gengi krónunnar þegar það veikist á ný. Það er auðvitað ekki nema von að maður taki öll kvöldin á Food & Fun þegar svona gengur. Þríréttað með viðeigandi víni öll kvöldin í vikunni hjá mér. Annars þarf maður að fara að búa sig undir magrari daga fljótlega. Ég held að Greenspan hafi rétt fyrir sér að það fari að hægja á í USA. Þá lækka vextirnir og maður fer að taka dollaralán til að taka þátt í hagræðingu á bankamarkaði á Norðurlöndum. Það eru alltaf tækifæri á markaði og evrópski bankamarkaðurinn verður í aksjón á næstu árum. Ég held að menn eigi eftir mikla tiltekt í Evrópu með tilheyrandi gróða fyrir þá sem staðsetja sig rétt. Ég verð þar, það getið þið bókað. Ég er búinn að selja hlutinn minn í Finnair. Ég nenni ekki að vera í félagi sem ekki kann sig í samskiptum við stærstu hluthafa. Færði alla stöðuna inn í Sampo og býst við að þeir séu kurteisari á þeim bænum. Svo er ég búinn að valda næstum allar stöður í bönkum í Skandinavíu. Á bæði í Nordea og SEB og einhverjum sjoppum til viðbótar. Það er alveg sama hvaða lest fer af stað. Ég kemst með henni á áfangastað. Og það er öruggt að einhver þeirra fer af stað, en meiri áhöld um hver þeirra það verður. Þess vegna á skynsamur maður eins og ég miða með þeim öllum.Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Food and Fun Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira