Erlent

Bandaríkin hvetja til vopnahlés í Sómalíu

Bandaríkjamenn hafa stutt Eþíópíu í átökunum í Sómalíu en vilja nú að vopnahléi sé komið á.
Bandaríkjamenn hafa stutt Eþíópíu í átökunum í Sómalíu en vilja nú að vopnahléi sé komið á. MYND/AP

Bandaríkin hvöttu í kvöld sómölsk stjórnvöld til þess að reyna að koma á vopnahléi milli þeirra og íslamska dómstólaráðsins, en uppreisnarmennirnir kalla sig það.

Sögðu Bandaríkjamenn nauðsynlegt að friðarviðræður myndu gefa öllum aðilum tækifæri á að koma sínu sjónarmiði á framfæri og að þær ættu að miða að því að sameina landið eftir 15 ára borgarastyrjöld. Bandaríkjamenn hafa lagt til að afrískt friðargæslulið verði síðan fengið til þess að viðhalda vopnahléinu og hefur Úganda þegar boðið fram hersveitir til verkefnisins.

Bandaríkin eru einnig í viðræðum við hin grannríki Sómalíu, Eþíópíu og Kenía til þess að sjá til þess að ferlið verið gegnsætt og samkvæmt lögum um góða stjórnsýsluhætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×