Þokast í jafnréttisátt ... á hraða snigilsins 17. janúar 2007 09:33 Umræðan um stöðu í nútímasamfélaginu sprettur af og til upp með látum. Flestir virðast þá gera sér grein fyrir því að það sé öllum Íslendingum jafnmikilvægt að virkja konur til áhrifa. Þær séu helmingur vinnuaflsins, upp til hópa vel menntaðar og hafi alla jafna aðra sýn á hlutina en karlmenn. Aukin þátttaka þeirra muni því leiða til meiri fjölbreytni og betri ákvarðanatöku innan stjórna fyrirtækja. Þessi umræða spratt einmitt upp eftir námsstefnu Samtaka atvinnulífsins, Félags kvenna í atvinnurekstri og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins á Hótel Nordica á dögunum. Stundum virðist hún þó hafa lítil áhrif, því hægt þykir miða í baráttunni. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja og þeirra sem gegna stjórnarformennsku hefur verið það sama frá árinu 1999, í kringum 22 prósent. Í haust birti Hagstofan jákvæðar tölur sem sýndu að hlutfall kvenna sem framkvæmdastjóra fyrirtækja hefði aukist úr 15,4 prósentum árið 1999 í 18,2 prósent árið 2005. Flestar eru þær í fyrirtækjum sem eru með innan við tíu starfsmenn og starfa við verslun og þjónustu. Hlutfall kvenna í stjórnum og framkvæmdastjórnum stærstu hundrað fyrirtækja landsins er enn lægra. Jafnréttiskennitalan, sem Rannsóknarsetur vinnuréttar og jafnréttismála birti í vor í fyrsta sinn, sýnir að konur eru 10,5 prósent æðstu stjórnenda, tólf prósent stjórnarmanna og fimm prósent stjórnarformanna. Þá virðist launamunur kynjanna orðinn lögmál. Nýleg könnun Capacent sýndi að óútskýrður launamunur kynjanna, eftir að tekið hefur verið tillit til starfsstéttar, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma, er nú 15,7 prósent. Munurinn var sextán prósent árið 1994. Íslenskar konur sem fæðast um miðbik þessa árþúsunds geta glaðst yfir því að með sama hraða myndi fullt launajafnrétti nást árið 2588.Jafnréttislögin margbrotinElín Blöndal, forstöðumaður rannsóknar-setursins, segir fáar vísbendingar um að miklar breytingar muni hafa orðið þegar jafnréttiskennitalan verður birt aftur næsta vor. „Engin stór stökk virðast hafa verið tekin á árinu, það yrðu í það minnsta mjög gleðileg og óvænt tíðindi," segir hún.Öllum fyrirtækjum með fleiri en 25 starfsmenn ber, samkvæmt lögum, að hafa skriflega jafnréttisáætlun. Brot á þessum lögum getur varðað sektum en til þess hefur ekki komið hingað til. Það kom því Elínu á óvart við vinnslu jafnréttiskennitölunnar að rétt um fjörutíu af fyrirtækjunum hundrað höfðu slíka áætlun. „Það sem kom mér þó allra mest á óvart var að fæst þessara fyrirtækja virðast leggja upp úr ímynd varðandi jafnréttisstefnu." Hún segir að þrátt fyrir allt þokist málin nú í rétta átt, þótt það virðist stundum vera á hraða snigilsins. „Það þarf samstillt átak til þess að fyrirtæki fari fyrir alvöru að gera þetta málefni að sínu og það hætti að vera dægurmál. Sú mikla umræða sem er í þjóðfélaginu og verkefni á borð við jafnréttiskennitöluna ættu að stuðla að því."Að markaðssetja sjálfa sigÞeir sem veljast til forystu eiga það iðulega sameiginlegt að eiga ekki nema að einum þriðja hluta til sínum eigin eiginleikum að þakka velgengni sína. „Allur árangur í lífinu er afleiðing þriggja þátta. Í fyrsta lagi persónulegra eiginleika, í öðru lagi fólksins í kringum okkur og í þriðja lagi umhverfisins," sagði Svafa Grönfeldt, nýr rektor Háskólans í Reykjavík, þegar hún tók gesti námsstefnunnar á Nordica í stutta kennslustund í forystufræðum. Hún benti á að konur hefðu iðulega nóg af því fyrstnefnda en skorti hina þættina tvo. Karlar hefðu þá oftast alla þrjá.Svafa vísaði í markaðsfræðina og hvatti konur til þess að íhuga vel hvaða vöru þær væru að bjóða - hvaða eiginleikum þær byggju yfir sem aðrir hefðu ekki. „Fyrsta skrefið er að vita hvað er verðmætt í því sem maður hefur fram að færa. Ef maður getur það ekki er ekki smuga að neinn annar geti það. Konur eru snillingar í þessu. Við höfum margt fram að færa en við bíðum eftir því að þessir tuttugu karlar í herberginu uppgötvi hvað við erum æðislegar."Þess gæti líka verið langt að bíða að karlar kveiki fyrir alvöru á þessari peru. Það er varla of hart að fullyrða að mörgum körlum finnst þetta málefni ekki jafnmikið þjóðþrifamál og konum. Mætingin á námsstefnuna sýndi það svart á hvítu en þangað mættu um 380 konur en einungis tuttugu karlar. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík, var einn þeirra fjögurra karla sem tóku þátt í pallborðsumræðum á námsstefnunni. Hann segir að hópurinn sem vilji breyta ástandinu fari ört stækkandi, þótt vissulega séu enn margir sem telji einfaldlega að störf af þessu tagi henti karlmönnum betur. Þá segir hann málið tengjast kunningsskap og uppeldi, menn treysti oft öðrum mönnum sem þeir þekki vel fyrir ábyrgðinni frekar en konum.Þorkell telur að karlar þurfi að taka á sig meiri ábyrgð inni á heimilum og skapa svigrúm fyrir konur að takast á hendur vinnu sem sé meira krefjandi utan hefðbundins vinnutíma. Þá þurfi þeir markvisst að leita út fyrir sitt hefðbundna tengslanet og leggja meiri áherslu á það að finna hæfar konur til að koma í stjórnir fyrirtækja.Kynjakvótinn væri þrautalendingUm áramótin tóku gildi lög í Noregi sem fela það í sér að fjörutíu prósent stjórnarmanna skráðra fyrirtækja skuli vera konur. Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, segir að þar í landi séu þegar vísbendingar um að aðgerðirnar séu farnar að skila sér hjá einkafyrirtækjum og það hafi þær þegar að öllu leyti gert hjá hinu opinbera.Hér á landi hefur það verið í umræðunni að taka upp kvóta af þessu tagi. Öll þau átta, karlar sem konur, sem sátu fyrir svörum í pallborði á ráðstefnunni á Nordica voru sammála um að kynjakvóti væri ekki fýsilegur kostur. Leita þyrfti allra mögulegra leiða áður en sú leið yrði farin. Tvennt hefur öðru fremur verið nefnt kvótanum í óhag. Annars vegar að hætta sé á að farið verði í kringum reglurnar og stjórnarsætin verði áhrifalaus. Hins vegar að konur eigi ekki að hafa áhuga á að taka sæti í stjórn fyrir það eitt að vera konur.Þátttakandi á ráðstefnunni, sem ávarpaði þá er sátu í pallborði, uppskar mikið lófaklapp fyrir þessi orð: „Hér hefur komið fram að konur vilji ekki láta velja sig „bara" af því þær eru konur. Ég hef hins vegar tekið eftir því að karlar hika oft ekki við að láta velja sig „bara" af því þeir eru karlar, jafnvel þótt þeir hafi minni menntun og minni reynslu en konur sem koma til greina." Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Umræðan um stöðu í nútímasamfélaginu sprettur af og til upp með látum. Flestir virðast þá gera sér grein fyrir því að það sé öllum Íslendingum jafnmikilvægt að virkja konur til áhrifa. Þær séu helmingur vinnuaflsins, upp til hópa vel menntaðar og hafi alla jafna aðra sýn á hlutina en karlmenn. Aukin þátttaka þeirra muni því leiða til meiri fjölbreytni og betri ákvarðanatöku innan stjórna fyrirtækja. Þessi umræða spratt einmitt upp eftir námsstefnu Samtaka atvinnulífsins, Félags kvenna í atvinnurekstri og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins á Hótel Nordica á dögunum. Stundum virðist hún þó hafa lítil áhrif, því hægt þykir miða í baráttunni. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja og þeirra sem gegna stjórnarformennsku hefur verið það sama frá árinu 1999, í kringum 22 prósent. Í haust birti Hagstofan jákvæðar tölur sem sýndu að hlutfall kvenna sem framkvæmdastjóra fyrirtækja hefði aukist úr 15,4 prósentum árið 1999 í 18,2 prósent árið 2005. Flestar eru þær í fyrirtækjum sem eru með innan við tíu starfsmenn og starfa við verslun og þjónustu. Hlutfall kvenna í stjórnum og framkvæmdastjórnum stærstu hundrað fyrirtækja landsins er enn lægra. Jafnréttiskennitalan, sem Rannsóknarsetur vinnuréttar og jafnréttismála birti í vor í fyrsta sinn, sýnir að konur eru 10,5 prósent æðstu stjórnenda, tólf prósent stjórnarmanna og fimm prósent stjórnarformanna. Þá virðist launamunur kynjanna orðinn lögmál. Nýleg könnun Capacent sýndi að óútskýrður launamunur kynjanna, eftir að tekið hefur verið tillit til starfsstéttar, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma, er nú 15,7 prósent. Munurinn var sextán prósent árið 1994. Íslenskar konur sem fæðast um miðbik þessa árþúsunds geta glaðst yfir því að með sama hraða myndi fullt launajafnrétti nást árið 2588.Jafnréttislögin margbrotinElín Blöndal, forstöðumaður rannsóknar-setursins, segir fáar vísbendingar um að miklar breytingar muni hafa orðið þegar jafnréttiskennitalan verður birt aftur næsta vor. „Engin stór stökk virðast hafa verið tekin á árinu, það yrðu í það minnsta mjög gleðileg og óvænt tíðindi," segir hún.Öllum fyrirtækjum með fleiri en 25 starfsmenn ber, samkvæmt lögum, að hafa skriflega jafnréttisáætlun. Brot á þessum lögum getur varðað sektum en til þess hefur ekki komið hingað til. Það kom því Elínu á óvart við vinnslu jafnréttiskennitölunnar að rétt um fjörutíu af fyrirtækjunum hundrað höfðu slíka áætlun. „Það sem kom mér þó allra mest á óvart var að fæst þessara fyrirtækja virðast leggja upp úr ímynd varðandi jafnréttisstefnu." Hún segir að þrátt fyrir allt þokist málin nú í rétta átt, þótt það virðist stundum vera á hraða snigilsins. „Það þarf samstillt átak til þess að fyrirtæki fari fyrir alvöru að gera þetta málefni að sínu og það hætti að vera dægurmál. Sú mikla umræða sem er í þjóðfélaginu og verkefni á borð við jafnréttiskennitöluna ættu að stuðla að því."Að markaðssetja sjálfa sigÞeir sem veljast til forystu eiga það iðulega sameiginlegt að eiga ekki nema að einum þriðja hluta til sínum eigin eiginleikum að þakka velgengni sína. „Allur árangur í lífinu er afleiðing þriggja þátta. Í fyrsta lagi persónulegra eiginleika, í öðru lagi fólksins í kringum okkur og í þriðja lagi umhverfisins," sagði Svafa Grönfeldt, nýr rektor Háskólans í Reykjavík, þegar hún tók gesti námsstefnunnar á Nordica í stutta kennslustund í forystufræðum. Hún benti á að konur hefðu iðulega nóg af því fyrstnefnda en skorti hina þættina tvo. Karlar hefðu þá oftast alla þrjá.Svafa vísaði í markaðsfræðina og hvatti konur til þess að íhuga vel hvaða vöru þær væru að bjóða - hvaða eiginleikum þær byggju yfir sem aðrir hefðu ekki. „Fyrsta skrefið er að vita hvað er verðmætt í því sem maður hefur fram að færa. Ef maður getur það ekki er ekki smuga að neinn annar geti það. Konur eru snillingar í þessu. Við höfum margt fram að færa en við bíðum eftir því að þessir tuttugu karlar í herberginu uppgötvi hvað við erum æðislegar."Þess gæti líka verið langt að bíða að karlar kveiki fyrir alvöru á þessari peru. Það er varla of hart að fullyrða að mörgum körlum finnst þetta málefni ekki jafnmikið þjóðþrifamál og konum. Mætingin á námsstefnuna sýndi það svart á hvítu en þangað mættu um 380 konur en einungis tuttugu karlar. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík, var einn þeirra fjögurra karla sem tóku þátt í pallborðsumræðum á námsstefnunni. Hann segir að hópurinn sem vilji breyta ástandinu fari ört stækkandi, þótt vissulega séu enn margir sem telji einfaldlega að störf af þessu tagi henti karlmönnum betur. Þá segir hann málið tengjast kunningsskap og uppeldi, menn treysti oft öðrum mönnum sem þeir þekki vel fyrir ábyrgðinni frekar en konum.Þorkell telur að karlar þurfi að taka á sig meiri ábyrgð inni á heimilum og skapa svigrúm fyrir konur að takast á hendur vinnu sem sé meira krefjandi utan hefðbundins vinnutíma. Þá þurfi þeir markvisst að leita út fyrir sitt hefðbundna tengslanet og leggja meiri áherslu á það að finna hæfar konur til að koma í stjórnir fyrirtækja.Kynjakvótinn væri þrautalendingUm áramótin tóku gildi lög í Noregi sem fela það í sér að fjörutíu prósent stjórnarmanna skráðra fyrirtækja skuli vera konur. Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, segir að þar í landi séu þegar vísbendingar um að aðgerðirnar séu farnar að skila sér hjá einkafyrirtækjum og það hafi þær þegar að öllu leyti gert hjá hinu opinbera.Hér á landi hefur það verið í umræðunni að taka upp kvóta af þessu tagi. Öll þau átta, karlar sem konur, sem sátu fyrir svörum í pallborði á ráðstefnunni á Nordica voru sammála um að kynjakvóti væri ekki fýsilegur kostur. Leita þyrfti allra mögulegra leiða áður en sú leið yrði farin. Tvennt hefur öðru fremur verið nefnt kvótanum í óhag. Annars vegar að hætta sé á að farið verði í kringum reglurnar og stjórnarsætin verði áhrifalaus. Hins vegar að konur eigi ekki að hafa áhuga á að taka sæti í stjórn fyrir það eitt að vera konur.Þátttakandi á ráðstefnunni, sem ávarpaði þá er sátu í pallborði, uppskar mikið lófaklapp fyrir þessi orð: „Hér hefur komið fram að konur vilji ekki láta velja sig „bara" af því þær eru konur. Ég hef hins vegar tekið eftir því að karlar hika oft ekki við að láta velja sig „bara" af því þeir eru karlar, jafnvel þótt þeir hafi minni menntun og minni reynslu en konur sem koma til greina."
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira