Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Flugeldasýning og bjartsýni

Bjartsýni landans virðist vera mikil í upphafi nýs árs því árið hófst með mikilli flugeldasýningu á hlutabréfamarkaði og lofar byrjunin góðu. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,84 prósent á fyrsta viðskiptadegi og stóð í 6.528 stigum í dagslok.

Hún hefur því ekki verið hærri í tíu mánuði eða síðan markaðurinn var á fallanda fæti í febrúar þegar neikvæðar skýrslur um íslenskt efnahagslíf, bankanna og framtíðina tóku að berast í stríðum straumum. Þá hækkaði krónan skarpt samfara mikilli krónubréfaútgáfu. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur nú hækkað samfleytt fimm ár í röð eða um 460 prósent frá ársbyrjun 2002.

Ekki ein um bjartsýni

Íslendingar eru ekki einir um að líta bjartsýnum augum á framtíðina á fyrstu markaðsdögum ársins, Þannig hækkuðu flest allar vísitölur talsvert í gær. Skandenavísku vísitölurnar hækkuðu um 1,5 prósent og markaðir í Bandaríkjunum fóru af stað með krafti. Markaðir í Bandaríkjunum voru lokaðir 2. janúar, en þeir eru jafnan opnir þann dag. Ástæðan var sú að Gerald Ford fyrrverandi forseti Bandaríkjanna var borinn til grafar og lokun dagsins honum til heiðurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×