Fótbolti

Sér ekki eftir að hafa farið frá Barca

Luis Garcia hefur skorað mörg mikilvæg mörk fyrir Liverpool.
Luis Garcia hefur skorað mörg mikilvæg mörk fyrir Liverpool. MYND/Getty

Luis Garcia hjá Liverpool segist alls ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið herbúðir Barcelona á sínum tíma til að ganga til liðs við þá rauðklæddu. Það eina sem angri hann í Bítlaborginni sé veðrið. Liverpool og Barcelona, Evrópumeistarar síðustu tveggja ára, mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í febrúar.

"Ég er mjög ángður. Ég er í liði sem hefur unnið titla á mínum tíma hér, þar á meðal þann stærsta í Evrópu. Hins vegar er ég svekktur að hafa misst af síðustu tveimur árum hjá Barca vegna þess að þeir hafa unnið deildina bæði árin og Meistaradeildina einu sinni. Ég sé samt ekki eftir neinu," sagði Garcia í viðtali við El Mundo Deportivo, stærsta blaðs Katalóníu. Garcia lék um árabil með Barcelona við góðan orðstýr en fór til Liverpool fyrir tæpum þremur árum.

"Loftslagið er það eina sem hrjáir mig og gerði það sérstaklega á mínu fyrsta ári hér. Það rignir mikið og það er mikið myrkur yfir vetrartímann sem hefur áhrif á allt sem þú gerir," segir Garcia. Einvígið gegn Barcelona í Meistaradeildinni leggst vel í spænska landsliðsmanninn.

"Eins og allir aðrir yrði ég mjög sáttur með jafntefli á Nou Camp. Okkar helsti styrkur er Anfield, við vinnum gjarnan á okkar heimavelli. Við höfum spilað betur í Evrópukeppninni en í ensku deildinni og ég vonast til að stuðningsmenn okkar sjái Meistaradeildarlið Liverpool upp á sitt besta á Nou Camp," sagði Garcia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×