Langtímaútrás með eignarhaldi í orkuiðnaði 21. febrúar 2007 06:15 Ásgeir Margeirsson, forstjóri. Geysis Green Energy Ásgeir segir að Geysir fylgist með þróun mála hér heima og hafi áhuga á fjárfestingum innanlands, komi til breytinga á skipulagi orkumála. Aðaláherslan sé hins vegar á fjárfestingar erlendis. Hann segir mikla möguleika fólgna í fjárfestingum í Ameríku. Þá sé horft til Evrópu og Asíu. Geysir er þegar með verkefni í gangi í Kína, en að auki munu möguleikar fólgnir í aðkomu að verkefnum í kjölfar væntanlegrar einkavæðingar á Filippseyjum. MYND/GVA Sem stendur er fjárfestingarfélagið Geysir Green Energy með skrifstofuaðstöðu í höfuðstöðvum Glitnis við Kirkjusand í Reykjavík. Þar hittir blaðamaður Ásgeir Margeirsson, forstjóra félagsins, á fimmtu hæð og þeir taka spjallið á björtum vetrardegi með útsýni yfir Faxaflóa. Fram undan er hins vegar flutningur hjá félaginu, sem í tengslum við viljayfirlýsingu um samstarf við Reykjanesbæ hefur tekið á leigu efri hæð pósthússins í Keflavík, við Hafnargötu 89, og verður þar með höfuðstöðvar sínar. Í Reykjanesbæ er fyrirhugað að Geysir komi að uppbyggingu orkuseturs auk þess sem Ásgeir segir horft til samstarfs við Hitaveitu Suðurnesja. Reykjanesbær keypti í þessum mánuði lítinn hlut í félaginu, sem nemur um 175 milljónum króna, en við stofnun þess leggja fjárfestar til félagsins um sjö milljarða íslenskra króna með peningum og eignum. Miðað er við að Geysir Green Energy geti, þegar tækifæri gefast, ráðist í fjárfestingar sem nema yfir milljarði Bandaríkjadala, eða um og yfir 70 milljörðum króna.Tilurð og fyrstu skrefJarðhiti verður að rafmagni Á Hellisheiði virkjar Orkuveita Reykjavíkur jarðvarma. Endurnýjanleg orka með sérstakri áherslu á jarðvarma er það svið fjárfestinga sem Geysir Green Energy horfir til. Annað nýstofnað fjárfestingarfélag, HydroKraft Invest, horfir svo til fjárfestinga í endurnýjanlegri orku tengdri vatnsafli. Bæði félög beina sjónum sínum til útlanda.Markaðurinn/GVA„Á bak við útrásarstarfsemi Íslendinga í orkumálum er dálítil saga sem teygir sig allt aftur til 1969 þegar Virkir var stofnaður, en fyrst og fremst var þetta takmarkað við ráðgjöf,“ segir Ásgeir og bætir við að nokkur tímamót hafi orðið árið 2001 þegar Enex var stofnað. „Þá stækkar það með aðkomu orkufyrirtækjanna og menn fara úr því að vera bara að selja ráðgjöfina yfir í að vera komnir með orkufyrirtæki sem gefur þessu meiri slagkraft.“Á síðustu misserum segir Ásgeir svo að menn hafi séð að í endurnýjanlegri orku leyndust mikil tækifæri víða um heim. „Orkufyrirtækin íslensku eru í opinberri eigu og því takmarkað sem þau ætla að fjárfesta í verkefnum erlendis; þau eru með megináherslu á starfsemina hér heima og kannski ekki sjálfsagt að nýta opinbert fé til fjárfestinga erlendis. Þá sáu menn að aðrir yrðu að koma að með áhættufjármagnið.“ Glitni segir Ásgeir hafa í tvö til þrjú ár markvisst skoðað endurnýjanlega orku sem eitt af sínum sérsviðum. „Þetta leiðir til þess að menn fara að tala saman, Glitnir, FL Group og verkfræðistofan VGK-Hönnun, og úr verður þetta félag, Geysir. Þessir þrír aðilar eru með 67 prósenta eignarhlut í 100 milljón dollara hlutafé.Núna er svo verið að bæta við þessum 33 prósentum, reyndar búið að selja af því hluta nú þegar, og það er selt til aðila sem til hafa að bera einhverja sérstaka þekkingu sem styrkir heildina, eða aðila sem hafa einhver sérstök sambönd sem leitt geta til viðskipta.“ Þannig segir Ásgeir Geysi ekki bara á höttunum eftir fjárfestum sem komi með peninga að félaginu, heldur þurfi menn að koma með meira að því til að koma inn í fyrstu umferð. „Síðan er ráðgert að þetta geti þróast yfir í að tvö- og þrefaldast á næstu mánuðum eða misserum. Á bak við þetta er mikil alvara og býsna mikið fjármagn.“Geysir Green Energy er svo eftir stofnun stærsti hluthafinn í Enex með tæpan þriðjungshlut. „Svo á Geysir þriðjung í félagi sem heitir Enex-Kína. Það er aftur að þriðjungi í eigu Enex, þriðjung á svo Orkuveita Reykjavíkur og þriðjung á Geysir. Það er því hluti af okkar upphaflega eignasafni og aðild að þeim verkefnum sem þar eru í gangi. Annað sem kemur til okkar við fæðingu ef svo má segja er rúmlega helmingseignarhlutur í fyrirtæki sem heitir Exorka. Sá hlutur kemur frá verkfræðistofunni VGK-Hönnun og er um þá tækni sem notuð er við byggingu og framleiðslu í orkuverinu á Húsavík. Það er svokölluð Kalina-tækni þar sem í því tilviki menn framleiða raforku úr yfir 120 gráðu heitu vatni.“ Að öðru leyti tekur Geysir ekki þátt í verkefnum hér innanlands þótt Ásgeir segi að félagið muni að sjálfsögðu fylgjast með því sem hér gerist.Verkefni Geysis„Tilgangur félagsins er að fjárfesta í verkefnum á sviði endurnýjanlegrar orku með sérstaka áherslu á jarðhita. Þetta þýðir að við munum kannski skoða verkefni hér innanlands þegar tækifæri gefast. Hvers vegna ættum við enda að einskorða okkur við útlönd ef tækifæri gefast fyrir einkaframtak í orkumálum á Íslandi líka?“ spyr Ásgeir. „Hvað hins vegar verður í þeim málum er svo aftur ekki vitað. Það er eiginlega seinni tíma mál.“Aðaláhersla Geysis er hins vegar á útlönd og er þar einna helst horft til Bandaríkjanna þar sem Ásgeir segir mikla möguleika, Evrópu og Austur-Evrópu, auk Kína, Filippseyja og Indónesíu.Ásgeir segir Geysi geta komið inn í fjárfestingarverkefni á ýmsum stigum, hvort sem það sé á hugmyndastigi eða við fyrstu rannsóknir á jarðhitasvæði, hönnun og byggingu orkuvera eða að rekstri. „Á allri þessari línu getum við verið og tekið virkan þátt. Svo getum við líka farið í hreinar fjárfestingar og kaup á hlutum í virkjunum eða fyrirtækjum sem þegar er komin í gang.“Margir eru um hituna í fjárfestingum og neitar Ásgeir því ekki að vissulega geti margir spreytt sig á verkefnum sem þessum. „Til þess að svona hugmynd geti orðið að veruleika þurfa að koma til nokkrir þættir. Í fyrsta lagi þarf jarðhitaauðlind, í öðru lagi markað, í þriðja lagi þarf þekkingu á jarðhitanum, markaðnum, möguleikum á sölu, á rekstrinum og í fjórða lagi þarf svo til fjármagn. Þessum fjórum þáttum þarf svo að raða saman á hagkvæman hátt.“ Fæstir segir Ásgeir hins vegar að hafi þekkinguna sem til þarf. „En við höfum þekkinguna til að rannsaka auðlindina, hanna orkuverin, finna sölutækifæri, reka orkuverin, og svo framvegis. Auðvitað geta margir gert þetta og við höfum trú á að þetta eigi eftir að gerast í auknum mæli, enda er sífellt vaxandi eftirspurn eftir orku og þá ekki síst grænni orku, hraða, minni mengun og endurnýjanlegri orku. Þar getur jarðhiti spilað býsna stórt hlutverk, stærra en í dag.“Hér innanlands segir Ásgeir að finna gríðarmikla þekkingu á jarðhita. „Í raun erum við eitt af nokkrum stórveldum á sviði jarðhita í heiminum. Sérstaklega höfum við viðamikla þekkingu á sviði uppbyggingar hitaveitna og samþættingar raforku- og varmavinnslu, rétt eins og gert er á Húsavík, Nesjavöllum, Svartsengi og verður gert á Hellisheiðinni líka. Það er tiltölulega einstakt. Síðan kemur til viðbótar innan okkar hóps fjárfestingarþekkingin, greiningarþekking, hvort heldur sem það snýr að lagaumhverfi, fjármálum eða tækni.“Samkeppni og önnur orkaÁsgeir segir þá þætti sem saman koma í Geysi verða til þess að þar á bæ hafi menn trú á að geta skilað góðu verki í sérhæfðum fjárfestingum eins og þeim sem snúa að endur-nýjanlegri orku á sviði jarðhita. „Jafnvel getum við gert þetta betur en einhverjir aðrir, en auðvitað eru margir sem geta þetta líka. Heimurinn er líka stór og í honum pláss fyrir marga.“Þó nokkur samkeppni er á þessu sviði fjárfestinga og nokkur fjöldi fyrirtækja starfar í geiranum. „Þetta er svolítið harður heimur og töluverð samkeppni frá allmörgum fyrirtækjum. Svo eru líka mörg ný fyrirtæki að koma upp sem vilja gera sig gildandi í þessu, þótt reyndar höfum við mikla sérstöðu á þessum markaði með allt það sem að baki býr hér á landi og hjá eigendum okkar.“ Að auki er svo keppt við annan orkuiðnað, svo sem kjarnorku. „Alveg ljóst er að þessar grænu orkulindir sem við höfum úr að spila, jarðhiti, vindur, sólarorka, sjávarföll, lífmassi og -gas og þar fram eftir götunum, nægir ef til vill ekki. Nokkuð ljóst er því að þrátt fyrir allt sé kjarnorkan að koma aftur. Hins vegar er ekki sjálfgefið að hún verði hagkvæmari, alls ekki,“ segir Ásgeir og bendir á að kjarnorka sé langt því frá ódýr þótt hún geti reynst vel þar sem mikillar orku sé þörf og aðrar orkulindir ekki tiltækar. „Vatnsaflið á líka eftir að vaxa mikið, um það er ég alveg sannfærður,“ bætir hann við.Fjölbreytni í orkuöflun segir Ásgeir að sé af hinu góða og spáir því að einnig eigi eftir að verða til fleiri litlar jarðvarmastöðvar líkt og á Húsavík. Það eigi bæði eftir að gerast hér og víðar úti í heimi. „Sú tækni færir okkur líka inn í það að fara frá jarðvarmanum og í það sem kallað er glatvarmi, eða waste heat.“ Þar er meðal annars átt við að nýta heitt loft eða vatn sem er úrgangur frá iðjuverum, ekki bara til hitunar, heldur einnig til framleiðslu raforku. „Færa má vélbúnað og tækni sem til verður í kringum jarðhitann yfir í annan orkugjafa en jarðhitann. Þá er í raun verið að tala um endurnýjanlega orku, því þetta er afgangsorka frá öðru sem annars væri kastað. Þar er þá hrein orkunýting,“ segir hann og telur hugsanlegt að Geysir komi líka að slíkum verkefnum.Vænn arður til langs tímaÁsgeir segir starfsemi Geysis Green Energy fara vel af stað, enda mikið um að vera í þeim félögum sem Geysir á í strax í upphafi, Enex, Enex-Kína og Exorku. „Þau eru með verkefni í gangi og við þess vegna strax aðilar að þeim. Svo eru fjölmörg verkefni sem við höfum fengið í arf frá Glitni sem þeir hafa skoðað og í liggja tækifæri fyrir okkur. Svo höfum við orðið vör við mjög mikinn áhuga í kringum okkur víða erlendis, sem strax er að færa okkur tengingar inn í verkefni.Áhugi fjárfesta er líka gríðarmikill á því sem við erum að gera,“ segir Ásgeir og kveður félagið fá mikið af erlendum fyrirspurnum sem í raun verði ekki hægt að taka á fyrr en í næstu umferð, þegar búið verði að safna að félaginu fjárfestum sem einnig hafi með sér þekkingu úr iðnaðinum. „Það er fullt af fjárfestum sem eru bara með peninga. Og þeir bíða í röðum.“ Að auki segir Ásgeir fagfólk hafa sýnt verkefninu áhuga og margir vilji fá að starfa í faginu.Ásgeir stígur hæfilega varlega til jarðar þegar hann er spurður að því hversu arðvænvænlegur bransi fjárfestingar á sviði jarðhitaorku séu. „Almennt er orkuiðnaðurinn ekki dæmigerður fyrir iðnað sem skilar miklum arði á skömmum tíma. Í orkuiðnaði almennt felst sæmileg arðsemi til langs tíma. Hann er tiltölulega stöðugur.“ Þegar komnir eru samningar um orkuframleiðslu eru þeir enda ekki til einhverra ára heldur áratuga. „Og vissulega getur þessi markaður verið háður einhverjum sveiflum í umhverfinu svo sem löggjöf, eða olíuverði,“ segir hann og bendir á að þannig geti ytri aðstæður líka hjálpað til.„Olíuverð er orðið það hátt að núna eru mörg jarðhitaverkefni orðin hagkvæm sem ekki voru það áður, bara vegna þess hve húshitunarkosnaður með olíu eða gasi hefur aukist. Svo sjá menn ekki fyrir sér til langs tíma mikla lækkun á olíuverði, frekar að hún hækki í verði, þannig að þá verða enn fleiri jarðhitaverkefni hagkvæm.“ Þessa þróun segir Ásgeir eiga sér stað í Kína. „Valkostir við jarðhita í Kína eru í meginatriðum kol og gas, en þar náum við að framleiða orku á sambærilegu verði við gasið. Kolin eru ódýrari, en menn eru farnir að banna notkun þeirra víða í borgum vegna þess hve mikið þau menga. Umhverfissjónarmið verða til þess að jarðhiti getur sums staðar orðið ofan á.“Hjá Geysi segir Ásgeir að áhersla verði lögð á litla yfirbyggingu og skjóta ákvarðanatöku þar sem mikið af sérfræðiþjónustu verði aðkeypt. Miðað við stórhuga áætlanir um útrás í orkugeira erlendis kemur kannski á óvart að í árslok gerir hann ekki ráð fyrir að hjá Geysi starfi nema fimm til tíu manns. „Vonandi verðum við ekki fleiri, en þessar áætlanir kunna að breytast. Við verðum fljótir og verkefnaháðir. Svo getur maður svo sem með skömmum fyrirvara verið búinn að kaupa heila virkjun eða fyrirtæki og ef til vill kominn með hundrað manna starfslið.“Allra næstu skref segir Ásgeir snúast um að koma upp starfsaðstöðunni í Reykjanesbæ, vinna áfram í þeim verkefnum sem þegar séu komin í gang og skoða nýja fjárfestingarkosti. „Þeir eru nokkuð margir í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Austur-Evrópu og Kína, sumt í gegnum aðildarfélög og annað beinar fjárfestingar.“Ásgeir horfir bjartsýnn fram á veginn og segir æsispennandi að taka með þessum hætti þátt í útrás sem byggi á sérþekkingu þjóðarinnar. Sjálfur hefur hann áratugareynslu úr orkuiðnaði, fór úr sæti framkvæmdastjóra og áður aðstoðarforstjóra Orkuveitu Reykjavíkur til að taka við Geysi Green Energy. Áður var hann auk þess tæknistjóri Jarðborana hf. „Við höfum þekkinguna til að meta jarðhitann, byggja mannvirkin, reka og selja. Langtímaútrás felst í fjárfestingu og eignarhaldi. Þar er horft til áratuga. Auðvitað getur virkjun sem komin er á koppinn skipt um eigendur, en maður byggir ekki virkjun og selur á þremur árum. Það er frekar gert á sjö eða tíu árum.“ Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Sem stendur er fjárfestingarfélagið Geysir Green Energy með skrifstofuaðstöðu í höfuðstöðvum Glitnis við Kirkjusand í Reykjavík. Þar hittir blaðamaður Ásgeir Margeirsson, forstjóra félagsins, á fimmtu hæð og þeir taka spjallið á björtum vetrardegi með útsýni yfir Faxaflóa. Fram undan er hins vegar flutningur hjá félaginu, sem í tengslum við viljayfirlýsingu um samstarf við Reykjanesbæ hefur tekið á leigu efri hæð pósthússins í Keflavík, við Hafnargötu 89, og verður þar með höfuðstöðvar sínar. Í Reykjanesbæ er fyrirhugað að Geysir komi að uppbyggingu orkuseturs auk þess sem Ásgeir segir horft til samstarfs við Hitaveitu Suðurnesja. Reykjanesbær keypti í þessum mánuði lítinn hlut í félaginu, sem nemur um 175 milljónum króna, en við stofnun þess leggja fjárfestar til félagsins um sjö milljarða íslenskra króna með peningum og eignum. Miðað er við að Geysir Green Energy geti, þegar tækifæri gefast, ráðist í fjárfestingar sem nema yfir milljarði Bandaríkjadala, eða um og yfir 70 milljörðum króna.Tilurð og fyrstu skrefJarðhiti verður að rafmagni Á Hellisheiði virkjar Orkuveita Reykjavíkur jarðvarma. Endurnýjanleg orka með sérstakri áherslu á jarðvarma er það svið fjárfestinga sem Geysir Green Energy horfir til. Annað nýstofnað fjárfestingarfélag, HydroKraft Invest, horfir svo til fjárfestinga í endurnýjanlegri orku tengdri vatnsafli. Bæði félög beina sjónum sínum til útlanda.Markaðurinn/GVA„Á bak við útrásarstarfsemi Íslendinga í orkumálum er dálítil saga sem teygir sig allt aftur til 1969 þegar Virkir var stofnaður, en fyrst og fremst var þetta takmarkað við ráðgjöf,“ segir Ásgeir og bætir við að nokkur tímamót hafi orðið árið 2001 þegar Enex var stofnað. „Þá stækkar það með aðkomu orkufyrirtækjanna og menn fara úr því að vera bara að selja ráðgjöfina yfir í að vera komnir með orkufyrirtæki sem gefur þessu meiri slagkraft.“Á síðustu misserum segir Ásgeir svo að menn hafi séð að í endurnýjanlegri orku leyndust mikil tækifæri víða um heim. „Orkufyrirtækin íslensku eru í opinberri eigu og því takmarkað sem þau ætla að fjárfesta í verkefnum erlendis; þau eru með megináherslu á starfsemina hér heima og kannski ekki sjálfsagt að nýta opinbert fé til fjárfestinga erlendis. Þá sáu menn að aðrir yrðu að koma að með áhættufjármagnið.“ Glitni segir Ásgeir hafa í tvö til þrjú ár markvisst skoðað endurnýjanlega orku sem eitt af sínum sérsviðum. „Þetta leiðir til þess að menn fara að tala saman, Glitnir, FL Group og verkfræðistofan VGK-Hönnun, og úr verður þetta félag, Geysir. Þessir þrír aðilar eru með 67 prósenta eignarhlut í 100 milljón dollara hlutafé.Núna er svo verið að bæta við þessum 33 prósentum, reyndar búið að selja af því hluta nú þegar, og það er selt til aðila sem til hafa að bera einhverja sérstaka þekkingu sem styrkir heildina, eða aðila sem hafa einhver sérstök sambönd sem leitt geta til viðskipta.“ Þannig segir Ásgeir Geysi ekki bara á höttunum eftir fjárfestum sem komi með peninga að félaginu, heldur þurfi menn að koma með meira að því til að koma inn í fyrstu umferð. „Síðan er ráðgert að þetta geti þróast yfir í að tvö- og þrefaldast á næstu mánuðum eða misserum. Á bak við þetta er mikil alvara og býsna mikið fjármagn.“Geysir Green Energy er svo eftir stofnun stærsti hluthafinn í Enex með tæpan þriðjungshlut. „Svo á Geysir þriðjung í félagi sem heitir Enex-Kína. Það er aftur að þriðjungi í eigu Enex, þriðjung á svo Orkuveita Reykjavíkur og þriðjung á Geysir. Það er því hluti af okkar upphaflega eignasafni og aðild að þeim verkefnum sem þar eru í gangi. Annað sem kemur til okkar við fæðingu ef svo má segja er rúmlega helmingseignarhlutur í fyrirtæki sem heitir Exorka. Sá hlutur kemur frá verkfræðistofunni VGK-Hönnun og er um þá tækni sem notuð er við byggingu og framleiðslu í orkuverinu á Húsavík. Það er svokölluð Kalina-tækni þar sem í því tilviki menn framleiða raforku úr yfir 120 gráðu heitu vatni.“ Að öðru leyti tekur Geysir ekki þátt í verkefnum hér innanlands þótt Ásgeir segi að félagið muni að sjálfsögðu fylgjast með því sem hér gerist.Verkefni Geysis„Tilgangur félagsins er að fjárfesta í verkefnum á sviði endurnýjanlegrar orku með sérstaka áherslu á jarðhita. Þetta þýðir að við munum kannski skoða verkefni hér innanlands þegar tækifæri gefast. Hvers vegna ættum við enda að einskorða okkur við útlönd ef tækifæri gefast fyrir einkaframtak í orkumálum á Íslandi líka?“ spyr Ásgeir. „Hvað hins vegar verður í þeim málum er svo aftur ekki vitað. Það er eiginlega seinni tíma mál.“Aðaláhersla Geysis er hins vegar á útlönd og er þar einna helst horft til Bandaríkjanna þar sem Ásgeir segir mikla möguleika, Evrópu og Austur-Evrópu, auk Kína, Filippseyja og Indónesíu.Ásgeir segir Geysi geta komið inn í fjárfestingarverkefni á ýmsum stigum, hvort sem það sé á hugmyndastigi eða við fyrstu rannsóknir á jarðhitasvæði, hönnun og byggingu orkuvera eða að rekstri. „Á allri þessari línu getum við verið og tekið virkan þátt. Svo getum við líka farið í hreinar fjárfestingar og kaup á hlutum í virkjunum eða fyrirtækjum sem þegar er komin í gang.“Margir eru um hituna í fjárfestingum og neitar Ásgeir því ekki að vissulega geti margir spreytt sig á verkefnum sem þessum. „Til þess að svona hugmynd geti orðið að veruleika þurfa að koma til nokkrir þættir. Í fyrsta lagi þarf jarðhitaauðlind, í öðru lagi markað, í þriðja lagi þarf þekkingu á jarðhitanum, markaðnum, möguleikum á sölu, á rekstrinum og í fjórða lagi þarf svo til fjármagn. Þessum fjórum þáttum þarf svo að raða saman á hagkvæman hátt.“ Fæstir segir Ásgeir hins vegar að hafi þekkinguna sem til þarf. „En við höfum þekkinguna til að rannsaka auðlindina, hanna orkuverin, finna sölutækifæri, reka orkuverin, og svo framvegis. Auðvitað geta margir gert þetta og við höfum trú á að þetta eigi eftir að gerast í auknum mæli, enda er sífellt vaxandi eftirspurn eftir orku og þá ekki síst grænni orku, hraða, minni mengun og endurnýjanlegri orku. Þar getur jarðhiti spilað býsna stórt hlutverk, stærra en í dag.“Hér innanlands segir Ásgeir að finna gríðarmikla þekkingu á jarðhita. „Í raun erum við eitt af nokkrum stórveldum á sviði jarðhita í heiminum. Sérstaklega höfum við viðamikla þekkingu á sviði uppbyggingar hitaveitna og samþættingar raforku- og varmavinnslu, rétt eins og gert er á Húsavík, Nesjavöllum, Svartsengi og verður gert á Hellisheiðinni líka. Það er tiltölulega einstakt. Síðan kemur til viðbótar innan okkar hóps fjárfestingarþekkingin, greiningarþekking, hvort heldur sem það snýr að lagaumhverfi, fjármálum eða tækni.“Samkeppni og önnur orkaÁsgeir segir þá þætti sem saman koma í Geysi verða til þess að þar á bæ hafi menn trú á að geta skilað góðu verki í sérhæfðum fjárfestingum eins og þeim sem snúa að endur-nýjanlegri orku á sviði jarðhita. „Jafnvel getum við gert þetta betur en einhverjir aðrir, en auðvitað eru margir sem geta þetta líka. Heimurinn er líka stór og í honum pláss fyrir marga.“Þó nokkur samkeppni er á þessu sviði fjárfestinga og nokkur fjöldi fyrirtækja starfar í geiranum. „Þetta er svolítið harður heimur og töluverð samkeppni frá allmörgum fyrirtækjum. Svo eru líka mörg ný fyrirtæki að koma upp sem vilja gera sig gildandi í þessu, þótt reyndar höfum við mikla sérstöðu á þessum markaði með allt það sem að baki býr hér á landi og hjá eigendum okkar.“ Að auki er svo keppt við annan orkuiðnað, svo sem kjarnorku. „Alveg ljóst er að þessar grænu orkulindir sem við höfum úr að spila, jarðhiti, vindur, sólarorka, sjávarföll, lífmassi og -gas og þar fram eftir götunum, nægir ef til vill ekki. Nokkuð ljóst er því að þrátt fyrir allt sé kjarnorkan að koma aftur. Hins vegar er ekki sjálfgefið að hún verði hagkvæmari, alls ekki,“ segir Ásgeir og bendir á að kjarnorka sé langt því frá ódýr þótt hún geti reynst vel þar sem mikillar orku sé þörf og aðrar orkulindir ekki tiltækar. „Vatnsaflið á líka eftir að vaxa mikið, um það er ég alveg sannfærður,“ bætir hann við.Fjölbreytni í orkuöflun segir Ásgeir að sé af hinu góða og spáir því að einnig eigi eftir að verða til fleiri litlar jarðvarmastöðvar líkt og á Húsavík. Það eigi bæði eftir að gerast hér og víðar úti í heimi. „Sú tækni færir okkur líka inn í það að fara frá jarðvarmanum og í það sem kallað er glatvarmi, eða waste heat.“ Þar er meðal annars átt við að nýta heitt loft eða vatn sem er úrgangur frá iðjuverum, ekki bara til hitunar, heldur einnig til framleiðslu raforku. „Færa má vélbúnað og tækni sem til verður í kringum jarðhitann yfir í annan orkugjafa en jarðhitann. Þá er í raun verið að tala um endurnýjanlega orku, því þetta er afgangsorka frá öðru sem annars væri kastað. Þar er þá hrein orkunýting,“ segir hann og telur hugsanlegt að Geysir komi líka að slíkum verkefnum.Vænn arður til langs tímaÁsgeir segir starfsemi Geysis Green Energy fara vel af stað, enda mikið um að vera í þeim félögum sem Geysir á í strax í upphafi, Enex, Enex-Kína og Exorku. „Þau eru með verkefni í gangi og við þess vegna strax aðilar að þeim. Svo eru fjölmörg verkefni sem við höfum fengið í arf frá Glitni sem þeir hafa skoðað og í liggja tækifæri fyrir okkur. Svo höfum við orðið vör við mjög mikinn áhuga í kringum okkur víða erlendis, sem strax er að færa okkur tengingar inn í verkefni.Áhugi fjárfesta er líka gríðarmikill á því sem við erum að gera,“ segir Ásgeir og kveður félagið fá mikið af erlendum fyrirspurnum sem í raun verði ekki hægt að taka á fyrr en í næstu umferð, þegar búið verði að safna að félaginu fjárfestum sem einnig hafi með sér þekkingu úr iðnaðinum. „Það er fullt af fjárfestum sem eru bara með peninga. Og þeir bíða í röðum.“ Að auki segir Ásgeir fagfólk hafa sýnt verkefninu áhuga og margir vilji fá að starfa í faginu.Ásgeir stígur hæfilega varlega til jarðar þegar hann er spurður að því hversu arðvænvænlegur bransi fjárfestingar á sviði jarðhitaorku séu. „Almennt er orkuiðnaðurinn ekki dæmigerður fyrir iðnað sem skilar miklum arði á skömmum tíma. Í orkuiðnaði almennt felst sæmileg arðsemi til langs tíma. Hann er tiltölulega stöðugur.“ Þegar komnir eru samningar um orkuframleiðslu eru þeir enda ekki til einhverra ára heldur áratuga. „Og vissulega getur þessi markaður verið háður einhverjum sveiflum í umhverfinu svo sem löggjöf, eða olíuverði,“ segir hann og bendir á að þannig geti ytri aðstæður líka hjálpað til.„Olíuverð er orðið það hátt að núna eru mörg jarðhitaverkefni orðin hagkvæm sem ekki voru það áður, bara vegna þess hve húshitunarkosnaður með olíu eða gasi hefur aukist. Svo sjá menn ekki fyrir sér til langs tíma mikla lækkun á olíuverði, frekar að hún hækki í verði, þannig að þá verða enn fleiri jarðhitaverkefni hagkvæm.“ Þessa þróun segir Ásgeir eiga sér stað í Kína. „Valkostir við jarðhita í Kína eru í meginatriðum kol og gas, en þar náum við að framleiða orku á sambærilegu verði við gasið. Kolin eru ódýrari, en menn eru farnir að banna notkun þeirra víða í borgum vegna þess hve mikið þau menga. Umhverfissjónarmið verða til þess að jarðhiti getur sums staðar orðið ofan á.“Hjá Geysi segir Ásgeir að áhersla verði lögð á litla yfirbyggingu og skjóta ákvarðanatöku þar sem mikið af sérfræðiþjónustu verði aðkeypt. Miðað við stórhuga áætlanir um útrás í orkugeira erlendis kemur kannski á óvart að í árslok gerir hann ekki ráð fyrir að hjá Geysi starfi nema fimm til tíu manns. „Vonandi verðum við ekki fleiri, en þessar áætlanir kunna að breytast. Við verðum fljótir og verkefnaháðir. Svo getur maður svo sem með skömmum fyrirvara verið búinn að kaupa heila virkjun eða fyrirtæki og ef til vill kominn með hundrað manna starfslið.“Allra næstu skref segir Ásgeir snúast um að koma upp starfsaðstöðunni í Reykjanesbæ, vinna áfram í þeim verkefnum sem þegar séu komin í gang og skoða nýja fjárfestingarkosti. „Þeir eru nokkuð margir í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Austur-Evrópu og Kína, sumt í gegnum aðildarfélög og annað beinar fjárfestingar.“Ásgeir horfir bjartsýnn fram á veginn og segir æsispennandi að taka með þessum hætti þátt í útrás sem byggi á sérþekkingu þjóðarinnar. Sjálfur hefur hann áratugareynslu úr orkuiðnaði, fór úr sæti framkvæmdastjóra og áður aðstoðarforstjóra Orkuveitu Reykjavíkur til að taka við Geysi Green Energy. Áður var hann auk þess tæknistjóri Jarðborana hf. „Við höfum þekkinguna til að meta jarðhitann, byggja mannvirkin, reka og selja. Langtímaútrás felst í fjárfestingu og eignarhaldi. Þar er horft til áratuga. Auðvitað getur virkjun sem komin er á koppinn skipt um eigendur, en maður byggir ekki virkjun og selur á þremur árum. Það er frekar gert á sjö eða tíu árum.“
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira